Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 10
SIGGI SIXPENSARI Á erlendum bókamarkaði Bókmenntir Selected Poems. Apollinaire Translated with an introduction by Oliver Bernard. Penguin Books 1965. 3/6. Guillaume Apollinaire fæddist f Róm 1880 og dó í París 1918. Hann varð írumkvöðuil margvis- legra nýjunga 1 ljóðagerð og mikill áhugamaður um máiaralist og mikill stuðningsmaður kúbist- anna. í fyrstu ljóðum hans gætti mjög áhrifa sýmbólistanna; síðar verður stíll hans og íorm mjög persónulegt og hann hefst handa um margvíslegar tilraunir í Ijóða- gerð óg ljóðaprentun. Ljóðið var honum allt og hann áleit endur- nýjunarmátt þess lítt takmarkað an og vald þess mikið. Tilraunir hans urðu írjóvgandi og höfðu og hafa haft mikil áhrif í nútíma líóðlist Saga Garibaldi and the Thovsand. G.M. Trevelyan. Penguin Books 1965. 8/6 Fyrsta útgáfa þessa rits birtist 1909. Höfundurinn er einn fremsti eagnfræðingur Englendinga. Þessi hók er ein af þremur um þessi efni, þ.e. sameining Ítalíu, og er hún sú bezta þeirra. Bókin hefst með útlegð Garíbaidís eftir fall „Rómverska lýðveldisins" 1849. Höfundur rekur síðan söguna. Frelsishetjan er kvödd til þess «f Gavour og V'ictor Emmanuel að hefja aðgerðir gegn Austurrík ismönnum. Hann kemur sér upp fámonnri sveit og með henni tekur hann Sikiley, þótt þar sé til vamar tuttugu þúsund manna her Napoli-konungs. Þetta er lurðuleg saga um margt og vel akrifúð. Garíbaldí heíúr löngum verið roönnum hugstæður. Hann var snjall bardagamaður og hers- höfðingi og mikill meistari i sk-seruhemaði. Skæruhernaður er ekki nútíma uppfinning og meist- arar þeirrar hemaðartækni eru ekki skæruliðar nútímans, íyrir- myndanna er að leita aítur í öld- um og meðal þeirra voru Fabius Maximus og Garíbaidi. Catherine the Great. A Biography of the Empress of All the Russi- ans. Zoé Oldenbourg. Heinemann 1965. 42/— Höíundur þessarar þókar er vel þekkt íyrir sögulegax skáldsög- ur, sem hún hefur sett saman, og er einn íærasti höíundur um það efni sem nú er uppi. Þetta er fyrsta ævisögurit hennar. Höf- undi tekst að vekja þessa iiðnu keisaraynju til lífsins aítur og gerir það með slíkum ágætum að bókin verður lesin eins og spenn- andi reyfari frá upphafi til enda. Höfundur hefur mestan áhuga á keisaraynjunni sem konu, er hefst til mikilia valda. Höfundur leggur mikla alúð í það að rekja fer-il hennar í æsku og tekst með því að skýra margt sem hefur verið mönnum ráðgáta til þessa. Höíundurinn er skáldsagnahöf- u«dur og það kemur vissulega 1 ljós í þessari bók; þótt þetta sé ævisaga þá hættir höfundi til þess a@ geta nokkuð í eyðurnar og laga eínið um margt í hendi sér, svo sagan verður ekki eins gott sagníræðirit og hún er skemmti- leg. Þarna eru ágætar lýsingax af vinum drottningar og hjúskap- arsögu hennar, sem var nokkuð sérstæð. Oldenbourg er rússnesk að ætterni og er fædd 1 Lenin- grad. Hún ólst upp á byltinga- tímunum og lifði íyrstu ár komm- únismans. Fjöiskyldunni tókst að flýja land og settist síðan að í París; þá var telpan níu ára göm- ul. Menntun sína hiaut hún í Frakklandi. Vegna uppruna síns á hún því hægara með að skilja og skynja rússneskt aldarfar og þá umbrotatíma sem