Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 8
Þar sem gulleplið í dðkku laufi hlær... (45 ára gömul ferðasaga) Eftir Valdimar Halldórsson á Kálfaströnd Eg var ekki ánægður að þurfa að yfirgefa Miinchen svo fljótt. Það var það minnsta að dvelja þar mánuð. Það fór líka ekkert illa um okkur á Hótel Deutscher Hof (Þýzka höllin) við freyð- andi Rínarvinsskálar. Mig furðar á því, að landar, sem á annað borð fara út fyrir pollinn, skuli ekki gægjast ofur- lítið lengra suður á bóginn en til Hafnar. Það myndi þó áreiðanlega borga sig vel. Það má margt af Þjóðverjum læra. Þrátt fyrir allt, er á hefur dunið í Þýzka- landi, er eins og lífið gangi þar sinn vanagang nú. Annað er ekki að sjá í fljótu bragði. Þó eru þar miklir örðug- ieikar fyrir ferðamanninn vegna hins stranga eftirlits, bæöi með vega- bréf 'og farangur. í Kúfstein í Austur- ríki stanzaði lestin í sex tima. Það er smá borg. Þar hef ég étið dýrastan máls- verð. Hann kostaði-150 kr. og tvær flösk- ur Rínarvín á 300 kr. Þar lá vel á fólk- inu, þó fátækt sé nóg. Allar búðir fullar af víni og Bacchus ósleitilega tignaður! Þar var nú gott að vera. N 1" æsti viðkomustaður er Brenner. Þá er Ítalía að nálgast. Þá er iestin kom- in inn í Alpana, sem ég hafði svo lengi ihlakkað til að sjá. Ég var að óska þess alla leiðina, að veðrið yrði gott, þegar lestin færi um Alpana. Sú ósk gat ekki rætzt betur, því sólin var að brenna þokuna af fjallatindunum með fyrstu morgungeislunum, þegar kom inn í aðalhálendið. Það var dýrleg sjón. Ég gleymi því aldrei. Endalausar keðjur eða raðir af fjöllum eða fjallgörðum, þar sem einn tindurinn gnæfði öðrum hærra með risajöklum reifðum blítt í rósrauð aftanský — aðrir lægri, þaktir greni og furuskóg upp á há-tind. Og svo þessir geysilöngu dalir á milli, þaktir alls konar gróðri. Allt er svo stórfeng- lega hrikalega tröllaukið. Eimlestin brunar áfram á barmi flug- hárra bjarga. Stundum skellur hún inn í koldimm göng. En þegar út kemur, er nýtt landslag komið í sýn. Alltaf ein mynd annarri stórkostiegri. Það eru eitthvað sex göng á þessari leið í gegn- um Brenniskarð, en engin þeirra löng. Þegar kemur suður í Alpana suður úr skarðiRU, fer að verða byggð upp um allar hlíðarnar alveg upp á hátinda. Það er einkennilegt að sjá þessar hvítu stjörnur uppi á hátindinum. Þarna er líka allt ræktað, akrar upp um allar brekk- urnar, sem líta út eins og stigi, því það er einn stallurinn upp af öðrum, allt alsett hælum til að halda plöntunum við, sem reknir eru niður í moldina. ar voru víða stórfín hótel. Ég man eftir tveim afarglæsilegum með þrem svölum. Ég var að hugsa um, að það hefði verið gerandi að dvelja þar sumartíma, enda er það víst notað af ríka fólkinu að dveljast í Ölpunum á sumrin. Mér datt í hug orð Heines, sem eru ágæt lýsing á Ölpunum: Q LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Upp ég flýti mér til fjalla, falslaus þar sem býlin standa, faðmur þar sem frjáls sig þenur, frjálsir þar sem vindar anda. Upp til fjalla geng ég glaður, grenið þar sem stendur dökkva, lækir buna, ljóða fuglar, loftið