Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 7
 Mynd E: Hús Haída-höfðiingja. (Eftirlíking í American Musenm of Natural History í New York). dýrið. Gríma með arnarnefi er öm. Mynd E er eftiriíking af höfðingjahúsi Haída-Indíána, þar sem þrir svokailað- ir „trúarstólpar“ em á framhlið. Við ejáum ef til vill aðeins aragrúa af éfrýnilegum andlitsgrímum, en í augum tiinna innfæddu er stólpinn þjóðsaga í myndum.Okkur kann að finnast þjóð- sagan klaufaleg og ósamstæð, eins og myndirnar, en við verðum að hætta að undrast þótt frumstæðir menn hugsi öðruvísi en við. Þjóðsagan fer hér á eítir. í borginni Gwaís Kun var eitt sinn ungur maður, sem haíði þann sið að lit'gja í rúminu allan daginn, unz tengda- móðir hans íór að gera sinar athuga- eemdir við háttalag hans. Hánn ekammaðist sín, fór á stjá og ákvað að drepa ófreskju sem hélt sig í vatni nokkru og lifði á því að eta menn og Ihvali. Fagur íugl hjálpaði honum til eð búa til gildru úr trjáviði, þar sem tvö ■börn dingkuðu sem agn. Skrímslið gekk 1 gildruna og ungi maðurinn skreið inn í ham þess og veiddi þaðan fiska, sem hann síðan lagði reglulega við húsdyr hinnar eríiðu tengdamóður sinnar. Hún varð svo upp með sér af hinum óvæntu gjöfum, að hún áleit sig vera stórkost- lega galdranorn. Loks þegar ungi mað- urinn upplýsti hana um hið sanna beið hún bana af skömm. Öllum þátttakendum sorgarleiksins er komið fyrir á miðstólpanum; gríman íyrir neðan inngangsopið er af öllum Iþeim hvölum, sem ófreskjan var vön að eta. Stóra gríman fyrir oían inngangs- opið er aí ófreskjunni. Fyrir ofan hana er hin óhamingjusama tengdamóðir. Neí gríman fyrir oían hana er af fuglinum, sem hjálpaði hetjunni Hetjan sjálf er þar fyrir ofan, iklædd ham ófreskjunn- er og með fisk, sem hann hefur veitt. Fyrir ofan harm eru myndir af börn- unum, sem hann notaði fyrir agn. Okk- ur finnst ef til vill, að slík vinna sé háð tilviJjunarkenndum hugmyndum, en í augum þeirra, sem unnu verkið, var um fuJJkomna alvöru að ræða. Það tók mörg ár að höggva út hina háu- stólpa «neð frumstæðum áhöldum þeirra tíma, og stundum tóku allir karlmenn við- komandi borgar þátt í verkinu sem unn- ið var í þeim tilgangi að skreyta og heiðra hús einhvers mikils höfðingja. Án skýringa erum við sjálfsagt ekki þess megnug að skilja tilgang þessara verka, sem menn hafa Jagt svo mikla alúð og vinnu í, og þannig er það yfir- leitt með frumstæða Jist, en þó að eng- in útskýring sé fyrir hendi, þá komum við þrátt fyrir allt auga á það, hvernig form náttúrunnar eru samstillt í eitt heilsteypt, fulJkomið mynstur. (Eggert E. Laxdal þýddi úr dönsku). SVIPMYND Framhald af bls. 2. Havana, til þess að reyna að hafa álrrif á Castro, og um leið gerði hann allt, sem í hans valdi stóð, til þess að sam- bandið milli Kennedys og Knústjoffs rofnaði ekki. Fyrir þetta hlaut hann virðingu beggja deiluaðila. Bóðir Jærðu að meta einurð hans og skörulega framgöngu. Hann £erir sér þá staðreynd fuJlkom- lega Jjósa (þótt honum þyki hún að öll- um likindum óskemmtileg), að stórveld- in geta sín á miJli ráðið ölJu um S.Þ., og honum verða aldrei þau mistök á að gieyma þessari staðreynd. Þótt hann taki jsfnan svari smálþjóða, er hann samt fjjótur að minna þær á, hve aðstaða þeirra getur verið gersamlega vonJaus undir vissum kringumstæðum. Hann minnir þær á að rugla ekki saman fjölda þeirra innan S.