Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 12
BÚSKAPUR Framhald af bls. 8 mér hálft glas af rommblöndu — ég yrði að kveðja árið eins og hinir. Eftir það fór hún með mig út á gólfið og kenndi mér fyrstu danssporin þetta kvöld. Ég var ekki eins feiminn og rag- ur á eftir. Á nýjársdag las séra Eiríkur húslest- ur inni í stofu (eins og hann gerði oft á sunnudögum). Þá urðum við, sem úti vorum, að skipta snöggvast fötum. Síð- an var drukkið sameiginlega hádegis- kaffið. Að öðru leyti var nýjárskvöld sem jólakvöldið, spilað mikið og skemmt sér. Þessari mynd er brugðið upp, að- eins til að sýna félagslífið á heimilinu og þau nánu samskipti og samfélag hús- bændanna við f ólkið sitt, hvort heldur var í störfum þess eða á gleðistundum hátíða og tyllidaga. Aldrei fóru hjónin að heiman um há- tíðar, þó þau færu oft þess utan á skemmtanir og boð í Reykjavík saman, ef gerður var einhver dagamunur, til dæmis afmæli litlu systkinanna eða hús- bændanna, þá var það fyrir allt fólkið sameiginlega. Þegar Ásta, systir frú Katrlnar, giftist í Viðeyjarkirkju Jóni Hermannssyni, skrifstofustjóra, árið 1907, var haldin þar mjög íalleg veizla nánustu ættingjum brúðhjónanna. >á sýndi Katrín Gunn- laugsdóttir okkur veizluborðið áður en sezt var við það. Var það yfirtak fallegt. Á því voru meðal annar 4 eða 5 mis- munandi vinglös hjá hverjum diski, og á miðju borðinu var heill soðinn lax með sporði og haus. Þegar brúðhjónin og gestirnir voru farin fyrir kvöldið, þá var veizluborð fyrir okkur öll á eftir. Þannig var þetta ævinlega. ð lokum vil ég geta nokkuð um gestakomu í Viðey, sem alltaf var nokk- uð mikil á þessum árum. Hér um bil á hverri helgi kom séra Eiríkur Briem og á öllum hátíðum. Oft- ast kom hann með mjólkurbátnum á á morgnana, lét sjaldan sækja sig yfir á Klettinn. Nálega aldrei kom hann svo, að hann færi ekki út í fjós að líta á skepnurnar og tala við okkur um þær — og líta á heyin í hlöðunni — og líta í kúabókina, ef hún lá á borðinu í mjólk- urhúsinu. Stundum kom frú Katrín með gesti út í fjós. — Fínar frúr úr Reykja- vík eða vestan af landi. Oftast reyndi Katrín að láta mig vita af því áður, ef hún sá mig. Sagði hún þá: „Ég ætla að koma út með kerlingarnar". Þetta þótti manni vænt um. Maður var líka stoltur fyrir sinu starfi. Hermann Jónasson frá Þingeyrum kom nolckuð oft. Þau árin var hann ráðs- maður á Laugarnesspítala. Oft gisti hann. Sérkennilegur maður að sjá, og næsta eftirminnilegur. Mér hefur oft komið í hug síðar, þegar ég sá hann ganga frá naustinu í Viðey heim götuna að bænum, Þorgeir Ljósvetningagoði, þegar hann reis upp undan feldinum í búð einni á Þingvöllum og gekk til Lög- bergs. Göfugmannleg hetja með áhyggj- ur þjóðar sinnar á herðum. Konungskomu-sumarið 1907 var mikil gestakoma í Viðey, eftir konungsförina austur. Þau Viðeyjarhjónin fóru í þá för, eins og svo margir þá, sem góð ráð höfðu. Þá komu dönsku þingmennirnir út í Viðey í boði þeirra hjóna. Var þeim gerð þar virðulega veizla. Heimafólki þar fannst mikið til um þann höfðings- brag. Dönsku