Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 9
„Maison Suisse“ í París — þar sem áætlanir hans breytast í veru- leika. Le Corbusier vill skipuleggja manna- byggðir á þrennan hátt: Búnaðareining- in hefur það hlutverk að framleiða mat- væli. Svo kemur „þráðlaga" iðnaðar- borg, sem framleiðir varning og önnur gæði, en geislunga-hringborgin er mark- aðurinn, þar er aðsetur stjórnar, verzl- unar og mennta. í þráðlaga iðnaðarborg er legu íbúða og vinnustaða þannig háttað, að nær engin umferð myndast, ©g þrátt fyrir nálægð íbúða og verk- smiðja eru þær fyrrnefndu staðsettar ineðal grænna valla og skógarlunda. Hinar hringmynduðu „markaðsborgir“ mynda hinar miklu menningar- og verzl unarmiðstöðvar landanna. Þær eiga það að vísu sameiginlegt með stórborgun- um, sem við höfum fengið að erfðum frá 19. öldinni, að teygja sig í allar áttir, en þó fylgja þeim engar útborgir, engar „angalýjur" eða útvextir á jöðrunum. Borgir Le Corbusiers eru aðallega „láréttar garðborgir“, einstök húsbákn er standa ein út af fyrir sig með græna fleti á allar hliðar, sem ekki eru háðir takmörkunum götulínunnar. „Gatan er renna, djúp glufa, þröngur gangur. Hjartað særist, er það nýst við múra hennar, enn þann dag í dag, enda þótt það hafi orðið að sætta sig við hana í þúsund ár. , . . Gatan eyðir okkur. CXkkur býður við henni. Hvers vegna frá árunum 1930/32 er hún eiginlega enn við lýði?“ Til sam- anburðar lýsir Le Corbusier framtíðar- sýn sinni, er hann reynir að flytja lesandann til „Ville radieuse", „geisla- borgarinnar": „Þér eruð á mjúkri gras- flöt undir trjánum, iðgrænni breiðu. Loftið er tært, umferðarþytur er enginn. Nú sjáið þér engin hús lengur. Jú, bíðið við. Gegnum laufkrónur trjánna, gegn- u>m fagurt knipplinganet laufblaðanna sjáið þér tröllaukna kristalla bera við loft . . . kristalla, sem endurkasta fagur- bláma himinsins, en ljóma af eigin ramm leik í grádrunga vetrarins. Þeir virðast fremur svífa í lausu lofti en standa á jörðinn'i“. Corbusier vill ekki aðeins endurskapa borgina, heldur líka minnstu einingu hennar, húsið. Húsin, sem hann reisti milli 1920 og 1930, vörpuðu engu ljósi á þessar skipulagshugmyndir Le Corbusiers, því að þau voru mun- aðarbyggingar fyrir ríka eigendur, enda lifði skapandi frönsk húsagerð- arlist á þessum árum af náð auð- ugra listvina. Hins vegar fengu slíkir húsameistarar miklu fyrr opinber verk- • efni í Þýzkalandi og tókst þar að komast í forustustörf innan þess skrifstofubákns, sem byggingum stjórnaði. En í einbýlis- húsum Le Corbusiers má greina nærri alla þá þætti, sem hafa einkennt hinar stóru húsasamstæður, er hann hefur reist frá og moð Unité d’Habitation í Marseilles: breytilega grunnmynd, sem leyfir óþvingaða og þjála skiptingu grunnflata efri hæðanna, tveggja hæða stofu, sem ganga má úr inn í önnur her- bergi, súlur í stað veggja í neðstu hæð- inni, svo að grænir vellir eru jafnt undir húsinu sem í kringum það — og garða á flötum þökunum. annig litu þá hús út í gervi „íbúð- arvéla“. Þetta orð hefur bæði orðið frægt og illræmt. _ „Hin' eldri hús misnotuðu rúmið. Maður verður (það er bæði nauð- synlegt og ódýrara) að líta á húsið sem íbúðarvél eða verkfæri". Hér er alls ekki átt við, að íbúðir manna eigi að vera