söguhetja hennar lifði. Þetta er sem sagt skemmtileg og vel skrifuð bók. July 1914 — Die europaische Krise und die Ausbruch des Ersten Weltkrieges. Heraugegeb- en von Jmanuel Geiss. Deutscher Taschenbuch Verlag 1965. DM 4.80. Hér eru skjöl og skilríki um atburðarrásina, . sem kveikti fyrri heimsstyrjöldina, gefin út. Þetta er frumútgáfa dtv. Ástæðurnar til þeirra átaka voru margvísleg- ar og verða seint raktar, en hér er gerð tilraun til þess að safna saman því heimildamagni sem gæti skýrt gang mála og nokkrar ástæður fyrir upptökum ófriðar- ins íyrri. 28. júní 1914 var Frans Ferdinand myrtur ásamt konu sinni í Sarajevó. Átökin og spenn an miiii Serba og austurríska keisaradæmisins voru það hat- römm að sættir voru útilokaðar og skuldbindingar stórveldanna og margvísleg togstreyta þeirra á milli hratt hildarleiknum af stað. Þjóðernisstefnan átti ekki Jítinn þátt í að útiloka samninga. Sum- ir bafa haldið því fram, að um klaufaskap hafi verið að ræða, að ekki tókst að halda friðinn, Jand- stjórnarmenn á þessum tímum hafí verið meiri meðalmenn en oft áður sátu hásæti Evrópu. Enginn dómur er lagður á gang mála í þessari bók, skjölin eru lögð íram og annarra er að dæma. Bókin er vönduð að öílum frágangi og í bókarlok er skjala- ski’á og efnisyfirlit. A Documentary Hístory of Eng- land. Vol. 2 (1559-1931). E. N. Williams. Penguin Books 1965. 5/— Þessi bók er frumútgáfa Pengu- in-forlagsins. Höfimdurinn er kennari og hefur sett saman tvær aðrar bækur um söguieg efni. Þetta er annað bindi þessa rit- verks, sem á að vera í tveim bindum, það fyrra mun koroa út 1966. Þetta er safn skjaJa og skil- ríkja um þá atburði sem valdið hafa þáttaskilum í sögu Englend- inga frá því á 16. öld og íram á þá tuttugustu. Atburðirnir, sero þesssi skjöl votta, hafa orkað þvi sero England er nú á dögum. Skjölunum er raðað upp eftir tímaröð og fylgja hverju skjali skilgóðar úilistanir og skýringar um sögulega þýðingu þess. Hér er að finna skjöl varðandi póli- tíska, kirkjulega og stjórnarfars- lega sögu Englands á þessu tíma- bili. Þetta eru frumheimildirnar og þær þýðingarmestu að sögu Englands. Þetta er þarft rit og vel til þess vandað . í ÞJÓÐARUPPELDI er nauðsynlegt að hyggja að þegnskap og gera upprennandi kynslóðum Jjóst um hvað er þar að ræða. Náinn skyldleiki er miiii þegnskapar og drengskapar. Hvort tveggja er trúmennska í verki, þótt í sambandi við drengskap séu einstakJingar hafðir í huga, en samfélag og stofnanir þar sem þegnskapur kemur við sögu. Hve náskyJd hugtökin eru, roá sjá í fornu máli, t.d. síðasta kafla Njáissögu. Það kann að virðast konservativt hlutverk að sýna þegnskap og hvetja aðra til hins sama, þegar kiíkuskapur er mjög í tízku. Nú er það kunnugt að nýfrjálsar þjóðir, sem verið hafa nýiendur um langt skeið, hneigjast til klíkuskapar frernur en þegnskapar. En jafnvel byltingaleiðtogar, sem koroizt hafa til vaida fyrir klíkuskap, geta ekki látið hjá Jíða að leggja nokkra rækt við þau bönd, sem binda saman þjóðir og mann- félög, og til íylgismanna sinna gera þeir strangar kröfur. Þeim er Ijóst að hætta er á ailsherjar upplausn ef enginn er þegnskapurinn. Þá gleyma menn almennings heillum og taka