þingmönnum þótti mikið til koma að sjá og skoða gamla land- fógetastaðinn (Viðeyjarstofu). Stórt og veglegt hús. 150 ára gamalt. Þetta sagði Eggert Briem eftir þeim. Það bar oft við, einkum á vorin, að ýmsir embættismenn úr Reykjavík komu út í Viðey, m. a. bræður séra Eiríks, Bréf úr leiðindum HEIÐRAÐI ritstjóri Lesbókar. Já, ég meina það, að ég hef þig í heiðri — ekki af því að þú sért vel æruverðugur öðrum fremur, heldur af því að þú þorir að hætta á að gera axarsköft og vilt takast á við nútím- ann. Hvað höfum við að gera við ein- tóma lýrikk, þegar heimurinn dinglar eins og kónguló í bandinu sínu? Það má nota hana fyrir ívaf, en eintóm er hún eins og sósa, sem kjötið og kartöfl- urnar vantar í. Ekki þykir mér betri hin persónubundna bölmæði og er hjartanlega sama um, hvort hún birtist í atómformi eða í gamla stílnum, sem nú nefnist „hefðbundið ljóðform". Hringsnúningur í kringum sjálfan sig á sjaldnast nokkuð skylt við raunveru- lega sjálfsskoðun. Það þykir fínt að fást við „sjálfsskoðun“, en lendir oftast út í persónulegum sárindum yfir að vera ekki metinn að verðleikum. Slíkt nefn- ist á íslenzku sjálfsvorkunnsemi, en ekki sjálfsskoðun. Mér er ókunnugt um, að fornhetjur hérlendar fengjust við sálfræði, en ég held, að þá hafi verið meiri skilningur á hættunni, sem í sjálfsvorkunnsemi felst, en nú ger- ist. — Er vílsjúkir skáldfuglar skæla og skammlaust við eymd sína gæla og breimandi bölmóðir væla mig barasta langar að æla! Þetta er „tjáning" mín á þessu við- horfi og vona ég að hún skiljist, þrátt fyrir „hið hefðbundna ljóðform“. Ég á þá bjargföstu sannfæringu, að í flestum mönnum séu verðmæti fal- in, sem mögulegt á að vera að leiða í ljós. Ég er ekki vitund í vafa það' vitnar svo margt um það að flestir í heiminum hafa hjartað á réttum stað. En það væri synd að segja, að gjöf- um andans hafi verið útdeilt sam- kvæmt sjónarmiðum jafnréttis þess, sem flestir vilja sjá í almannatrygg- ingum og velferðarríki. Sumir eru skap- aðir til að ganga fremstir, aðrir eru skapaðir til að vera eftirbreytendur. T ilefni bréfsins er ánægjan yfir grein eftir ritstjórann, sem nefnist „Æ, hvað allt er leiðinlegt!" Leiðindi eru sjúkdómseinkenni þess manns og þeirr- ar siðmenningar, sem er í misræmi við innra eðli (og þar með lífslöngun) manns og þjóðar. Þeim, sem skapaðir eru til að ganga fremstir, leiðist, ef þeir gera það ekki, og hinum, sem er eðli- legt að vera eftirbreytendur, leiðist líka, ef engir eru eftirbreytnisverðir. Þeir einir eru eftirbreytnisverðir, sem leysa úr læðingi verðmætin, sem í mönnum eru falin. Þar sem þrældómsok hefðar- innar ríkir ofar frelsi mannanna, verð- ur foringjaefnið aðeins lífsleiður em- bættismaður og eftirbreytendur verða heldur engir — aðeins lífsleiðir eftir- apendur. Þannig breytir dautt lögmál mönnum í apa. Ef það er ekki öfugþró- un, þá er öfugþróun ekki til! Þeir, sem skynja þrældómsok hefð- arinnar á herðum sér, finna með sér hvorutveggja í senn: löngun til að brjóta hlekkina og ótta við að gera það. Lausn gungunnar á