Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1966, Blaðsíða 6
og efnahagsleg; það sem nefnt hafði ver- ið verðmæti var hjóm og fals. Sam- kvæmt dómi höfundar stafaði ófarnað- urinn mjög af því, að afstaða einstakl- ingsins til ríkisvaldsins var röng. Ríkið var allt og einstaklingurinn undirdán- ugur þjónn þess. Þessi skoðun var al- menn meðal allra stétta í Þýzkalandi löngu fyrir daga nazismans. Þessi af- staða leiddi a'ð nokkru til valdatöku nazista. Einstaklingurinn var núll; hóp- urinn, þjóðin var allt. „Ein Volk, ein Reich, ein Fiihrer": hrópið fékk góðan hljómgrunn með þeirri þjóð, sem bar trúarlega virðingu fyrir yfirvöldum og ríkisvaldi. Höfundur álítur að þessi af- staða hafi verið forsendan fyrir sigri nazismans og gert satanískar aðgjörðir hans réttlætanlegar í hugum þeirra, sem að þeim stóðu. Höfundur álítur að ein- staklingurinn eigi náttúrlegan rétt til þroska og frelsis, innan þeirra takmarka, sem þjóðfélagið hlýtur að setja honum, en að hann eigi að koma fyrst, ríkið sé til vegna hans, en hann ekki vegna rík- isins. Á þessum grundvallarskoðunum byggir Adenauer flokk þann, sem hann stofnaði eftir stríðið. Adenauer var skipaður borgarstjóri í Köln af brezku yfirherstjórninni; hann gegndi þeim starfa stutt, var fljótlega settur frá embætti af herstjórninni; að- alástæðan var afskipti hans af stjórnmál- um, auk þess þótti Bretum hann ósam- vinnuþýður. E FTIR þetta tekur Adenauer að hafa veruleg afskipti af innanlandspóli- tík. Hann hafði löngum haft áhuga fyrir því aö stofna stjórnmálaflokk, sem gæti rúmað innan sinna vébanda bæði ka- þólska og mótmælendur, og yrði að nokkru arftaki gamla „Centrum" flokks- ins, sem kom svo mikið við sögu þýzkra stjórnmála á 19. öld. 1922 hafði hann hreyft þessu máli á fundi kaþólskra manna í Miinchen. 1947 verður hann forustumaður „Kristilega demókrata- flokksins“, sem var sameiningarflokkur kaþólskra og mótmælenda á breiðum grundvelli. Flokkurinn var nefndur „kristilegur" til þess að leggja áherzlu á andstöðu hans við allt það, sem bar einhvern vott um nazisma, en sú stefna var andkristileg og reyndi á allan hátt að grafa undan kirkju og kristni. Höf- undur ræ'ðir undirbúning bandamanna að stofnun ríkis í Vestur-Þýzkalandi, en hunn hafði sjálfur mikil áhrif í þeim málum. Hann var þess mjög hvetjandi að sambandslýðveldi yrði stofnað. Það kom bráðlega í Ijós að Þýzkalandi yrði skipt og hann vann ötullega að því að Vestur-Þýzkaland hneigðist á sveif með Vesturveldunum, en það bætti mjög sam búð þessara aðila. Adenauer var því hlynntur áð vald fyrstu ríkisstjórnar í sambandslýðveldinu yrði mjög takmark- að, en þá kom til andstaða Sósíal-demó- krata og Schumachers, sem olli því að RABB Framhald af bls. 5. jrjálsrar andlegrar starfsemi í landinu, þrátt fyrir marga og mikta annmarka. Úr því verið er að tryggja rekstur ýmissa ríkisrekinna stofnana með skött- um, er ekki óeðlilegt að menn hug- leiði einhverjar leiðir til bjargar blöðunum, en búa verður þannig um hnútana, að þau verði í engu háð ríkisvaldinu af þessum sökum. Hins vegar leysir fjárhagsstuðning ur við dagblöðin forráðamenn þeirra alls ekki undan þeirri blaðamanns- skyldu að gera blöð sín menning- arlegri, frjálslegri, læsilegri og ó- háðari einstrengingslegu flokks- valdi. Þau mœttu líka gjarna fœkka síðum sínum, ef það yrði til að bœta þau. Sigurður A. Magnússon. valdsviðið var rýmkað áð miklum mun. Þessi barátta Sósíal-demókrata varð til þess að færa Adenauer völdin, því að hann var kosinn kanzlari með eins at- kvæðis meirihluta 1949. Hann samþykkti áðstöðu hernámsað- ila, tregur þó, því að völd stjórnar hans voru í fyrstu nokkuð takmörkuð. En hann þóttist