Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1965, Blaðsíða 13
• mnm ’ Pk ÍM 5H0kM 5TlJktU50nAR TAIKf1: HAk-AUk^kASSOn- riirr d/MiWflqAp otf ger-ov rf HOMUM JÖROIM, — flFOlÖÐI HflNS 5/flA//V OK VÖTNIN. M rtfií/ JflFUH'flRR: flF ÞV/ BCÖÐI. ER 'OR JflROAI RANN OKLMSTFÖR, ÞftR flF CERÐU ÞEIR SJA ÞfíNN, £R (>EIR GERÖI/O* FESTU SflFlflw jöRPlAJfl, JÖRÐI/J VflR <i'ÖR flF HÓLDINU OK LÖGÐU ÞflMW 5J‘A 'l HRIWC UTflW UH HflWfl, 0< hUN FflT FLESTUFI NIANNl ÓFÆRft PVKKiA AWOrtASK ÞftR YFIR. PflAlÆLTl ÞRIÐI/TóKU ÞElR O* HflUS HflWS OK GERÐU þflR flF H/fllW OKSETTU HfíftN UPP YFIR J'ÓRVlNft MEÐ H JWflurUAl; OK UNDIR HVERT HORN SETTU ÞElR PVERQ. ÞEIR HEir/J SVfl: AUSTRI, VESTRI, NORÐRl^UPRI.------------------- en hann að' því skapi vesaldarlegri. Það var orðin mikil þraut að koma Eiríki á fætur eftir að hann hafði hvílt sig. Ég var nú orðinn svo dasaður, að ég bjóst við að sama biði mín og Eiríks þá og þegar. Mér var sannarlega hætt að lítast á biikuna. Nú hvíldum við okkur alllengi. Varð okkur hvíldin værari vegna þess að óvenjulega langt var milli hrina. Þegar við ætluðum að reisa Eirík á fætur, sá- um við að hann steinsvaf. . Ekki batnaði skap Þorsteins, er hann sá, að Eiríkur var sofandi. — Ætlar mannhelvítið að drepast í höndunum á okkur? sagði hann. Hann hristi Eirík æði óþyrmilega og öskraði í eyra hans. Eiríkur umlaði: — Lof mér að sofa, heyrðist mér hann segja. — Þú færð ekki að sofa, sagði Þor- steinn. — Þú vaknar aldrei af þeim svefni, helvítis auminginn þinn. — Hugsið ekki um mig, mjálmaði hann. Grafið mig í fönn. Svo getiS þið haldið áfram. Nú var Þorsteini nóg boðið. — Jæja, sagði hann. — Ef þú vilt endi- lega drepast, þá...... Eiríkur gaf orðum hans engan gaum. Þorsteinn opnaði poka sinn og dró upp úr honum heljarmikla sex-skota marg- hleypu- Hann stakk í hana tveimur skotum. — Er það ætlun þín að sofa þig í hel liérna á heiðinni? öskraði Þorsteinn. Eiríkur umlaði eitthvað, sem við gát- um ekki skilið. — Ristu á fætur, kallaði Þorsteinn og þreif til hans allóþyrmilega. Eiríkur steinþagði og virtist nú steinsofnaður. — Við skiljum ekki við þig svona! grenjaði Þorsteinn í enn grimmdarlegri rómi en áður. Var rödd hans svo hörku- leg, að mig hryllti við. Hann dró upp gikkinn á skammbyssunni. Mér var ekki farið að lítast á blikuna. — Rístu upp, manndjöfull! öskraði Þorsteinn. — Láttu mig í friði, umlaði Eiríkur. Þorsteinn hallaði sér niður að honum og mælti í mjög alvarlegum eða jafn- vel hátíðlegum rómi: — Þér er dauðinn vis, ef við skiljum vi* b’’*. Þú veizt ekki hvernig er að vakna hálfhelfrosinn og geta enga björg .-i.i,. r-u leró að æpa á hjálp og enginn heyrir til þín. Þá er betra fyrir þig að drepast strax. Ég. ætla ekki að skilja við þig svona hálfdauðan. Það er betra fyrir þig að drepast strax. Nú varð rödd Þorsteins svo ógnþrung in, að mér fannst sem ískalt vatn streymdi um allan líkama minn. Hann talaði i dimmum og drungalegum tóni: — Ég ætla að drepa þig. Hann skaut út í loftið til áherzlu orð- um sínum. Mér var nú svo farið, að ég nötraði af ótta. Ég var sannfærður um að Þorsteinn væri genginn af