Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 7
Jónas Magnusson, Stardal: taglegt líf Búskapur Eggerfs Brlem í Viðey heimilishættir á vil ég minnast nokkrum orðum á húsbændurna í Viðey, heimilishætti þar og sam- Bkipti húsbændanna og fólksins, eins og það var í daglegu lífi og Btarfi. — Fólkið á Viðeyjarheimilinu var óvenjulega frjálst. Þar gekk að heita mátti hver að sínu verki. Það var eins og fólkið vissi ekki í daglegum Btörfum af húsbændunum. Fólkið var mjög samrýnt, — og húsbænd- urnir því. Ef einhver verkmaður þurfti að fara í land, sem var oft- ast til Reykjavíkur, bættu hinir á Big hans verkum. Og sama var með 6túlkumar — þær skiptu með sér mjöltunum, og piltamir gripu þá í að mjólka líka. Þannig var þetta ævinlega gagn- kvæmt. Aðrir slíkir frídagar þekktust ekki, og datt engum í hug að ætlast til þeirra á annan hátt. Þessu skiptu húsbænd- urnir sér ekkert af, að öðru leyti en því, að þau vildu að þau væru iátin vita. Sama var að segja, ef koma skyldi samdægurs aftur, og ganga þá auðvitað inn á Klettinn; þá var það alltaf eins og sjálfsagt hjá flutningamönnunum og húsbændunum að sækja yfir. En aliar elíkar ákvarðanir um að koma á Klett- inn urðu að standa heima. Reyndar fcír vinnufólkið slíkar ferðir mjög sjaldan, einkum að vetrinum. Helzt voru það Btúlkurnar, sem þurftu að fara fyrir jólin. Það þekktist aldrei í Viðey að fara í land til að skemmta sér. Það var hvergi skemmtilegra en einmitt þar. Það var miklu tíðara að fólk, sem búið var að vera í Viðey, kom þangað um há- tíðir, einkum á jólum og nýárL I Viðey voru allar viðgjörðir mjög jgóðar; alltaf mikill matur og vel til bú- inn, en í þá tíð var kannski ekki hvað minnst metið að fá góðan og nógan mat og að geta verið vel til fara að fötum. Húsakynni í Viðey eru mikil og rúm- 'góð, og ekki þarf að lýsa þeim, því það vita allir, sem séð hafa Viðeyjarstofu og þekkja til. Herbergin á loftinu voru rúmgóð og björt, sem starfsfólkið var mjög ánægt með. Rúmfatnaður var ágæt- ur, sem heimilið skaffaði öllu fólkinu. Allt þetta gerði fólkið ánægt. Allt starfs- fólkið borðaði saman í einni stórri stofu xiiðri í húsinu, nema hjónin og gestir eem oft voru. Þessi borðstofa var líka nokkurs kon- er baðstofa, sem fólkið sat og dvaldi 1 öllum sínum frístundum. Og ef eitt- hvað var unnið í höndum inni, þá var fólkið þar. Þessi rúmgóða stofa var allt- af vel hituð upp strax að morgni á vet- urna. Stúlkurnar unnu þar við fatavið- gerð þjónustumanna sinna. Þar var stórt strauborð inni, og eldhúsið var við hlið- ina á borðstofunni. Þangað lét Katrín Gunnlaugsdóttir smala öllum olíulömp- um daglega úr öllum herbergjum húss- ins, eftir morgunmat. Þar hreinsaði hún þá og fægði og setti á þá olíu og lét Eiðan hvern á sinn stað. Við urðum að koma með fjósaluktirnar inn til hennar til að hreinsa þær, og var það ekki svo lítið verk, því þær vildu stundum reykja hjá okkur. Þessi staður var aðalmiðstöð heim- ilisfólksins milli útiverkanna, og var þá oft glatt á hjalla í borðstofunni, og þá ekki sízt ef húsbóndinn var sjálfur með, sem oftast var, þegar hann var heima og ekki inni á kontór. sínum að skrifa. Oft var mikið spilað á kvöldin, einkum framan af vetrinum. Þá var Eggert oft aðal driffjöðrin í spilamennskunni, eða stundum að tefla við þá, sem það kunnu. En Eggert þurfti líka endilega að kenna okkur hinum að tefla, sem ekki kunnum það áður. Ég hygg, að Eggert hafi verið góður taflmaður, því hann var eldfljótur