vita að ástandið í heimin- um yrði innan skamms á þann veg að þess yrði ekki langt að bíða að Sam- bandslýðveldið yrði algjörlega fullvalda og þátttakandi í varnarbandalagi vest- rænna ríkja. í utanríkismálum var fylgt þeirri stefnu að styrkja sem mest vin- áttuna við Bandaríkin og vinna að sam- komulagi við Frakka. Þýzkaland gekk þegar í hinar samevrópsku stofnanir og tengdist Þýzkaland þannig efnahagskerfi Evrópu. Höfundur ræðir þessi mál mjög ítarlega í bók sinni og einnig stjórnmála baráttuna innan lands. Það þurfti mikla lagni til þess að ná þeim árangri, sem náð varð á svo skömmum tíma. Bæði var nokkur óánægja í Þýzkalandi sjálfu með afstöðu Adenauers til hernámsaðila, einkum me’ðal þjóðernissinnaðra hópa; pólitískir atkvæðasmalar spöruðu ekki að núa Adenauer því um nasir, að hann íylgdi undansláttarstefnu og reyndi á allan hátt að geðjast hernámsyfirvöld- unum; út á við voru Þjóðverjar tor- tryggðir. Aðstaða hans var erfið, en hann þóttist vita hvernig málin æxlast og miðaði stefnu sína við lengri tíma en almennt er algengt um stjórnmála- menn. Og hann reyndist öllum fram- sýnni. Hann fékk það sem hann vildi. Um margt minnir hann á Talleyrand, sem var í svipaðri aðstöðu á Vínarfund- inum, eftir Napóleonsstyrjaldirnar, og tókst með lagni að ná samningum, sem voru Frökkum mjög hentugir. Þó var hlutur Adenauers miklu erfiðari. Um 1950 var ástandið orðið slíkt að falazt var eftir þýzkum styrk í hern- aðarblökk Vesturveldanna. Adenauer studdi ráðagerðir Vesturveldanna um endurvopnun Þýzkalands. Hann ætlaðist til að þetta myndi leiða til samevrópskra hersveita til varnar hættunni að austan; þetta strandaði þó á andspyrnu Frakka í þetta skipti. Þetta er framkvæmt 1954, þýzkur her skipast þá undir merki At- lantshafsbandalagsins. Efnahagsmálin voru mál málanna á þessum valdatíma Adenauers, Þýzka- land var í rústum eftir stríðið, iðnaður inn lamaður og skortur mikill. Marshall aðstoðin bætti ástandið að mun og fjár- magn var fengið til uppbyggingar. Efna- hagslegt blómaskeið hefst á þessum ár- um í Þýzkalandi, og mátti þakka það mjög utanáðkomandi aðstoð og ekki síður iðni og vinnusemi landsmanna. Það undraði marga hve þessi viðreisn tók skamman tíma, aðstæður innan lands og utan höfðu sín áhrif á þetta, ástandið í Evrópu var ískyggilegt og Bandaríkja- menn voru farnir að líta á Þjóðverja sem sína öruggustu bandamenn í Ev- rópu. Sambúð Frakka og Þjóðverja stór- batnaði og á vissum sviðum var ríkjandi gagnkvæmur skilningur milli de Gaulles og Adenauers, skoðanir þeirra eru svip- aðar um margt, báðir hákaþólskir og heimanfylgja beggja er samevrópskur menningararfur. H ÖFUNDUR lýsir vel kosningum á þessum árum í Þýzkalandi, kosninga- baráttan var geysihörð og fylgi flokks Adenauers jókst stöðugt, þar til flokk- urinn náði hreinum meirihluta 1957, en slíkt hafði aldrei gerzt áður við frjálsar kosningar í Þýzkalandi. Afstaða Aden- auers til kommúnista var afdráttarlaus. og birtast þær skoðanir skýrt í þessu bindi ævisögunnar. Ýmsir andstæðingar Adenauers vilja nefna hann stríðsæs- ingamann og hálfgerðan diktator, en slíkt er fjarri öllum sanni, hann þekkir hrylling stríðsins og einnig eina þá við- bjóðslegustu tegund einræðis, sem menn þekkja, skoðanir hans byggjast á þeim siðferðiskenningum, sem mótaðar eru af kristinni trú. Þetta birtist víða í þessu bindi endurminninganna; hann veit hvað einræði merkir og hefur lagt sig allan fram um að slíkt fyrirkomulag kæmist ekki aftur á í ættlandi hans. Siðferðis- leg einstaklingshyggja er meginþáttur- inn í lífsskoðun hans. Hvernig honum hefur tekizt áð framkvæma þau verk, sem honum hafa verið falin, og hverjar afleiðingar þau munu hafa, um slíkt dæmir sagan, en honum tókst að móta stefnu Þýzkalands á þann hátt, sem hann vildi, á þessu tímabili sem minn- ingarnar fjalla um. Bókin er liðlega skrifuð og læsileg og ber mjög sterk per sónuleg einkenni höfundar; hann hefur örugglega skrifað hana sjálfur, en það er ekki alltaf hægt að segja um minn- ingar ýmissa nútíma stjórnmálamanna. Bókin er smekklega prentuð og vel til hennat vandað um band og annan frá- gang. