Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Page 15
Svav&t Gests skrífar ■ .. ar um: •. . s % ■ V A ■ _ NYJAR STUTT rabfo urn vinsælustu plöturnar í USA, Bretlandi og víðar. Efsta lagið á vinsældarlist anum í USA er „Yesterday", sem Paul McCartney (einn af The Beatles) syngur. Lag- ið var gefið út á tveggja laga piötu í USA, en í Engiandi er það aðeins fáanlegt á stóru plöfunni með lögunum úr kvikmyndinni HEILP. Annað lagið í USA er „Treat her right“ með ameríska snögvaranum Roy Head. Þriðja lagið er „A lover's concert" með hljómsveitinni „Toys“. Síðan kemur nýtt lag með Rolling Stones, það heitir „Get off my cloud“ og hefur ekki verið gefið út á plötu enniþá. í Englandi er lagið „Tears" í efsta sæti. Það er sungið af vinsælum enskum gaman- leikara, sem heitir Ken Dodd. Þetta er lag fyrir full- orðna fólkið, sem sýnir, að ef það fær áhuga fyrir ein- hverju lagi, 'þá getur það svo sannarlega farið út og keypt sér plötu eins og unglingarn ir. f öðru sæti í Bretlandi er iagið „If you gotta go, go How“ með Manfred Mann, en þetta lag er eftir Bob Dylan. „Make it easy on yourself“ er í þriðja sæti, það er sungið af Walker- Brothers, sem eru amerískir þó að þeir starfi í Englandi og hafi orðið vinsælir þar. Sandie Shaw (Long live love), er með nýtt lag á hraðri uppleið. Það er þegar komið í 9. sæti á nokkrum vikum. Það heitir „Message understood“ og verður gam- an að fylgjast með því, hvort það nær sömu vinsældum og „Long live love“. Nýr flokkur sem heitir hinu af- káralega nafni „Hedgehopp- ers Anonymous" er með lag á hraðri leið upp vinsælda- listann. Það var í 2>8. sæti fyrir hálfum mánuði, en korhið í 16. sæti fyrir viku. í Noregi eru Rolling Ston- es í efsta sæti með „Satis- faction“, þar er „Help“ með Beatles í öðru sæti. Á ítalíu er sjaldan um annað að ræða en lög með ítölskum hljóm- sveitum og söngvurum. Tvær útgáfur eru þar reynd ar á vinsældalisfanum með grískum hljómsveitum, báð- með lagið „Zorba-dansinn“ úr kvikmyndinni um Zorba hinn gríska. Þetta lag hefur notið mikilla vinsælda í Evrópu í sumar og þessi gríski dans náð mikilli út- breiðslu. essg. Manfred Mann Falazt eftir láni Hví ert þú, lánsmaðurinn mikli, að leita þér að láni? Þú sem átt ellefu börn og gengur breiðgötu hins fagra lífs, með f jölgun mannkynsins í blóðinu---- Ekki mátt þú sólunda orku þinni í eltingaleik við okrara. Þeir ættu að leita sér láns —-hjá þér. þg. Fundarhald Það var veglegur fundur — í víðfrægu félagi — í gær. Þar voru þarflausar tillögur fram bornar af þarf lausum mönnum. Þetta er staðreynd! staðhæfði einn hinna Þarflausu — og það var klappað ákaflega. Þ- g- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 35. tbL 1985

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.