að sjá út leikina, þegar hann var að segja okkur til. Enda var það auðséð, þegar hann tefldi við þá, sem við litum upp til sem slíkra. Fjórbi og siðasti hluti S tundum var Eggert að kenna okk- ur hinum yngri leikfimi og láta okkur beinlínis æfa hana. Þetta var á kvöldin, þegar búið yar að þvo sér og ræsta. Eggert var góður leikfimismaður, mjúk- ur og allvel sterkur. Alltaf las Eggert einhvern tíma vetr- arins góðar bækur fyrir allt fólkið. Urðu þá allir að koma saman í baðstof- unni að hlýða á. Þetta voru nokkurs konar kvöldvökur, sem enginn vildi missa af. Stundum kom hann inn til okkar með torráðnar setningar, eða eins konar gát- ur eða reikningsdæmi, og var þá eins og hann væri að tala við sjálfan sig, bara til að vita hver yrði fljótastur að svara rétt, og ef svarið kom rétt og fljótt, sagði hann eitthvert hrósyrði, kímdi og gekk inn til sín aftur. Þetta m.a. mat og virti fólkið — gerði það frjálsara, félagslegra og sam- rýndara hvað öðru — eins og að einni fjölskylduheild. Það voru þessir aðlaðandi umgengnis- hættir Eggerts Briem meðal fólksins, sem hjá honum vann, sem gerðu hann að ágætishúsbónda í víðtækustu merk- ingu. Hann hafði yfirleitt öll dagleg verk í föstum skorðum. Hann var um- fram allt glöggur og fljótur að skipu- leggja verk og réttar vinnuaðferðir. Þar af leiðandi gengu störfin bæði rétt og reglulega, og mátti næstum segja, að hver væri húsbóndi síns úthlutaða verks. Vegna þeirrar niðurröðunar, sem Egg- ert hafði á flestum verkum við búið, þurfti hann ekki að vera neinn skip- andi húsbóndi frá degi til dags. Hann gat verdð heima svo skipti vikum, eink- um á vetrum, og umgengizt fólkið í þess dagiegu störfum, án þess að skipta sér af verkum þess. En Eggert í Viðey átti aðra hlið sem húsbóndi, sem ég hygg að fáir eigi, og að minnsta kosti ekki neinn sem ég þekki — og ég vil ekki að sú minning glatist. að var næsta lærdómsríkt öllu fólki, og ekki sízt ungum mönnum, að vera hjá Eggert og eiga hann fyrir húsbónda. Sjálfur hafði Eggert gaman af unglingum og hafði þá gjarna með sér, ef hann var í einhverju verki. Þá var hann æviniega að fræða mann um eitt og annað, segja til og beinlínis að kenna. Hann gat aldrei séð staðið ambögulega að verki, horft á röng og klaufaleg handtök eða verkfærum beitt klaufalega og stirðlega, nema sýna rétta stöðu og handtök og kenna það til hlítar. „Yngismenn eiga að ganga fallega, réttir og beinir, ekki álappalega og bogn- ir eða letilega. Það gefur mynd af ó- sjálfstæði og undirgefni. Ungir menn eiga að rækta sjálfa sig, ekki sízt útlit sitt. Menn eiga að virða sjálfa sig. Sjálfs- virðing er dyggð, sem allir ungir menn eiga að rækta með sér, hún hefur alla kosti siðaðs manns“, sagði Eggert. Sama var að segja, ef hann heyrði talað skakkt orð, sagðar ambögulegar setningar, hljóðvillur eða flámæli. Allt þess háttar leiðrétti Eggert, og það svo. eftirminnilega, að það sat í mönnum og gleymdist aldrei. Ef þetta kom fyrir inni í borðstofu okkar og mörg voru þar saman komin, þá var eins og hann talaði til allra, líkt og í kennslustund. Einnig hvatti Eggert unga menn til að lesa góðar bækur og leit beinlínis eftir, að þeir gerðu það. Hann léði þeim fræði- bækur og valdi þær sjálfur. Hann útskýrði hvers virði væri lestur góðra fræðibóka. Menn gætu öðlazt mikla þekkingu af sjálfum sér, ef þeir hefðu greind og vilja til að lesa góðar bækur í frístundum sínum, sagði Egg- ert oft við okkur. Hann beinlínis leit