Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 2
S VIP MVND > Ifebrúar 1962 birtist hér í Lcsbúkinni svipinynd af U Thant, en þá var hann nýsettur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð anna- llann var settur framkvæmda stjóri í nóvember 1961, en skipaður ári síðar, í nóvember 1962. Nú, þeg- ar hann hefur gegnt þessu mikil- væga embætti í fjögur ár og á eftir að gegna því í tvö ár til viðbótar, þykir hlýða að gera nokkra grein fyrir manninum og störfum hans við S.Þ., ekki sízt á þessum tíma- mótum í sögu samtakanna, en þau urðu tuttugu ára síðastliðinn sunnu dag, 24. október. Adlai Stevenson kallaði framkvæmda- stjórastöðu S.Þ. mikilvægustu stöðu í heimi. Fyrsti framkvæmdastjórinn, Trygve Lie, kallaði stöðuna hina erfið- ustu í heimi. Hyort tveggja er enn sann- ara nú eftir fyrstu tuttugu ár S.Þ. en það var í upphafi, ekki sízt síðan Dag Hammarskjöld, annar framkvæmda- stjórinn, efl.di þátt persónulegrar stjórn- kænsku. í hlutverki framkvæmdastjór- ans,. U Thant, þessi 56 ára gamli diplómat frá Birma, hefur gegnt þessu örðuga starfi í næstum fjögur ár. Starfið reynir mjög á líkamlega hreysti framkvæmda- stjórans, og að því leyti hefur U Thant staðið sig tiltölulega vel. Að vísu héfur hann fengið magasár á þessum fjórum árum, en hann lætur það ekki standa í vegi fyrir þvi, að hann reyki án af- láts biksvarta, birmanska smávindla og ameríska „cigarillos“. Einnig lætur hann það annað veifið eftir sér að bragða áfengi, en þá alltaf sömu drykkjarteg- und. Það er Daiquiri-kokkteill • bland- aður krapa. Fidel Castro vandi U Thant á þennan drykk árið 1962, þegar Kúbu- deilan stóð sem hæst. U Thant var lítt þekktur utan heimalands síns, Birma, þegar Hammar- skjöld beið bana árið 1961. Þá var hann sendiherra Birma við S.Þ. Hann var kosinn sem eins konar bráðabirgða- framkvæmdastjóri S.Þ. til eins árs, og var kosning hans mótleikur þeirra, sem vildu veg S.Þ. sem mestan, gegn áróðri Krústjoffs fyrir því, að framkvæmda- stjórar S.Þ. yrðu þrír. Samkvæmt þrí- eykishugmynd Krústjoffs (,,troika“) átti að beita þremur mönnum fyrir vagn Sameinuðu þjóðanna, einum frá komm- únistaríkjunum, einum frá vestrænum ríkjum og hinum þriðja frá „hlutlausu“ ríkjunum. Þegar kjörtímabil U Thants rann út að ári liðnu, var hann einróma kjörinn framkvæmdastjóri til næstu fimm ára. Ekki er auðvelt að skýra, hvernig U Thant tókst að vinna traust allra hinna deilugjörnu fulltrúa á þingi Sam- eínuðu þjóðanna á sama tíma og við lá, að samtökin klofnuðu eða legðust niður vegna innbyrðis deilna. Hann var upphaflega skólastjóri, og samlandar hans og vinir ávarpa hann enn með titlinum „saja“, sem merkir „kennari“. Yfirkennari við skóla U Thants var U Nu, síðar forsætisráðherra Birma. Þeir urðu mjög nánir vinir, og lengi mátti segja, að U Thant væri hægri hönd U Nus í sjálfstæðisbaráttunni. Sagt er í Birma, að vinátta þeirra hafi fengið órjúfandi innsigli, þegar skólastjórinn aðstoðaði yfirkennarann við að strjúka með dóttur skólanefndarformannsins, en U Nu hefur ávallt þótt feiminn maður. U Thant er talinn pólitískur lærisveinn U Nus (sá fyrmefndi er