Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 12
Kjeld Wessel Wetlesen Visindamaðurinn Framhald af bls. 1. og hverja verður að ofurselja tortím- ingunni. Mér er sama. Ungi stúdentinn og prófessorinn gamli þögðu um hríð. Prófessorinn bað um kaffi og stakk upp á að þeir skyldu hvíla sig á þessu tali. Vopnahléið stóð aðeins í 17 mínútur. Kjeld rauf heim- ilisfriðinn: — Náttúruvísindin hafa smám sam- an afhjúpað kristindóminn. Eftir er að- eins nakin beinagrind, sem unga kyn- slóðin á að trúa á, en það gengur erf- iðlega fyrir okkur. Hvað ætla vísinda- mennirnir að gefa okkur í stað þeirrar trúar, sem þeir tóku frá okkur? — Vísindin ætla alls ekki að gefa neitt í staðinn, því að það er ekki hlut- verk okkar, svaraði Bröndsted hiklaust. Að mínu áliti er það algerlega út í loft- ið, þegar fólk ímyndar sér að vísinda- maðurinn sé orðinn að einskonar guði — og vísindin trúarbrögð. Það liggur ekki í okkar verkahring að mynda lífs skoðanir. — Hversu lengi haldið þér áfram að rífa niður kennisetningarnar? — Það er mín heitasta ósk að vísind- in haldi áfram að fletta kennisetning- unum af trúnni. Ég hef unnið að því eftir mætti, af því að ég álít SKYLDU okkar að útrýma þeim ótta, sem trú- arbrögðin hafa eitrað hugina með, með öllu tali sínu um helvíti og erfðasynd. Stúdentinn spurði nú, hvort Brönd- sted fordæmdi trúarbrögðin algerlega sem vísindamaður. — Nei, við höfum engan rétt til að segja að allt slíkt sé tál, en persónu- lega álít ég að hið eina, sem hefur æ- varandi gildi í kristindóminum, séu orð Jesú til mannanna, að við eigum NA- UNGA. Á því er hægt að taka og þreifa. — Og ætti það eitt að geta skapað trúarbrögð? — Samkvæmt minni skoðun: JÁ. — En sérhver annar en Jesús hefði getað sagt þetta líka. — Það hafa menn sannarlega líka gert, sagði prófessorinn, en engin önn- ur trúarbrögð hafa svo öflugt, djúpt og fagurlega talað til hins góða í mann- inum eins og kristindómurinn. Hégómi í þjóðkirkjunni. — Þá verður manni að undrast, sagði Kjeld háðslega, að kristindómurinn hef- ur einmitt verið einn af mestu fjölda- morðingjum veraldarsögunnar. — Ástæðan fyrir því er sú, að snemma á öldum varð kristindómurinn fyrir annarlegum áhrifum. Ég á við kirkjubyggingarnar. Einmitt þetta, að fólk myndar söfnuði, eða hví ekki að orða það þannig: skapar félög, með formanni og stjórnendum og öllu því sem fylgir félagsstarfi. Með því hefur valdagræðginni verið gefinn laus taum- urinn og hefur þar með algerlega kæft þá kröfu, sem Jesús gerði til mann- anna. Wessel Wetlesen spurði: — Munduð þér ráða æskulýðnum til að segja sig úr þjóðkirkjunni og mynda sín eigin trúarbrögð, sem hefðu aðeins kröfuna um náunganskærleika að kjarna? — Þeir, sem finna hjá sér hvöt til þess, ættu að gera það, en samtímis taka sér vara fyrir að verða að sjálf- góðri og sjálfumglaðri smáklíku. Stúdentinn minnti nú á hálftómar kirkjurnar og hélt áfram: — Er það ekki sönnun fyrir kæru- leysi, að 98% dönsku þjóðarinnar skuli vera meðlimir þjóðkirkjunnar? — Jú, það má vel vera, og ég verð sjálfur að teljast til hinna kærulausu. Ég er í þjóðkirkjunni og verð það á- fram, en það er alveg víst, að