Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 11
Atriði úr leikritinu „Atvik í Vichy“ eftir Miller. !ns í þessu leikriti, aðeins einskonar athugasemd og hreint ekki meira. Ég get ekki hugsað mér sekt vera til, án þess að ranglætið komi þar einnig vi'ð sögu. Og ranglætið er eins og sjálfur dauðinn að því leyti sem það hefur í för með sér tvenna andstæða hagsmuni — sumir græða meira eða minna á því, aðrir dragast meira eða minna saman. Þeir sem græða, annaðhvort andlega eða veraldlega, reyna að jafna metin með sektinni og þunga hennar. Eitt „siðfer'ði- legt“ lóð er tekið til þess að þyngja hjarta siem annars yrði of létt og hugleiðir með óró sitt eigið tiltölulega freisi frá refsingu ranglætisins, sökina fyrir það að hafa sloppið. JS. leikriti mínu er hetjan sá maður, sem ber ekki almenna sök, heldur er hún allt í einu or'ðin greinilegt við- skiptaatriði: Hann sér, að hann hefur ekki fyrst og fremst verið andstæðing- ur nazismans, heldur sektargeymir fyrir grimmdaræði hans. Sem maður gæddur ríkii samúð méð öðrum mun hann lifa áfram, en við verði sem honum er um megn að greiða — gildi sinnar eigin sjálfsmyndar og stolts. Og þar læt ég staðar numið, því að ég veit ekki, hvers- vegna nokkur maður fórnar raunveru-' lega sjálfum sér — ekki fremur en hversvegna menn fremja sjálfsmorð. Skýringin á þessu verður ætíð hinu- megin grafar og jafnvel vafasamt, hvort hún er þar heldur. Ef piltarnir þrír, sem myrtir voru í Mississippi, gætu talað, mundu þeir raunverulega geta útskýrt, hversvegna þeir þurftu að deyja. Og það sem meira er: ef hver þeirra gæti skýrt fyrir okk- ur í ævisögu sinni tilgang sinn og opin- Berað leyndustu afkima sálarlífs síns, værum .við þá nokkru nær svarinu við þeirri spurningu, hversvegna við þörfn- umst mannfórna áður en sekt okkar getur or'ðið að ábyrgðartilfinningu? Er það _ ekki fjarstæða, að dauði þriggja ungra manna breyti nokkru, þegar hundruð hafa verið drepin án dóms og laga og lamin til dauða á undan þeim og tugþúsundir auðmýktar? Mismunurinn held ég liggi í þvi, a* þeir ásamt unga negranum Chaney voru ekki óumflýjanlega fórnarlömb Mississippi, heldur sjálfboðaliðar. Þeir höfðu breytt sektarkenndinni í ábyrgð- arkerind, og um leið opnuðu þeir leið- ina fyrir hugsjón, sem stökk yfir dý i'ðrunar og bjargarleysis. Og það er eng- in tilviljun, að fólkið í Mississippi neit- aði í fyrstunni að viðurkenna, að þeir hefðu veri'ð myrtir, því að það hefur gert það sem það hefur getað til þess að neita ábyrgðinni á „eðli“ negrans, sem það veitir föðurlega „vernd“, og í þessum þremur líkum var endur- greiðslan með vöxtum fyrir framlög þess til sektarinnar, sem er óvirk. X lok „Atviks í Vichy" réttir furstinn snögglega vegabréfið sitt Gyð- ingi, geðveikralækni sem tekur vi'ð því steinhissa, í lotningu og undrun, og gengur út í frelsið. Það frelsi verður hann að greiða me'ð sektinni fyrir að l'fa velgjörðamann sinn. Er hann „góð- ur“ maður fyrir að þiggja líf sitt á þenn- an hátt, éða er hann „vondur“? Það fer eftir því, hvað hann gerir við sekt sína fyrir að hafa lifað af. Hvað sem öðru lfður, réttir dauðinn okkur alltaf vegabréf, þegar hann tekur frá okkur ástvini okkar. Frá þessum viðskiptum við jörðina taka hinir eftir- lifandi alltaf við þessari ásökun þeirra sem eftir lifa; og méð þvi að gæla við það og neita á víxl tilveru þess í okkur endurvekjum við þó „einingu