Þ. og hinu raunverulega vaidi þeirra í veröldinni. Vegna þess að hann er sjálíur fuJJtrúi einnar af hinum gulu, brúnu og svörtu smáþjóðum, taka þær meira mark á orðum hans en Hammarskjölds. U Thant hefur í þjónustu sinni flesta af nánustu ráðgjöfum fyrirrennara síns. Mú þar sérstakiega neína Ralph Bunche, Brian Urquhart og Rikhe, hinn ind- verska ráðgjafa í hernaðarlegum mál- efnum. Hann notíærir sér þjónustu þejrra á aJJt annan hátt en Hammar- skjöld, sem myndaði eins konar „innri efcjórn“ S.Þ. úr þeim og hélt með þeim fundi daglangt og náttlangt, þegar ein- hvern vanda bar að höndum. U Thant lætur sér nægja að ráðfæra sig við þá, meðan sól er enn á lofti, og hann er sialdan að finna í skrifstofu sinni eítir klukkan hálfniu á kvöldin. Þegar taka þarf mikilvæga ákvörðun, gerir hann það sjáifur upp á eigin spýtur. Þá er hann ekkert að flýta sér, kemur rólega fiam og virðist ekki þjást tiltakanJega af nagandi, innri efasamdum, eins og Hammarekjöld. Hann fer á fætur klukkan sex að morgni og biðst fyrir í litlum Búddista- beJgidómi í binu þægi.lega húsi sinu í Riverdale, sem er ein af úlborgum New York, þar sem efnaðir miðstéttarmenn búa. Síðan ver hann kJukkutíma til hug- leiðinga í einveru og algerri ró, og því næst syndir hann nokkra stund í einka- sundlaug sinni, ef veður Jeyfir. Þá fær hann sér kaffisopa með fjölskyldu sinni. Hann á tvö uppkomin börn, gifta dóttur og son, sem hæði hafa numið við laanda- ríska háskóla. Kona hans er nær alger öryrki. Að Jokum ekur hann inn í borg- ina með bílstjóra sinum, sem jafnframt er Jífvörður hans, og les blöðin á leið- inni. Hann les ákaflega mörg blöð og timarit; einkum fylgist bann vel með því, sem ensku vikuritin segja, svo sem „Economist" og „Observer". U Thant hefur ákveðnar hug- myndir um hlutverk S.Þ. og það, sem verður að ganga fyrir öðru í þróun heimsmálanna. Tvennt hugsar hann mest um: hvernig hindra megi írekari útbreiðsJu kjarnorkuvopna, og hvernig aðstoða megi vanþróuð ríki. Hann er hiynntur aðild Kommúnista-Kína að S.Þ. og sagði við eitt tækifæri, að hann sæi fram á, að í framtiðinní yrðu fjög- ur stórveldi á jörðinni, Ameríka, Rúss- land, Kána og Evrópa. Ha.nn nefndi ekki, í hve náinni framtið þetta yrði, og athygJisvert er, að hann notar orðin Amerika og Rússiand, en ekki Banda- ríkin og Sovétríkin, eins og hann búist við enn öflugri bandaríkjum í Vestur- heimi (e.t.v. rikjasamsteypu Bandaríkj- anna, Kanada, Mexikó og fleiri rikja), og uppiausn Sovétríkjanna í nokkur þjóðriki, þar sem RússJand yrði að sjálf- sögðu JangöfJugast. Sameining Evrópu fyrr eða síðar í einhvers konar rákja- bandalag virðist bonum sjáifsögð. Þann- ig verður að skýra þessi ummæli hans, því að hann er kunnur að vandvirkni og nákvæmni í orðavali og ruglar ekki saman orðum eins og RússJand og Sovét- rikin eða Ameríka og Bandaríkin eins og óvandvirkir blaðamenn og útvarpsfyrir- lesarar gera. Hann er andvígur stofnun íastahers S.Þ., en segir að framtíð S.Þ. sé undir Iþví komin, að samkomulag tak- ist meðal aJJra aðiidarríkja um virk- an friðargæzlusáttmála. Segja má að pereónuleiki U Thants sé ekki stórbrotinn, en í þessum órólega heimi má treysta þessum rólega, vest- ræna, „sósialistíska", lýðræðissinnaða og raunhæfa Búddista frá Birma til þess að leita að hagnýtri lausn heimsmálanna og til þess að tæita öllu valdi sínu til þess að íramfylgja þeirri Jausn, sem hon- um finnst heppilegusi hverju sinni. SMÁSAGAN Framhald af hls. 3 nu héJdum við ferðinni áfram jafnt og þétt og námum sjaldnar staðar til að kasta mæðinni. Þannig Jiðu um það bil tvær