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. að, ef hún bað, ef ihiún kraup á kné framimi fyrir guði sínum og bað: hinn dásamlegi kæmi til að fara um haná örmum? iVIaðurinn hefur fálmað í myrkr- inu eftir heitum kossum og dagar hans hafa mjakast hægt við engar óskir upp- fylitar, engar ástir, heldur giámu, eins og dagur Maríu sem vinnur og þrífst undir annarra þökum. Hún hefur séð gufu leggja af þvottum, af gluggum; við eidun skötu og vellíngs moraði gui-u um beila daga og vikur, kápum vettlíngum og treflum var sveipast áður en ferðir voru gerðar út í hrím og bylji að afla fábreyttra nauðþurfta, brúsa var leitað í gufunni og brúsar voru bornir út úr gufu í byl, og í lífinu var sárlega fundið til nálægðar slitsins, þreyta sö'kk ofan í brjóst mannsins og fyliti hann beyg, og í lífinu var fundið til bleytu, hugað að pínklum lyklum brúsum pott- um fötum, og kinda varð að leita í fjúki og hryðjum .... en María vildi ekki manninn! sem 'þó var eins og jólakvöld að blíðu og eigandi bifreiðar! Henni hefur senni- lega ekki fundist hann nógu góður fyrir sig! Henni hefur sennilega ekki fundist hann nógu góður fyrir sig! Henni hefur sennilega ekki fundist hann nógu góður fyrir sig! Henni hefur sennilega ekki fundist hún geta leyft honum að fara um sig elskandi kjúkum, af því að henni hefur ekki fundist hann vera sér sam- boðinn .... Eða á hún að fara til einbvers sem unir sér glaður með forlába ljómandi spángir um enni (líikt og stórbrotinn Óðinn) og leitar þess að laugast í flaumi geislanna sem brotna á enni hans við hlátra og dýrð? manns sem sýngur til að sjá tóna sína flúga eftir marg- 'litum geislastrengjum eða þrifur til þeirra sem slái hann skáldlega hljóm- strengi? einhvers sem elskar miklu geði? einhvers sem lifir lífi sínu við stórefldan fan-s og snýr sér með þjósti á glymjandi hælum, ávallt til í dansinn, og hlátrar kveði jafnan við í nálægð hans, fifls, sem á sér þó líf af gnægð og vill þig'gja af Maríu blóm og á sér há- stemmdan móð í limum og hlær af innri styrk, fús að verja hana með eggjárnum eða púðri fyrir háskasemdum heimsins? Vonandi er hún að sækja siífcan snill- íng heim .... Eða á hún, eins og venjulega um þetta leyti dags, að kaupa snúða, fara til skó- smiðs, kaupa mjólk eða skötu? Að sjálfsöigðu! Að sjálfsögðu! MOLD Svo máttug og mild og góð, ó, mold, — svo auðmjúk og hljóð — við fátæklingshreysið, hjá furstanna höllum fótum troðin af öllum. — Hverju barni jarðar þín brúna hönd beztu gjafir þó færir — blessar og nærir. Án þín væru hin sólglæstu Suðurlönd sorfin og nakin dauðaströnd — lífvana dagarnir Ijósir; þú elur við þín blökku brjóst bláar fjólur og angandi rósir. Brauðið á almúgans borði, veigin í vígðri skál, laufskrýddur hlynur, liljan hvíta: allt er runnið úr einu skauti — þræðirnir spunnir af þinni sál. Hin jarðneska Eden, sem óskin þráir, ylríkar, bjartar nætur — vorsins dýrlegi draumur — falið í þínum faðmi er — þar á það allt sínar rætur. Þegar líkaminn þreyttur þögull að hinztu sefur, mjúkustu hvílu moldin reiðir — mildasta friðinn gefur. Ingibjörg Þorgeirsdóttir, Reykjalundi. 1 ■ .1 . - ll 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. janúar 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.