vitinu. — Skilurðu nú, mannandskoti? mælti Þorsteinn. — Næsta skot fer í gegnum hausinn á þér. H \nn setti hlaupið á byssunni að vanga Eiríks, svo að kalt járnið hlaut að snerta kinn hans. Þorsteinn ætlaði að segja eitthvað en þagnaði, þegar Eiríkur spratt á fætur svo skyndilega að ég hoppaði ósjálfrátt í loft upp og færði mig kippkorn frá þeim Eiríki og Þorsteini. Það var eins og líkami minn hefði verið strokinn upp úr einhverju kynjalyfi . . ÖIl þreyta var horfin. Ég var allt í einu orðinn jötunefldur og treysti mér til að mæta hverju, sem að höndum bæri. Ég var hræddur við Þorstein. Eiríkur lagði þegar af stað. Á hon- um sáust engin þreytumerki. Við fylgd- um fast á eftir honum. Skömmu síðar tók Þorsteinn forustuna eins og áður. Snærið minntist enginn á framar. Það er fátt að segja af ferð okkar eftir þetta. Við ösluðum áfram og var nú miklu meiri skriður á okkur en nokkurntíma hafði verið alla leiðina. Enginn okkar sagði orð. Áður en mig varði, vorum við komnir á háheiðina. Eftir það var stöðugur und- anhalli og því létt fyrir fæti. Við kom- um í kauptúnið klukkan hálftvö um nóttina. Sá okkar, sem virtist óþreyttastur, þegar við gengum gegnum kauptúnið, var Eiríkur. Hann kastaði á okkur kveðju, þegar hann skildi við okkur. Mér sýndist hann líta illu auga til Þorsteins. M ánuði síðar bar svo við, er ég hafði lokið dagsverki mínu, að Eiríkur á Gili kom að Túni og óskaði að hafa tal af mér. — Þú manst eftir ferð okkar yfir heiðina núna fyrir jólin, sagði hann. — Já, ég man vel eftir henni, svaraði ég. — Ég er að hugsa um að . . . . Ég get ekki látið það liggja í láginni. — Hvað? spurði ég. — Þetta, sem þar gerðist. Ég verð að láta þennan mannskratta standa fyrir máli sinu. — Hvaða mann? spurði ég. — Hvaða mann, segirðu. Þarftu að spyrja að því? — Ég skil ekki, hvað þú ert að fara. — Þú veizt, að það varðar við lög að hafa í hótunum við mann. Ég tala nú ekki um ef manni er sýnt banatil- ræði. — Hvað viltu mér, Eiríkur? spurði ég. — Ég vil að þú verðir vitni. — Viltu að ég beri vitni? — Já. — í hverju viltu að ég beri vitni? — Ég ætla að kæra hann Þorstein i Bergi fyrir það, að hann sýndi mér bana- tilræði þarna á heiðinni, þegar við fórum út í kauptúnið fyrir jólin. Það fór hrollur um mig. Mér fannst sem mér birtist ný tilvera, — tilvera sem ég hafði ekki haft grun um að til væri. Ég þagði góða stund. Blóðið ólg- aði svo ofsalega í æðum mínum, að ég gat ekki komið upp orðL Þegar ég mátti mæla sagði ég: — Ertu hringlandibandvitlaus, mann- djöfull? sagði ég í ofsabræði. Eiríkur glennti upp augun. Þessi ofsi minn virtist koma honum á óvart. — Þú getur þó líklega borið sannleik- anum vitni, sagði hann. Ég þagði. Ég gat ekki í svipinn áttað mig á, hvað fyrir Eiríki vakti. Mér fannst hegðun hans svo ótrúleg, að ég vildi átta mig á þessu. Loks svaraði ég rólegum rómi: — Hvað viltu, að ég beri vitni um? — Að þú hafir verið sjónarvottur að því, að Þorsteinn á Bergi hélt hlaðinni skammbyssu að höfðinu á mér og hótaði LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 35. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.