eftir því, að við ræstum okkur, þegar komið var frá verkum á kvöldin, áður en borðað var, og að við færum úr óhreinum vinnufötum. Þess utan fengu menn aldrei að ganga til borðs nema þvo sér um hendur og fara úr óhrein- um utanyfirfötum. Ég læt þessi fáu dæmi nægja, þó ótal margs fleira mætti minnast, þegar talað er um Eggert frá Viðey sem hús- bónda. Ungt fólk a.m.k. gat alveg eins tileinkað sér hann sem eins konar upp- eldisfræðara í mannrækt og siðfræði eins og húsbónda sinn. E kki hafði heimilisfólkið í Viðey eins mikil dagleg kynni og umgengni við frú Katrínu eins og Eggert, þegar hann var heima, nema stúlkurnar auðvitað, og þá einkum þær, sem hirtu um húsið niðri. Hún tók ekki eins mikinn þátt í kvöld-gleðskap og spilamennsku og Eggert, nema þá um helgar og á hátíð- um. Enda var hún með börnin, sem öll voru ung, þau er fædd voru. En þó áttu allir í Viðey góða og nærgætna hús- móður þar sem frú Katrín var. Sér- staklega ef einhvers þurfti með og eitt- hvað var að, veikindi eða annað. Þá var hún sjálf komin til að sjá um, að gert væri það, sem henni fannst að gera ætti. Frú Katrín og nafna hennar Gunn- laugsdóttir höfðu alltaf til einhver með- ul og alls konar smyrsl, eða nokkurs konar apótek, því það var ekki alltaf hægðarleikur að hlaupa til læknis úr Viðey, þótt stutt sé leiðin til Reykjavík- ur. Svo gat stundum staðið illa á með veður yfir „Sundið“. Enginn gætti eins nákvæmlega báts- ins og flutningsmannanna, þegar þeir voru að fara yfir „Sundið“, ef eitthvað var að veðri, eins og frú Katrin. Hún hafði ekki augun af bátnum fyrr en hann var lentur. Þá var oft, að hún bað mig að skreppa ofan eftir og hjálpa þeim Eggert Briem að setja upp bátinn, þegar þeir komu að, þreyttir eftir barninginn heim. Þá tók hún sjálf á móti þeim með góðri aukahressingu. Frú Katrínu var mjög annt um sjó- mennina. Fylgdist með búnaði þeirra — og að þeir fengju hjálparmenn, ef slæmt var talið yfir sundið. Enda held ég, að frú Katrín hafi haft gott vit á sjólagi, en hún var líka alin upp í hinu mikla sjávarplássi, Bildudal. Hún hafði líka gaman af að taka stundum í ár milli lands og eyjar. Því var stundum, að hún lagði til, ef illa leit út á sundinu, að þeir færu fjórir á stóra bátnum. Alltaf þurfti að hafa gát á Köll- unarklettinum, eins og áður er á drepið hér að framan. Einkum ef gott var veð- ur og eins þó ekki væri fólk frá Viðey í landi, sem von var á. Það mátti alltaf búast við að einhverjir gestir kæmu, því þeir, sem voru kunnugir í Viðey, vissu að komið var yfir. En enginn gætti Klettsins betur en frú Katrin. Hún hafði það að reglu, þegar gott veður var, að líta við og við yfir í sjónauka, sem hafður var í gluggakistu einnar suður- stofunnar. Annars fannst öllum í Viðey, sem á gangi voru úti, það skylda sín að líta yfir á Klettinn, því oftast sást vel til manna þar í sæmilega björtu veðri. Og allir kunnugir höfðu vit á því að vera á hreyfingu. Eins heyrðist kall, ef stillt var og farið að kvölda. En þá var það eitthvert heimilisfóik — og fyr- irfram ákveðið. Alltaf var talið eins og sjálfsagt, ef gestir komu, eins þó þeir væru að finna einhvern af vinnufólkinu þar, að þeir fengju flutning yfir á Klett- inn. Þá var það stundum ,að frú Katrin bað okkur hina að skreppa yfir, ef svo stóð á, til að hlífa flutningsmönnunum. Og eins vissi hún, að okkur var það LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7 11. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.