klukkustundir. Veðrið hélzt hið sama, og nú tók að rökkva. Ég hafði orð á því við Þorstein, að við mundum vera komnir hálfa Jeið yfir heiðina, en hann kvað það fjarri lagi. Kvaðst hann þekkja vörðuna sem væri á miðri beið- inni, og að henni væri drjúgur spölur ennþá, ef honum skjátiaðist ekki. Eirfk- ur kom til okkar í þessu og heyrði, hvað Þorsteinn sagði. — Ekki hálfnaðir ennþá, og færðin alltaf að versna, sagði hann og stundi. V ið svöruðum þessu engu. Eftir nokkra hvíld héldum við áfram ferð- inni Höfðum við ekki lengi gengið, er ég tók eftir þvi, að Eirikur þyngdist í taumi. Fannst mér þreytan gera furðt*- fljótt vart við sig hjá honum. Ekki hafði ég orð á því. Bylurinn hélzt hinn sami, en mér virt- ist veðurofsinn lara mjnnkandi. Frostið var hið sama. Það kom nú fyrir stölru sinnum að rofaði til stutta stund í einu. Var nú auðvelt að finna vörðurnar, enda skeikaði Þorsteini aidrei í því efni. Færðin gerðist æ þyngri fannst mér. Nú tók ég að finna til hungurs auk þreyt- unnar og minnti það mig á, að enginn okkar hafði matarbita með sér. Það var ekki venja að haía með sér nesti ekki lengri leið en þennan spotta yfir heið- ina. Loks koraum við að vörðu, sem var hærri en hinar. — Nú erum við hálfnaðir, sagði Þor- steinn og settist í skafiinn við vörðuna. — JLoksins, sagði Eiríkur, er hann kom að vörðunni. Hann fleygði sér niður við hlið okkar og blés þungan. Ég leit á úr mitt. Klukkan var noklcr- ar mínútur yfir sex. — Við megum þakka fyrir, ef við náum til bæja klukkan ellefu til tólf, sagði ég. — Það er ágætt, sagði Þorsteinn, hressilegum rómi. — Elíki Jízt mér á það, sagði Eiríkur. — Ég hélt að þú værir nú vanur að sjá svona veður hérna á heiðinni, sagði Þorsteinn. — Ég hef aldrei lent í svona mikilli ófærð, sagði Eirikur. Við hvíldum okkur þarna góða stund. Þó að veðrinu hefði slotað lítið eitt, var hávaðinn svo mikill að við urðum að taJa mjög háum rómi til að heyra hver til annars, þótt við sætum þarna hlið við hlið. — Nú hefði verið gott að hafa vænan hangikjötsbita til að narta í, sagði Þor- steinn. — Við höfum allir verið jafnófor- sjálir, sagði ég. — Ég heí aldrei verið vanur að hafa með mér nesti hérna yfir heiðina, svo að það er ekki von að manni detti slíkt í hug, sagði Þorsteinn. — Skyldi hann eklci lægja vindinn með kvöldinu? sagði ég. — Eg býst við að þetta veður haldist að minnsta kosti í sólarhring, sagði Þor- steinn. — Það má þakka íyrir, ef það verður ekki lengra. Andskotinn má vita nema það standi fleiri daga. Hann stóð á fætur. — Upp, upp, mínir menn! sagði hann í örvandi tón. Við risum á fætur og þrömmuðum af stað. að er fátt að segja af ferð okkar næstu tvær klukkustundirnar. Veðrið breyttist ekJd til batnaðar. Ófærðin breyttist að því Jeyti, að nú urðum við að brjótast gegnum skafla, sem tóku okkur í mitti, en á hæðum var snjórinn ekki nema í kálfa eða jaínvel í mjóa- legg. Auk ófærðarinnar áttum við meira að sækja á íótinn eftir því sem nær dró háheiðinni. AJlt í einu kom það íyrir, sem vakti í mér þann grun, að við ættum mikla erfiðleika í vændum. Við Þorsteinn urðum þess varir, báðir jafnsnemma, að snærið dróst laust eftir jörðinni. Eiríkur var ekki Jengur með í förinni. Við snerum við og æptum og öskruð- um sem við máttum út í veðursortann. Fundum við hann brátt þar sem hann sat hinn róiegasti í skafli og hvíldi sig. — Hvað á þetta að þýða? spurði Þor- Framhald á bls. 12. 35. tbl. 1965 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.