vél- rænar, heldur að húsin — sem og borg- irnar — þurfi að skipuleggja að nýju í smóatriðum, til þess að hver hluti þeirra eigi rétt á sér. Verkfæri eru reynd til að athuga, hve lengi þau dugi við vinnu manna, og hvers vegna má þá ekki rann- saka, hve vel hús séu fallin til að búa í þeim? Le Corbusier hefur aldrei verið áhang- andi hins hreina starfsstíls (funktional- ismans). Hreinstefnumenn eins og Bruno Taut höfðu fyrirlitningu á honum sem skóldmenni, þótt hann væri nýddur opin- beriega fyrir að finna upp „íbúðarvél- ina“; þeir töldu byggingarlist hans eins konar stofumálverk. Hvað áttu menn líka að halda um húsameistara, sem skrifaði vinnuveitendum sínum bréf, þar sem hann líkti húsum sínum við eyju Róbínsons Krúsós og málverk Carpac- cios? „íbúðarverkfæri“ Corbusiers voru alltaf ’myndir líka — myndir til að búa í. En hvorki samspil hinna ljósu flata í fyrstu verkum hans, hinn stórbrotni skipsbógur, er myndar suðausturhorn kirkjunnar í Ronchamp, né traustir, lok- aðir veggir klaustursins La Tourette, sýna óviðeigandi notkun á lögmálum málaralistarinnar í bundinni list húsa- meistarans, sem verður að þjóna ákveðn- um tilgangi. Ii e Corbusier hefur gert ótal skipu- jagsuppdrætti að borgum um allan heim iim ævina: Rio de Janeiro, Buenos Aires, Algeirsborg, Antwerpen, Bogota, Berlín og marga uppdrætti að París. En þegar reist var Chandigar, höfuðborg hins ind- verska fylkis Panjab, auðnaðist honum í fyrsta sinn að skipuleggja og byggja stóra borg. I Chandigar má líta listina að byggja myndir. Brasilia, sem er önnur helzta borg, sem reist hefur verið á síðustu árum, er reist yfir tóknmynd: krossinn. í Chandigar er ekki um neina táknmynd að ræða, enda hefði slík aðferð aðeins leitt til umferðarvandræða sökum óeðli- legrar legu gatna, eins og reyndin hefur orðið á í Brasilíu. í stað hinna stórfenglegu ása státar Chandigar af stórfenglegri byggingarlist einmitt þar, sem hún á heima; þ.e.a.s., Le Corbusier og Mies van der Rhoe í Stuttgart árið 1926 þar sem heilli þjóð tekst að sýna sam- bandið milli stjórnarstofnana sinna og meira að segja afstöðu sína til alls sköp- unarverksins. Stjórnarsetrið í Chandigar með stjórnarráðshúsi, þinghúsi og dóm- húsi er ekki aðeins snjallt skipulag þrí- víðra mynda. Það er einnig eins konar „aðsetur spekinnar", þar sem fjöldi tákna er samstilltur í eina víðfeðma heild: minnismerki hinnar opnu handar, turn sjóndeildarhringanna fjögurra, hinn har- móniski spírall, Modulormyndin og tákn hinna tuttugu og fjögurra stunda. „C orbusier er skáld!“ L—C þarf ekki lengur að bíða opinberunar drukk- ins skálds til að öðlast hina dýpstu full- nægju. Tvo aðra mikla húsameistara á 20. öld mætti nefna skáld, þá Frank Lloyd Wright og Mies van der Rhoe. En það, sem hvorki duttlungafullri hug- myndaauðgi Franks Lloyds Wrights né erkibiskupslegum strangleika Mies van der Rhoe tókst, heppnaðist hinum reglu- bundna og félagskennda „skáldsakp" Le Corbusiers: að draga upp nýja mynd af box-gum mannkynsins. „Pílagrímskapellaii“ við Notre Dame du Haut í Ronchamp, nærri Belfort (frá 1950/53). — Corbusier hefir sagt, að hann hafi haft höfuðbúnað nunna í huga, er hann teiknaði kapelluna. 11. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.