fæddur 1909, en hinn siðarnefndi 1907), en meðan U Nu var forsætisráðherra, kallaði hann sig „lýðræðislegan sósíalista“, hvað sem það getur nú þýtt. Við fyrstu sýn virðist U Thant vera sönn ímynd hins geðprúða, mildilega og íhugula búddatrúarmanns, að velsniðn- um og klæðskerasaumuðum fötunum undanskildum. Hann er sléttleitur og sléttfelldur, feitlaginn á vöxt og kringlu- leitur í andliti, fölur eins og fínlegt fíla- bein í framan. Bak við lærdómsleg gler- augu glóir í gáfuleg og austræn augu. Munninum hefur verið líkt við blóm- hnapp; varirnar þykkar og kjötmiklar og drættirnir kringum munninn mjúkir. Við kynni af manninum komast menn samt fljótt að raun um það, — einkum þegar þeir heyra ráman og lágværan málróminn, að helztu einkenni skap- gerðar hans eru heilbrigð skynsemi og innri kraftur. Hann getur notað sterk orð, ef honum finnst þeirra þörf. E ngu er líkara en Hammarskjöld og U Thant hafi snúið við fyrri hug- myndum manna um hinn dæmigerða Vesturlandabúa og hinn dæmigerða Austurlandamann. Hammarskjöld virtist beinlínis njóta þess að verá óræður, ó- rannsakanlegur og dularfullur, en U Thant er blátt áfram, gagnorður, hrein- skilinn og heldur sér við staðreyndir. Hammarskjöld var innhverfur að eðlis- fari, skapgerð hans flókin og sálarlíf hans torrætt. Mönnum fannst hann fjarlægur, og stundum var eins og hann lifði hátt yfir aðra hafinn í sérstökum heimi, sem öðrum þýddi ekki að reyna að skilja, U Thant er óbrotinn, vin- gjarnlegur og hæverskur. Samanborið við hina fíngerðu taugaspennu, sem setti mark sitt á viðmót Hammarskjölds, verkar Thant að vissu leyti hrjúfur í viðmóti. Hann er því ekki eins viðkvæm- ur og Hammarskjöld og mun léttara yfir honum. Sagt hefur verið með skáldlegu orð- bragði, að Hammarskjöld hafi verið maður hins kalda og hreina elds, en U Thant sé jarðbundinn. Hammarskjöld gat verið óþægilega langorður, þegar hann var að leiða mönnum fyrir sjónir, að hann væri gersamlega óhlutdrægur, er um alþjóðleg deilumál var fjallað. Hann átti það til að tala í gátum og líkingum eins og Sibylla eða Gestum- blindi í höllu Heiðreks konungs í Reið- gotalandi. Hann hélt svo að segja aldrei fram umdeilanlegum skoðunum á opin- berum vettvangi, nema þegar hann var að verja það, sem hann áleit grundvall- aratriði Sameinuðu þjóðanna eða em- bætti sitt. U Thant viðrar skoðanir sín- ar hins vegar ófeiminn frammi fyrir þingheimi og klípur hvergi utan af hlut- unum, þegar honum finnst tæpitunga ekki eiga við. Þegar hann tók við emb- ætti, sagðist hann mundu verða „óhlutdrægur, en ekki endilega hlutlaus. Friður vinnst ekki með óvirku hlut- leysi. Slík afstaða væri hið sama sem að hætta baráttu fyrir friði“. — Hann hefur staðið við þessi orð sín. A síðustu árum hefur hann gagn- rýnt öll stórveldin og alla valdahópa innan S.