Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 1
Jjegar ég las um fólkið í Queens, sem vildi ekki kaila á lögregluna, þegar verið var að stinga konu til bana rétt fyrir utan giuggana hjá því. Hann tók á sig mynd í ioftinu, þegar ég hlustaði á glæpastráka, sem voru á m.argan hátt an.dlega öfugsnúnir, og sá öfugsnúning- ur virtist stafa af almennum skorti á mannlegri samhygð. Vinir mínir, sem höi'ðu áhyggjur af því að þurfa að gera ýmislegt þeim ógeðfellt, kölluðu hann einnig fram í huga minn, og eins fólk sem hai'ði löngu gleymt sjálfri þeirri hugmynd að ákvarða gerðir sínar. Hvenær sem ég fann hina, að því er virtist, óviðráðanlegu flóðöldu, sem n;ann;nn rekur fyrir, og máttleysi vilj- ans hjá sjálfum mér og ö'ðrum, datt mér þessi andlitslausi maður í hug. En greini legast og óumflýjanlegast kemur hann hafa verið drepin án dóms og laga . . tugþúsundir auðmýktar", Sðk okkar á böli heimsins Fyrir um það bil tíu árum sagði einn evrópskur kunn- tngi minn mér sögu. Árið 1942, sagði hamn, var maður, sem hann þekkti, tekinn fastur á götu í Vichy í Frakklandi, þegar snögglega var farið að smala saman Gyðingum, færður til lögreglustöðvarinnar, þar Bem honiun var svo aðeins skipað að bíða- Allskonar flóttamemn höfðu eetzt að í Vichy, síðan innrásin var gerð í Frakkland, þar eð hin til- tölulega mannúðlega stjórn Pétainis marskálks hafði varið menn mestu hörkunni af yfirráðum Þjóð- verjS Með fölskum skilríkjum, sem voru auðkeypt, gat Gyðingur eða pólitískt grunsamlegur maður hald- ið lífinu á hinu svokallaða óher- setna svæði, sem var syðri helm- ingur landsins. Og meðal amnars hafði kynþáttalögum ekki verið framfylgt af Pétain. Á lögreglustöðinni sá hinn handtekni iriaöur aðra, sem þar biðu þess að vera yfirheyrðir, og hann tók sér stöðu í röð- inni. Dyr sem voru við endann á röð- inni opnuðust og lögreglumaður gaf bendingu, og hinn næsti hinna grunu’ðu gekk inn. Sumir komu fljótlega út aft- ■ur og gengu út á götuna frjálsir menn. En flestir komu ekki út aftur. Orðróm- iir barst út um það, að þetta væri Gestapó-yfirlheyrsla og að hinir um- skornu yrðu að færa sönnur á ógyðing- legan uppruna sinn, en hinir óumskornu sly.ppU lausir, eins og sjólfsagt var. v. » mur vmar mms var G/ðingur, Eftir því sem hann nálgaðist þessar ör- i'jgaiíku dyr, varð hann æ vissari um, eð þar biði hans dauðinn. Loksins var eðeins einn maður milli hans og dyr- enna. Brátt var þessum eina manni ekipáð inn í skrifstofuna. Nú stóð ekk- ert á milli Gyðingsins og tilgangslauss ínorðs án dóms og laga. Dyrnar opnuðust. Maðurinn, sem síð- est hafði farið inn, kom út aftur. Vin- ur vinar míns stó’ð þarna stjarfur og beið þess, að lögreglumaðurinn benti honum að ganga inn í skrifstofuna. En f stað þess að ganga framhjó honum tneð frelsisbréfið sitt stanzaði maður- inn, sem var að koma út, fyrir framan yin vinar míns, stakk vegalbrófinu í hönd honum og hvislaði að honum að íara. Hann fór. EFTIR ARTHUR MILLER A hi þeim tiu arum, sem liðin eru síðan ég heydði þessa sögu, hefur hún breytt merkingu sinni fyrir mér. Mér datt aldrei í hug, að hún gæti verið ieikrit, fyrr en í vor, þegar „Atvik í Vichy“ spratt allt í einu upp, næstum alskapað í öllum smáatriðum. Þangað til hafði þetta aðeins verið staðreynd, at- vik í lífi manna, sem stundum hafði. í för með sér' upplyftingu, en stundum einhverja tómlega undrun, og