renna skýjamökkvar. Geng ég milli grenitrjáa, glettnum hlýði lækjarnið. Sé þar hjörtinn hreykinn spranga. Heyri ljúfan þrastaklið. Upp til fjalla för ég hraða, fer um snarbrött klettarið, þar sem háar hallarústir heiðum morgni blasa við. . Stundarkorn ég hvíli hljóður huga þar um liðna tíð. Eitt sinn þar í háum höllum, hornslátt við og vopnafans, riddarar og ríkar meyjar rösklega stigu fagran dans. Þar er stórfengiegt að sjá rústir riddarakastalanna uppi á hátindun- um. Þar hefur verið vígi gott, enda var það ekki lakara á þeim árum. ANNAR HLUTI IVæsti viðkomustaður er Rósen- burg (?). Þá er komið ofan í einn af hinum fallegu og frjósömu dölum, sem liggja upp í Alpana að sunnan og aust- an. Hann er afar breiður sums staðar, allur ræktaður og stórar borgir hér og þar að sunnanverðu í dalnum. Neðar lok- ast hann nær alveg af flugháum björg- um. Á rennur eftir dalnum, fremur lít- il þó, en víða standa fallegar hríslur og blóm á bökkunum, því hér er suð- ræni gróðurinn að byrja. Hér eru hrika- leg fjöll til beggja hliða og flugabjörg- in skjálfa af vatnadyn. Neðar með Elz- landsdalnum(?) sést tindurinn Sant Vario og tveir kastalar, sem Napoleon lét reisa. Hans menjar sjást víða. Þá er Trient næsti viðkomustaður, líka í dalnum. Þá Veróna, sem er allstór borg og liggur á undurfögrum stað sunnan og austan í Ölpunum. Hún er byggð eins og borgir eiga að vera byggðar. Húsin standa strjált og garðar á milli, þar sem allt mögulegt er ræktað. Frá Verona fór ég kl. 1.30. Þá var sólskin. Þá fór lestin ofan í Pódalinn rennisléttan. Pó- sléttan er bezt ræktaða landið í Ítalíu. Mílu eftir mílu er allt landið tómir maís og hveitiakrar, allt skipt niður í á að gizka 8 faðma breið belti en afarlöng. Mílli akranna er svo plantað mórberja- trjám, sem silkiormurinn lifir á, en milli etofnanna vefur sig vínviðurinn frá stofní til stofns. Akrarnir eru algrænir og allhátt gras komið, svo það hefði vel mátt fara að bera þar niður. Sunnar eru víða fagurgulir sinnepsakrar með hnéháu grasi. Næsti viðkomustaður eru Bologna. Þá er komið yfir dalinn og landið ekki eins létt, og þá Florenz. Þá er komið í fjalllendið aftur og þar verð- um við að koma við sem snöggvast seinna. Nú vil ég hraða ferðinni sem mest til Rómaborgar. Þangað var henni aðallega heittð. Allar leiðir liggja til Rómar. Þangað sækja listamennirnir og skáld- in. Ég hafði heyrt sagt, að það væru afarmargar fallegar stúlkur í Róm. Því skrapp ég nú þetta, aðallega að gamni mínu, enda var það orð að sönnu. „Á sjö fjöllum háum hún til himins lyftir veggjum“, segir Sigurður Breiðfjörð. Nú eiginlega eru það ekki fjöll, en svona dálitlar öldur. Svo þegar maður stendur í há- turni Péturskirkjunnar sér vel út yfir alla borgina og vestur á haf. Kúpullinn er 127 m á hæð og turninn nokkru hærri eða 139 m. Það er líklega rétt að segja þá nokkur orð um Péturskirkjuna í þessu sambandi, þessa messu kirkju kristninn- ar. Fyrir framan hana er stórt, autt svæði eins og ellipsá eða sporaskja í laginu. Á því miðju stendur 84 feta hár „óbejiski“, sem var fluttur austan frá