innan kirkjunnar ríkir yfirborðsháttur í stór- um stíl. Prófessorinn tók sér málhvíld. Svo sagði hann: — Ég er raunar ekkert smeykur við að kalla það allt saman LEIKARASKAP. Við erum allir óttaslegnir. Mennirnir tveir í sumarbústaðnum sveigðu nú talið að hinum tortímandi öflum í þjóðfélaginu. Kjeld minntist á óttann í hugum æskumannanna. Brönd- sted mælti: — Eitt helzta hlutverk þjóðfélagsins er að gera einstaklingana óháða og óttalausa. í dag erum við svo hræddir hver við annan, að það er blátt áfram óhugnanlegt. Það tekur jafnt til stórra heilda ínnbyrðis sem smáhópa. — Er ábyrgðin skólanna að ein- hverju leyti? — Við eigum allir hluta af sökinni, en ég vona, að heilbrigt uppeldi verði algengara og vinni stöðugt á, einnig í skólunum. Það á ekki að innræta æsk- unni trú á yfirvöld, heldur trú á sam- vinnu, samtímis því að hún eflist til sjálfstæðis. Aðeins á þennan hátt geta mennirnir losnað við óttann við ná- grannana. Eins og nú er, kannast æsk- an alltof vei við óttann við „hina“, ekki sízt á sviði ástalífsins, þar sem menn einkum óttast að ,,vera ekki með“. Nú fannst prófessorsfrúnni mál til komið að stúdentinn skoðaði sig um í fjörunni. Lífið var dásamlegt. Helgi Hallgrímsson þýddi PRESTASÖGUR Framhald af bls. 4. sem fram fór, og bar margt á góma. Loksins gaf sira Þorlákur hljóð frá sér og kvað þessa vísu: Ekki þykir Láka langt, lítið stúrar kallinn, Ihann Ihefur ekki stritið strangit að styðja sig við pallinn. Heimamönnum Varð hverft við, því að þeir áttu enga von á þessum gesti. Vítti prestur þá harðlega fyrir hivefsni þeirra og tók á mælsku sinni, en ekki fór mál þetta lengra. S íra Þorlákur kom eitt sinn fram- an úr Eyjafirði úr vísitasíuferð meðan hann var prófastur og fylgdarmaður með honum. Þeir riðu, sem leið liggur, með- fram fjarðarbotninum að vestanverðu, og heyrði þá fylgdarmaðurinn að prófastur sagði eins og við sjálfan sig: „Mikil er þessi bygging allt út á eyri“. — Þetta þótti fylgdarmanninum kynlegt, því að þá var mjög lítil byggð á Akureyri, en engin á Oddeyri, sem síra Þorlákur 'hlaut að eiga við, en síðar hefur þetta rætzt, eins og kunnugt er. — Þessi saga er sögð eftir Helga Alexanderssyni á Stóru- brekku, sem var enn á lífi 1899, — en Skúli Skúlason á Oddeyri segir söguna á þann veg, að síra Þorlákur hafi setið á trjá'viðarhlaða inni á Akureyri, dálítið hreifur af víni, en þá hafi hann horft lengi í gaupnir sér, en sagt svo: „Mikil er þessi bygging, að ná fram á Króks- eyri og út á Oddeyri“. E inu sinni reið síra Þorlákur til kirkju frá Ósi, þar sem hann bjó, og var maður með honum. Þegar þeir komu suður fyrir Kýlbrúna, heyrði mað- urinn að prestur sagði: „Hart ríða þeir þarna, og þrír sama hesti, og er þó bil á milli hestanna, og heim að Möðru- völlum“. — Maðurinn sá enga mannaferð og spurði prest hvað hann ætti við. „En Hvammsfólkið!