þeim vanda er venjulega sú að segja sig úr lögum við gamla hefð og ganga annarri nýrri á vald. Þannig gerast menn tízkuþrælar. Hin gamla hefð á sér oft rætur í verðmætri erfð, sem getur verið menningar og fjörgjafi, ef rétt er á haldið, þ.e. ef sá sem brýzt undan þrældómsokinu hefur vit á að hagnýta hinn fyrri húsbónda sinn, hefð- ina, í virkri þjónustu við það frelsi sem hann vill lifa við. Þjónusta eða frelsi? Er það frelsi? Þjónusta er það að leita að þörf og leitast við að uppfylla hana af frjálsum vilja. Annað er ekki raun- veruleg þjónusta. Aðeins frjáls maður getur innt sanna þjónustu af hendi. Þannig er vandanum varið. — Ég vek á því athygli, bróðir — að gæta þarf gamalla erfða en ganga þó nýjar slóðir. Frjáis maður gengur aðeins nýjar slóðir, því að arfurinn sá, sem í hefð- inni er fólginn, er honum ekki ytri þrældómur framar, heldur innri veg- sögn. að er ekki aðeins skoðun mín, heldur trú og fullvissa, að leiðindin og þreytan, sem mest ber á í nútímalífi, stafi ekki af orkuleysi, heldur gjósi þessi einkenni upp með svo miklum krafti einmitt vegna þess, að fullt er af inni- byrgðri lífsorku, sem nær ekki réttri iramrás. Er ég nú orðinn of hátíðlegur og al- varlegur? Hvers vegna ekki taka það hátíðlega og með alvöru, sem varðar lífið á jörð- inni? Þessi innibyrgða orka skapar spennu, sem kemur fram í því eirðar- leysi, sem lífsleiðanum er samfara. Hugurinn ástundar flöktandi leit að einhverju, sem gæti vakið þá lífsfyll- ingu, sem hvert einasta mannshjarta veit með sjálfu sér að hlýtur að vera til — einhvers staðar. Samfara eirðar- leysinu og þáttur í því er óljós sektar- tilfinning. Þetta er hin eðlilega afleið- ing þess ,að hið innra skyn — hjartað, veit, að það er að bregðast helgustu skyldum mannsins við sjálfan sig og lífið. Við fæðumst til þess að lifa í raun og sannleika. Það er hér og nú, sem á að lifa. Þetta er ekki biðsalur heldur verksmiðja lifanda lífs. Að lifa og unna er lífsins gaman. Og ekki er verra að vita að vit er í öllu saman. Það er víst ekki gott að „lifa í synd“, eins og það er stundum kallað, eink- um meðal þeirra, sem telja sjálfa sig betri. Samt er til annað og verra: að þora ekki að lifa. Skemmtanaæði get- ur verið tilraun til að lifa. Kynórar geta verið tilraun til að unna. Betra er að reyna en reyna ekki. E nginn skilji mál mitt svo, að ég mæli með misheppnuðum tilraunum til að lifa og unna. Ég mæli með heppn- uðum tilraunum eða öllu heldur með því, að menn fari heppilegar leiðir, þegar þeir gera sína eigin tilraun til að lifa mannlífi, sem á það nafn skilið. Ég minntist á lífið á jörðinni. — Þessari jörð. Innibyrgð lífsorka með tilheyrandi leiðindum, eirðarleysi og Halldór, kennari og Sigurður, póstmeist- ari, og fieiri frændur Eggerts. Voru þeir þá mest að skoða jarðabætur og fleira, sem þar var verið að gera. Þá komu þeir !