Heliopólís af Caligúla. Á honum er hinn raunverulegi kross Krists, segja Róm- verjar. Alllangt frá honum til beggja hliða standa gosbrunnar, 45 feta háir. Nær kirkjunni eru þrír gangar, sem gerðir eru af 284 súlum og 88 stólpum. Þá kemur fordyrið, sem allt er með llogagylltum, úthöggnum og skornum myndum í loftinu, og loks aðalkirkjan, átján þúsund feryards að flatarmáli á gólfi eða nálega helmingi stærri en St. Páls kirkjan í London (9450 yard). Dómkirkjan í Mílano er 14 þúsund. A kþrkjunni eru 4 dyr, ein er þó aðeins opnuð 25. hvert ár, sem er há- tíðaár. Framan við þær er líka mynda- stytta af Constantín mikla, sem fyrst lét reisa Péturskirkjuna á gröf Péturs. Hann var keisari 306 e. Kr. og varð þá aðalbjargvættur kristnu trúarinnar, sem látlaust hafði verið ofsótt frá því á dög- um Nerós. Samt var hann ekki krist- inn þá, en á einni herferð sinni sá hann krossmark á himni, sem á var letrað: „Með þessu skaltu sigur vinna.“ Eftir það hafði hann krossmark á gunnfána sínum og var sigursæll og gaf öllum þegnum sínum trúfrelsi. Síðar byggði hann Constantínopel, það eilífa þrætu- epli. Til vinstri við aðalinnganginn í Pét- urskirkjuna er standmynd af Karla- Magnúsi keisara Frakka, krýndur árið 800 í Péturskirkjunni og margir fleiri keisarar síðar. Við fjórðu súlu að fram- an er bronslíkneski af Pétri síðan frá 5. öld segja sumir, en sumir frá 13. öld. Aliir eiga að kyssa á tána á karli, til að verða ekki fyrir reiði hans líklega. Þá opnar hánn líklega frekar hlið himna- ríkis, ef honum er sýnd virðing hér, þegar þangað kemur. Fóturinn er hálf- slitinn og þó er víst búið að setja nýjan. Mörg er nú heimskan. Ótal önnur minnismerki eru þar, svo sem af Kristi, postulunum og páfunum og píslarvottum og svo útskornar heilar sögur úr biblíunni á súlur og veggi. Thorvaldsen á þar og minnismerki af Piusi 7. Eitt altarið heitir M.A. altarið. Það er allt verk Michel-Angelos. í miðri kirkju er gröf Péturs. Á henni standa sjö ljósastjakar, ekki alllitlir, úr skíra gulli. Þar inn af er háaltari páf- ans, sem er eins og þriggja hæða hús á hæð. Fram af því er skriftastóllinn með marmarahandriði með 89 lömpum, sem stöðugt logar á. Neðan við hjálm- inn eru tvær svalir upp í. Það eru um 100 faðmar í kring. Hjálmurinn er allur með mósaik-málverkum, sem vandiega er gáð, að enginn steli. Þar eru málaðar myndir guðspjallamann- anna og postulanna og svo englamynd- ir ofar, en guð faðir efst. Öllu er þessu dásamlega fyrir komið, enda átti M.A. mestan og beztan þátt í að leggja síð- ustu hönd á þetta meistaraverk, sem Péturskirkjan er. Þó var Bernini talinn síðasti smiðurinn 1624. Það var í tíð Urbans 8. páfa, 13 öldum eftir að grunn- urinn var lagður. Það hafa víst verið mörg handtök og mikið fé þurft. Leo 10. var víst drýgstur að safna fénu með syndakvittunarbréfunum alkunnu. Það er mælt, að hún hafi kostað 10 millj. sterlingspunda (í þág. pen.) Ég var nærri þrjár stundir að skoða hana og þó ekki búinn til fulls. Þar var það mesta gull- skraut, sem ég hef augum litið. Mest voru það verk gullsmiðsins og meistar- ans