hugsunarinnar, hina siðgæðislegu for- sendu“, sem Broch talar um — í stuttu máli sagt, skuldina við þann sem fyrir ranglætinu verður, skuld okkar fyrir að fá að lifa. En það ver'ður nauðsynlegt að fara fleiri orðum um Þýzkaland í sambandi við þessa sekt. Ég get ekki lesið huga manna, auk heldur heillar þjóðar, en það má samt nokkúð ráða í gang hlut- anna. Fyrir um það bil ári skrifaði ég nokkrar hugleiðingar um yfirheyrslurn- ar sem n»ú standa yfir í Frankfurt yfir SÖK OKKAR Framhald af bls. 1 einn, og hann getur ekki sí og æ verið að ganga inn á málamiðlun, án þess að dofna fyrir fullt og allt. F *■ yrsta vandamálið er ekki það, hvað til bragðs skuli taka, heldur hitt að uppgötva afstöðu okkar til hins illa; óhrif þess á sjálf okkur. Er það ofmælt að segja, að þeir, sem aldrei verða fyrir ranglæti, séu einskonar hluthafar í rang lælinu? Veit nokkur okkar, hversu mikill hluti sparisjóðsvaxtanna hans kemur frá íjárfestingu í Harlem eða Bedford- Btuy vesant-fasteignunum, þessum grenj- um þar sem ofsagróði fæst með því að troða mannverum saman, þéttar en mokkur leið væri að troða skepnum, ef þær ættu að halda lífi? Veit nokkur, hversu mikill hluti af tekjum kirkj- unnar hans kemur frá svona uppsprett- um? Við skulum láta Suðurríkin eiga sig I bili — hver okkar hefur spurt sjálfan sig, hversu, mikið af manngildiskennd hans og persónustolti stafar af því einu, að hann er ekki svartur? Og hversu mikið af negrahræðslu okkar stafar af þeirri óljósu vitund, að niðurlæging þeirra hefur fengið samþykki okkar, og að þeir eru að heimta af okkur það sem við höfum tekið frá þeim og höldum áfram að taka frá þeim fyrir stolt okk- ar? Það var ekki til að halda sýningu á hetju, hvorki sem sögulegri staðreynd né okkur til eftirbreytni, að ég samdi þetta leikrit heldur til að varpa Ijósi á hið illa. Hið góða og hið illa eru ekki tveir klefar, heldur tveir þættir í við- skipt.um manna. Hetjan í leikritinu, Von Berg fursti, er handtekinn í mis- gripum af nazískum „kynþáttasérfræð- ingi“. Hann kemur inn í varðhaldssal- inn með stolt sitt yfir að vera mannúð- arinnar megin, því hann hefur flúið Austurríki, tign sína og forréttindi, heldur en tilheyra stétt sem kúgar fólk. E kkert af öllum þeim hryllingi, sem hann veröur hér áhorfandi að, kemur honum raunverulega á óvart — hér er ekkert lengur bannað, og það hefur hann lengi vitað. En það, sem hann uppgötvar á þessum stað, er hans eigin samsekt við öflin sem hann fyrir- lítur, hans eigin meðfædda ást á frænda sínum sem er raunverulega nazisti og kúgari, hin raunverulega orsök þess sem á'ður var almenn sektarkennd, sem sé hans eigin leynda gleði og léttir yfir því að þegar allt kemur til alls þá er hann ekki Gyðingur og honum verður ekki tortímt. Mikið er gert úr sektinni nú á dög- um, meira að segja ýmsar góðar skrýtl- ur. Frjálslyndi er nú tali'ð vera svar við sektinni, og sálarfræðin hefur haft mikla atvinnu af að eyða sektarkennd; kirkjurnar eru ekki lengur vissar um, að hin aldagamla áherzla þeirra á sekt mannsins hafi ekki óafvitandi verið or- sök taugaveiklunar, sem jafnvel brýzt fram í ofbeldi. Rómversk-kaþólska kirkj- an hefur nú rétt nýlega ákvéðið að létta sektinni fyrir krossfestinguna af Gyðingum einum og dreifa henni eitt- hvað jafnar á allt mannkynið. Ég hef enga „lausn“ á sekt mannkyns- 35. tbl. 1965 - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.