íka skipstjórarnir af póstskipun- um Lauru og Vestu. Eggert ferðaðist með þessum skium, þegar hann fór trt til Kaupmannahafnar, og fékk allar sin- ar vörur með þessum skipum. Fjöldi fleiri gesta kom til Viðeyjar á þessum árum, sem hér verða ekki tald- ir. Mátti næstum segja að þar væri aldrei gestalaust, og sumir voru þar dögum saman — vinir og ættingjar hjónanna. Hér lýkur þessum frásöguþætti um Eggert Briem og frú Katrínu og búskap þeirra í Viðey á fyrsta tug aldarinnar. Þau fluttu til Reykjavíkur sumarið 1908, og þar byrjar Eggert á mikilli ræktun, og setur þar upp stórbúskap, sem ekki verður frekar frá sagt hér. Þessum frásöguþætti er í megin atrið- um ætlað að lýsa heimilinu í Viðey, störfum þar, framkvæmdum og bú- rekstri, áður en skeflar yfir spor þeirra síðustu, sem enn eru á lífi og voru þar og eiga ennþá í huga sér skýra rnynd af húsbændunum góðu og hinu mikla menningar og athafnaheimili í Viðey. Jónas Magnússon Stardal. sektarkennd er kjörjarðvegur sefjunar- áróðurs. Það er ekki hægt að æsa og espa orkulausa menn. Þeir verða aldrei upphaf og eldsneyti styrjalda. Og þeg- ar efla skal hatur í garð manna, sem menn þekkja ekki, er það gert með því að yfirfæra eigin sekt á andstæðing- inn. Mönnum er kennt að segja: „Þeir eru djöflar!“ og hafa svo á eftir á til- finningunni að þeir hljóti sjálfir að vera englar. Og þó eru það þeirra eig- in djöflar, sem þeir sjá í hinum. Þetta loddarabragð dugar ekki á þá, sem þora að lifa lifandi lífi í önn dagsins. Hvað það tekst oft hér á landi, bæði í innanríkispólitík og afstöðu til utanrík- ismála, er vitnisburður um það, að hér hlýtur að vera mikið af mannleysum, sem þora ekki að lifa sínu eigin lífi. Hvað á að gera við saltið, ef það glatar seltu sinni? „Það er þá til einskis fram- ar nýtt, heldur er því kastað út og fót- um troðið af mönnum." Upprunalega var það, sem nú gengur undir nafn- inu kristindómur, ekki trúarbrögð — ekki kenningakerfi, heldur þekking á staðreyndum. Ég á við raunverulega þekkingu. Sá, sem t.d. þekkir fátækt af afspurn, en hefur ekki lifað hana í sjálfum sér, annað hvort fyrir djúpa innlifun eða eigin raun, á ekki þá þekk- ingu sem hér er við átt. Kenninga- kerfi, sem glatað hafa andanum og boðendur þeirra eru hið daufa salt, selt- an er farin, lífið sjálft. — Burt með það! Hvað hafa menn, sem eru að drep- ast úr deyfð að gera við dauft salt? Tesús frá Nazaret boðaði engin trúarbrögð — ekki einu sinni kiistin- dóm. Hann leiddi lærisveina til þekk- ingar á staðreyndum — og leiðir enn. Þeir, sem komnir eru til þekkingar á þeim staðreyndum, hafa lifað þær í sjálfum sér, deila ekki innbyrðis, því að þeir hafa séð hið sama á sama hátt. Út á við kjósa þeir að standa utan við deilur, en eru knúnir til að taka þátt I jákvæðum átökum og fúsir til sam- skipta við alla, sem sannleiksþekk- ingar leita. Ekki má misskilja orð min svo, að ég vilji troða þessari skoðun inn á aðra. Því er öfugt farið. Skoðanir sem gleypt- ar eru með húð og hári, án þess að á siig sé lagt að lifa þann veruleika, sem þær eru sprottnar af, eru dragbítur á mannlegri þróun. Betra að lifa lífinu sjálfu og bíða þess með rósamd að skoð- anir vaxi innanfrá. Þannig eru meixi 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.