stundum beinlínis gremju. En hvað sem því líður, er mér ljóst, að þetta var hliðstæða við svo margt, sem gerzt hefur kringum mig síðasta áratuginn. Þessi andlitslausi, óþekkti maður fór að skjóta upp höfðinu í huga mínum, í hugann í hinni miklu tilfinningafleekju í sambandi við negrana hér í landi og allt hið óleysta siðferðisvandamál gyð- ingaútrýmingarinnar í Evrópu. egar hér er komið, verð ég að segja að ég held, að flest fólk, sem sér þetta leikrit, geri sér fyllilega Ijóst, að það er ekki „um nazismann" né heldur hryiiingssaga frá stríðstímunum: Það skilur áð vandamálið að baki leikritinu varðar okkur nú á dögum, og að það snýst um einstaklingsviðbrögð okkar við óréttlæti og ofbeldi. En. þar eð nokkr- ir gagnrýnendur eru enn sem fyrr ófær- ir um áð gera mismun á sögunni í leik- ritinu og meginkjarna þess, er ekki nema rétt að gera grein fyrir þessum mis- muni. Sagan i leikritinu, eins ég heyrði hana, varð aldrei neitt „vandamál", þor eð flestir trúa því, að á öllum tímuim séu uppi einhverjar hetjur meðal okkar. Eða eins og Hermann Brooh obðar það: „Og jafnvel þótt allt, sem skapað er i þessum heimi, yrði eyðilagt, þótt öiU „Hve mikill hluti sparisjóðsvaxtanna kemur frá fjárfestingu í Harlem?“ fagurfræðileg verðmæti yrðu afnum- in . . . leyst upp í efasemdum um öll lögmál . . . mundi samt lifa óskert ein- ing hugsunarinnar,-hin siðgæðislega for senda". í stuttu máli sagt, er fæðing hvers manns endurfæðing réttlætis- kröfu, og það þarf hvorki drama né sannanir til að gera okkur þetta Ijóst. Það sem er óljóst, ef ekki áþekkt, er sambandið milli þeirra, sem eru réttlæt- isins megin, og hins illa, sem þeir berj- ast gegn. Svo mjög er þetta óiþekkt, áð í Þýzkalandi er það raunverulega óskilj- anlegt mörgum, hvernig þessi rudda- legu hryðjuverk nazistastjórnarinnar gætu hafa gerzt, auk heldur verið þoluð af þjóð, sent kýnslóð eftir kynslóð hafði verið talin ein sann-siðaðasta þjóð heims. Svo óþekkt, að hér í Ameríku, þar sem ofbeldisglæpir færast í vöxt svo að ótrúlegt má telja — sem dæmi má nefna, að Sameinúðu þjóðirnar verða að útvega mönnum fylgd, ef þeir fara út úr húsinu, eftir að dirrimt er orðið, í stærstu borg heims — þá gera fáir menn svo mikið sem ímynda sér, að þeir geti átt neitt táknrænt auk heldur persónulegt samband við svona ofbeldi. A za n þess mér detti i hug að fara neitt að draga úr þeirri fordæmingu, sem nazisminn á skilið, verður ekki vald hans skiljanlegra þegar við athugum, hve máttlausir við sjálfir erum gagn- vart ofbeldi, sem á sér stáð ó okkar eigin strætum? Hve margir okkar hafa nokkurntima skoðað sinn eigin huga og leitað að einhverri ögn af orsökun- um til þess? Er það ekki fyrir okkur — eins og fyrir Þjóðverjum — eru það ekki aðrir, sem eru að gera illt? í fréttaútvarpi fyrir skömmu heyrði ég, að Edward R. Murrow hefði verið skorinn upp við lungnakrabba. Þetta var varia komið út úr munninum á þulnum, þegar auglýsingarnar hófust: „Kents gefur bezta raun“. Við brosum eða jafn- vel hlæjum; við neyðumst til þess,-svo við förum ekki að öskra upp yfir okkur. Og í hlátrinum eða brosinu leysumst við upp sem því svarar. Er hægt a'ð segja sannfærandi, að svona spilling á siðferði eyði líka vilja minum til að snúast gegn ofbeldi á götum úti? Við höfum ekki marga vilja, heldur aðeins (Framhald á bls. 11).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.