einhliða að hugsa um eigin hag. Auk hinna alkunnu þjóðlegu verðmæta, tungu, sögu, lög- gjafar, skóla, kirkju, bókmennta, ræktunar og sameiginlegs lands eiga Jandvarnir þátt í að tengja mannfélögin saman og aia menn upp til þegnskapar. En siðferðið og siðrænt gildis- mat skiptir einnig mikJu máli. Vér getum ekki Jagt að líku líf manns og nautgrips, þótt Hindúi á borð við Gandhi geti það og geri í ritum sínum. Þegnskapur er ekki fólginn í því að sætta sig við allt, sem er fyrir hendi í samtiðinni, og drengskapur er ekki fólg- inn í þvi að iáta að öllum duttlungum náungans eða hiaupa eftir kenjum hans. Slíkt væri klíkuskapur, sem aðeins myndi þjóna andfélagslegum öfium. Þjóðfélög endurnýjast jaínan, stundum í jákvæða átt, en oft einnig í neikvæða, og er þá um að ræða upplausn þegnskapar. Tíðindi haía borizt oss í sambandi við ýms njósnamál hjá nágrannaþjóðunum, þar sem menn hafa selt við fé mikilvæga hagsmuni eigin Jands, og þar með reynt að ónýta þegnskap annarra manna og steypa eigin þjóð í vanda, þótt hún hafi í alia staði gjört vel til þeirra. Skattsvikin hjá oss eru þessu skyid, þótt ekki gangi þau eins iangt, og í sama fiokki er smygl, andféiagsleg sölu- mennska, sem stefnir að því að féfletta unglinga eða æsa þá upp til iJira verka. Ekki er það heldur þegnskapur að útvarpa efni eða sjónvarpa, „þegar það sér á öllum bekkjum skólans daginn eftir", eins og kunnur skólamaður orðaði fyrir- bærið við þann, sem þetta ritar. Það er seinlegt verk að ala menn upp til þegnskapar. Þeir þættir siðfræðinnar, sem um það íjaila, sociaiethik, hafa ekki átt upp á háborðið hjá oss, og vandíundin mun vera bók um það mál á vorri tungu. Að vísu kenna menn óbeint og ómarkvisst börnum og unglingum nokkuð í þessum efnum, en margt verður út undan og mönnum láist að rifja það upp. Lítið eitt er kennt um þetta í kristnum fræðum, bæði í barnaskóla og undir fermingu, einkum um þegnskap í fjöl- skyiduiífinu, en þetta gleymist fljótt. Félagsfræði getur hér ekki komið í stað siðræns uppeldis, þótt gagnieg sé, þar sem hún er descriptiv og analytisk, en skortir hið normativa sjón- armið. Þess vegna setur hún ekki fram þær kröfur um þegnskap, sem lifið gerir til vor, og hagnýtir heldur ekki dæmi frá sögunni, sem sýni oss hvernig írábærir menn leystu vandamál síns tíma. Þessa iþrótt, að ala menn upp til þegnskapar, kunna góðir lýðháskólamenn betur en aðrir, enda er gildi þessara skóla fyrir lýðræði og mannúðarhyggju almennt viðurkennt. Bretar telja að hinar frjálsu stofnanir i þjóðfélagi þeirra hafi haft ómetaniegt giidi fyrir þegnskaparuppeldi þjóðar þeirra, og eru þeir þó manna sanngjarnastir í mati á öðrum þjóðum. í vorri eigin sögu eru mörg dæmi um menn, sem sýnt hafa þegnskap og drengskap og hvatt aðra til hins sama. Koma þá í hugann Fjölnismenn, Jón Sigurðsson og ýmsir fommenn, en einnig síðari tíma menn ekki fáir, ef vel er að gætt. Sumir hafa stofnað minningarsjóði um látna vini eða ættingja, í þeim tiigangi að áfram skuli haldið þegnskapar- dáðum þeirra. Hvernig ávöxtum vér þau verðmæti og önn- ur skyid? 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS' 35. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.