Benvenuto Cellini. Þar voru bik- arar, kaleikar, ljósastjakar, krossar, allir úr skiru gulli og settir gimsteinum og rúbínum. Þar voru líka tignarklæði páf- anna, öll gullsaumuð og skreytt á alla lund. Nærri hafði ég mest gaman af að koma upp í turninn. Það voru 700 tröpp- ur upp að ganga, en það borgaði sig vel, því þar var gott útsýni. Á þakinu var blómagarður. Það litla, sem ég hef nú sagt, gefur ofurlitla hugmynd um kirkjuna, þó það sé hvergi tæmandL I -Róm eru 400 kirkjur, sem allar eru fullar af dýrustu listaverkum, meira og minna, höggmyndum of út- skurði, freskó og málverkum. Á gólf- inu aúk heldur annars staðar eru mynd- ir. Þær eru margar miklu skrautlegri en Péturskirkjan, t.d. Jesúítakirkjan. Hún er jafnvel enn skreyttarL í einni helgri kapellu var líkneski af Jesúbarn- inu. Mér varð bara bilt við, þegar þetta kom fram á hjólum eins og lif- andi. Auðvitað sér varla í það fyrir skarti, sem er búið að hengja á það, gulli og gersemum, hringum, úrum; allt sett gimsteinum. Það er sjálfsagt margra milljóna virði, sem er búið að gefa því fyrir sálu sinni, og það er nú sjálfsagt ekki bráðónýtt. En enginn veit. Enginn veit nema trúin geti flutt fjöllin bókstaflega. Það eitt er víst, að hún er skapandi máttur. Allar kaþólskar kirkjur standa opnar alla daga. Þangað streymir fólkið alltaf og biðst fyrir. Það tilbiður ekki guð allt. Það hefur hvert sinn dýrling. Margt til- biður Maríu mey, einkum konurnar, margir Krist, sumir helga menn. Get- um við nú ekki hugsað okkur, að him- inninn sé nálægari á þessum stöðum en annars staðar? í þessum kirkjum er beð- izt fyrir dag eftir dag, ár eftir ár, öld eftir öld. Vísindi vorra tíma segja, að hugsunin sé máttur, máske sterkasta aflið sem til er. Bæríin er þá líka mátt- ur. Ég held, að enginn, sem nokkuð hugsar, geti gengið svo um þessa staði, að hann verði ekki snortinn. Það er eins og umhverfið, loftið, sé hér þrungið af einhverju ósýnilegu, sem við ekki skiljum. Ég sá herbergi postulanna Páls og Pét- urs, þar sem þeir voru í fangelsi í níu mánuði síðast og voru líflátnir þar. Þeir voru þar hlekkjaðir við steinsúlu, sem stendur við vegginn enn. Þetta er stein- klefi langt niðri í jörðinni undir einni kirkjunni, svo sem þrjár al. á hæð. Þar er lind í gólfinu, sem þeir skírðu úr, því þeir kristnuðu þar fangavörð- inn og söfnuðinn. Lindin er álitin krafta- verk. Aðeins lítið gat er á loftinu. Þar rétt við eru fimm steinklefar, sem þeir kenndu í Páll og Markús guðspjalla- maður. Þar skrifuðu þeir líka bréfin. Þessar byggingar líta út fyrir að vera afar gamlar. Þær eru byggðar úr rauð- leitum flögusteinum með lofthvelfingu, úr grjóti líka. Það er líklega bezt að taka söfnin næst. Þar get ég verið stuttorður. Ann- að þýðir ekki. Þá er það Vatikanið fyrst eða höll páfans með 1100 her- bergjum. Hann gæti nú víst lánað hús, sá karl. Auðvitað er nú mesta bölvað skran af höggmyndum og málverkum þar inni, svo það tekur nú sitt pláss. Þar eru jafnvel múmíur austan frá Egyptalandi, hvað þá annað. Það er nú 35. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.