“ svaraði prestur, og gat þess jafnframt að sami hesturinn væri þrisvar sinnum í förinni. — Um þetta leyti voru 6 manneskjur í Hvammi á Gálmaströnd og dóu þær allar nokkru seinna, og voru þrjú líkin flutt á sama hestinum til kirkjunnar. Sama árið dó allt fólkið á tveim öðrum bæjum á ís- landi. S íra Þorlákur var eitt sinn í veizlu á Bægisá. Þar var einnig stúlka, sem Elísabet hét, systir brúðarinnar. Veizlu- fólkið var kátt eins og gerist, en allt í einu sagði prestur við Elísabetu mjög alvarlegur: „Guð hjálpi oikkur, Elísabet mín“. — En Elísabet drukknaði í Bægisá, en síra Þorlákur í Hörgá, og var mál manna, að hann hafi séð forlög þeirra beggja. — Síra Þorlákur var ekki eingöngu for- spár og dulvitur. Það var líka sagt, að hann hafi skilið fuglamál. Nokkru áður en hann drukknaði, var hann á ferð heim til sín innan af Akur- eyri og var dálítið hreifur af víni. Þeg- ar hann kom að Hörgá, sat hrafn uppi á ’hólnum hjá Skipalóni, rétt hjá vaðinu. og krúnkaði í sífellu. Fylgdarmaður prests heyrði þá að hann sagði: „Þú þarft ekki að segja mér það. Ég veit það. Hún fær mig bráðum". — En enginn skildi hvað hann hafði átt við, fyrr en hann var kominn í ána. E inu sinni ætlaði síra Þorlákur að embætta á Möðruvöllum, sem oftar á helgum degi, og reið maður með honum. Þegar þeir komu á veginn fyrir ofan Ós, mætti þeim maður, sem kom utan al- faraveginn. Hann heilsaði presti og fylgdarmanni hans, og tók fylgdarmað- urinn kveðjunni, en presturinn þagði litla stund, þangað til hann leit fast á manninn og sagði: „Skammastu þín, og láttu engan sjá þig“. — Síðan héldu þeir prestur leiðar sinnar og furðaði fylgdar- mann mjög á, að prestur skyldi hafa sagt þetta, en setti orðin á sig, því að hann hafði heyrt, að prestur sæi lengra en aðrir menn. — Seinna kom í ljós, að maðurinn, sem þeir mæittu, hafði farið framan úr Sölvadal út í Skíðadal, að hitta frændfólk sitt, en hafði „gert syst- ur sinni barn“ í ferðinni. Síra Þorlákur hafði séð þetta og hafði hann því verið svo harðorður við manninn. — S íra Þörlákur var á ferð framan úr Eyjafirði um hávetur, og var fylgd- armaður með honum. Þá var aðeins ein sölubúð á Akureyri, sem var lokuð að vetrinum, og gat enginn komizt inn í hana nema sýslumaðurinn, ef bráð nauð- syn krefði. — Þegar þeir fóru hjá búð- inni, þóttist fylgdarmaðurinn heyra högg inni í henni, og spurði hann prófast hverju það mundi sæta. — Síra Þorlák- ur svaraði: Látum þá brjóta Og bramla, ’bágt mun oss því að harnla, Pétur getinn af Gaimia gluggann mun aftur damla. Seinna um veturinn var stolið úr búð- inni á þann hátt, að stykki var sagað' úr þilinu, og neglt í aftur. Varð mál út af þessu, en aldrei varð uppvísit um þjófn- aðinn. Haldið var, að maður utan af Svalbarðsströnd hafi verið valdur að stuldinum, og þjóðhagasmiður, sem þar var og Pétur hét, þótti Uklegur til þess að hafa búið um gatið, svo vel var það gert, en ekki er nú vitað, hvort „þjóð- haginn“ Pétur var Gamlason, en það mætti ætla samkv. vísunni. Líklegt þótti að síra þorlákur hafi heyrt höggin í búð- inni, og vist er um það, að hann sá þjófnaðinn fyrir af „forvitru“ sinni. j Vísukorn j (Ort vestur í Kletta- ) fjöllum) ) Augum brosir himinhár ) heimur dýrðarmyndar: ) Fjallahringur fagurblár ) fannahvítir tindar. | Endurspeglast önnur sýn innst í sálardjúpi: Ættarfold mér fögur skín ! földuð geislahjúpi. ? RICHARD BECK. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.