Þ. Þótt gagnrýni hans hafi stundum verið mjög hvöss, hefur hún ekki skilið eftir ógræðanleg sár hjá neinum, nema e.t.v. hjá Tsjombe, en fyrstu stjórn hans í Katanga kallaði U Thant eitt sinn „samsafn fífla einna“. Ein fyrsta deilan, sem hann lenti í, var við Sovétstjórnina. Hann var í heim- sókn í Moskvu, þegar hann ásakaðl sovézku stjórnina fyrir það að leyfa ekki ritfrelsi í Sovétríkjunum. Eftirlit hennar með allri útgáfu blaða, bóka og tíma- rita hefði valdið því, að þjóðir Sovét- ríkjanna gætu ekki fengið að kynnast sannleikanum um Kongómálið. Hinir sovézku gestgjafar urðu mjög móðgað- ir, en áttu óhægt um vik með að and- mæla honum. Hann hefur gert Bandarikjamönnum gramt í geðí oftar en einu sinni, ekki sízt vegna atburða í Dominikanska lýð- veldinu og Vietnam. Einu sinni gerði hann de Gaulle ævareiðan með því að gagnrýna harðlega en rólega stefnu Frakka í kjarnorkumálum. Gaf hann i skyn, að de Gaulle stofnaði sinni kæru Evrópu í stórfellda hættu með aðgerð- um sínum. Kjarnorkusprengingu Kín- verja kallaði hann „hörmulegan" við- burð. Meðan Ben Bella var við völd, bað U Thant alsírska þjóðþingið að líta á kynþáttastefnu sem sjúkdóm, en e^ki sem „tylliástæðu til hefndar- og ofbeld- isverka“. Hammarskjöld hefur gert eftir- manni sínum auðveldara fyrir, með því að iáta fulltrúa á þingi S.Þ. vcnjast því, að framkvæmdastjórinn beiti stjórn- kænsku og diplómatískrj lagni við lausn hvers konar vandamála. Hann sá fyrir hættuna af því, að Sameinuðu þjóðirnar kæmust í sjálfheldu vegna deilna Banda- ríkjamanna og Sovétstjórnarinnar, og því beitti hann áhrifum sínum og valdi til hins ýtrasta í því skyni að draga úr kalda stríðinu. Útbreiðsla kalda stríðs- ins og byltingar og styrjaldir í fyrrver- andí nýlenduríkjum voru í hans augum mesta hættan fyrir heimsfriðinn og fram tíð S.Þ. Með aðgerðum sínum gerði hann sjálfan sig óvinsælan meðal margra og stofnaði bæði embætti sínu og stofn- skrá S.Þ. í hættu. Eitt helzta viðfangsefni U Thants hef- ur verið að tryggja óg treyst'a þann grundvöll, sem Hammarskjöld byggði framkvæmdastjórastöðuna á, en reyna um leið að draga úr áhættunni, sem felst í beinum afskiptum framkvæmdastjór- ans, Hann hefur orðið að leysa margvís- leg vandamál, sem spretta áf skilningi Hammarskjölds og hans sjálfs á embætt- inu, og í heild má segja, að honum hafi vel tekizt. Samkomulag Sovétstjórnar- innar og Bandaríkjastjórnar ásamt deil- um Rússa og Kínverja hefur orðið tiil þess að efla friðargæzluhlutverk Örygg- isráðsins. Þó á það enn langt í land, að Öryggisráðið geti gegnt hlutverki sínu, eins og stofnskráin ætlast til, og starf- semi Allsherjanþingsins lamast oft vegna fiokkadrátta hinna nýju ríkja í Afríku og Asíu. Þrátt fyrir allar tilraunir U Thants, hefur virðing manna fyrir S.Þ. farið dvínandi á síðasta ári. Deilan um Jemen er enn óleyst, og Kasmír-þrætan virðist enn jafn óleysanleg. U Thant hefur tekið að erfðum mörg örðug vandamál frá tímum Hammar- skjölds, án þess að hafa vald til þess að geta leyst þau. Arið 1962 var honum tekinn vari fýrir þvi að blanda sér um of í Kúbu- deiluna. Engu að síður fór hann til Framhald á bls. 7. Framkv.stJ.: Sigfus Jónsson. Ritstjórar: Sígurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sfmi 22480. Utgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavlk. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐ3INS 35. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.