Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 5
sem kom út árið 1917, eins og áður segir. Á Þ Jegar samtímamaður ætlar sér að skrifa um sænska skáldið og Nóbelsverðlaunahöfund- inn Pár Lagerkvist, þá fer hann beinlínis hjá sér vegna þess hve margt í lífsreynslu hans er hliðstætt reynslu þessa einstæða listamanns. Fæddur á trúræknu heimili í neðstu rim miðstéttanna. Sendur í latínu- skóla þrátt fyrir bágan efnahag. Orðinn guðleysingi í öðrum bekk. Lagerkvist gekk með blóðrauðan hring á fingrinum og var hann tákn byltingar. Háskólanám sem færði honum heim vitneskjuna um til- gangsleysi lífsins, tómleik rúmsins og skortinn á frjálsum vilja hjá manneskjunni, vandamál sem hann átti eftir að glíma við alla ævi þaðan í frá. Kynni af verkum Nietzsches og Strindbergs og af norska tímaritinu „Kunst og kultur“, sem kynnti fyrir okkur Edward Munch, Cézanne, Gauguin, van Gogh og Picasso. E, , n svo kom heppnin til skjalanna í lífi Lagerkvists. Árið 1913 kom hann til Parísar og kynntist af eigin raun hin- um „analýtíska“ og „sýntetíska" kúbisma Picassos og Braques, og þessi heiðríka reynsla varð þess valdandi að hann þroskaðist fyrr en jafnaldrar hans á Norðurlöndum. Þegar árið 1914 var hann þess umkominn að gefa út bókina „Orðlist og myndlist", þar sem hann lagði fram greinargerð fyrir væntan- legum skáldskap sínum, sem varð bæði tilraunakenndur og braut í bága við natúralismann. En þó Lagerkvist væri ósveigjanlega strangur, þá var hann alls ekki einstrengingslegur eða „rétttrúað- ur“ í neikvæðri merkingu, eins og sjá má af því sem hann skrifaði í „Teater“ fjórum árum seinna. Þar segir hann m.a.: „Sé baráttan fyrir nýju formi ekki jafnframt barátta fyrir dýpri per- Bónulegri sýn á lífinu, þá eiga menn fyr- ir hvern mun að leiða hana hjá sér.“ Fyrri heimsstyrjöld og ábending henn- ar um tilgangsleysi lífsins og angistin, sem upp af henni spratt, hafði svo djúp- tæk áhrif á Par Lagerkvist, að hann varð fyrsti höfundur á Norðurlöndum til að tjá hana. Þegar árið 1916 gaf hann út ljóðabók. Hún hét einfaldlega „Áng- est“ — Angist. Þar segir hann: 'Ancjest, ángest ár min arvedel, tnin strupas sár, mitt hjártas skri t várlden. Og árið eftir kom leikrit eftir grískri fjuirmynd, „Sista manskan" (Síðasta manneskjan), um algera útrýmingu mannsins og mannsandans. Það er svart- «sta bölsýnisverk í öllum skáldskap hans. /s thyglisverðari eru þó leikritin í •nda kúbismans, þrír einþáttungar sem •llir bera heitið „Den svára stunden“ (Hin þungbæra stund), og einþáttungur- inn „Himlens hemlighet“ (Leyndarmál himinsins). Þeir sýna að þrátt fyrir guð- leysið, hafði óhamið hugarflug Lager- kvists tilhneigingu til að komast yfir gröf og dauða út í geiminn í því skyni að spyrja um tilganginn. Fyrsti einþátt- ungurinn með nafninu „Den svára stund- en“ á sér stað einni mínútu eftir bil- slys. Síðustu sýnum dána mannsins, þeirra á meðal bílnúmerinu, er raðað á bakgrunninn svo þær minna á mynd eftir Picasso. í þeim næsta liggur maður á banasæng. Hjá rúminu gengur röð af fólki af götunni eins og á gangstétt, meðal annars ber þar fyrir augu hinn deyjandi mann á yngri árum með unn- ustu sinni, ungri og fallegri, og aftur á efri árum með aldraðri eiginkonu sem nú er orðin skass. Samtölin eru svo há- stemmd, að maður býst við lausn lífs- gátunnar á hverri stundu. f þriðja ein- þáttungnum með sama nafni reikar lít- ill, látinn drengur um dimman geiminn með kerti í hendinni og leitar guðs. Hann hittir nokkra látna menn, sem hafa gefizt upp á leitinni og fengið sér sæti til að klóra sér á tánum um alla eilifð. Drengurinn verður náttúrlega að athlægi meðal þeirra, en apaköttur hrifs- ar af honum kertið og gleypir það. En merkilegastur einþáttunganna er þó „Himlens hemlighet", því þar koma í fyrsta sinn fram nokkrar af hinum táknrænu persónum sem koma við sögu í öðrum verkum Lagerkvists. Litli gamli maðurinn sem er að saga eldivið: hann er guð í „Det eviga leendet" (Brosið eilífa). Vitskerta unga stúlkan sem leik- ur á gítar, er vantar fallegasta streng- inn: hún er sjálfsagt hjálpræðishers- stúlkan í „Gast hos verkligheten" (Gest- ur veruleikans). Böðullinn sem stöðugt situr og sviptir hausum af brúðum: hann er auðvitað höfuðpersónan í hinni and- nazistísku og stórvel gerðu smásögu „Böðullinn“, sem var samin þegar á ár- •inu 1933. Og loks hinn hlægilegi og ill- kvittni dvergur: hann er uppkastið að einni mestu mannlýsingu Lagei'kvists, höfuðpersónunni í renessansa-skáldsög- unni „Dvergurinn“. Þ, Eftir Torn Kristensen lífðinni með því að segja sögur af sjálf- um sér, ákveða loks að taka höndum saman og leggja upp í leiðangur i leit að guði. Meðal hinna látnu eru þrír frelsarar, og einn þeirra, sem var á sín- um tíma krossfestur, hefur nú komizt að raun um að hann var alls ekki son- ur guðs. Þegar þeir seint og síðarmeir finna guð, lítínn. gamlan mann sem er að saga eldivið, þá segir hann þeim að hann hafi skapað þá vegna þess eins, að af tvennu illu sé þó betra að vera til en að vera ekki neitt, og að hann hafi skapað börnin vegna þess að hann var í svo indælu skapi þá stundina. Já, hér verður brosið eilífa eins konar gagnstæða við hjákátlega hegðun hinna dauðu í einþáttungunum fjórum. Sömu birtu stafar frá ljóðasafninu „Den lyck- liga vag“. En árið 1923 kom frá hendi Lagerkvists óratóríum sem hann nefndi „Den osynliga" (Hinn ósýnilegi) þar sem bjartsýnin varð grunntónninn, með þeim afleiðingum að efahyggjumenn hristu höfuðið. „Den osynliga" er and- skaut leikritsins „Síðasta manneskjan" . ð sjálfsögðu gerist ýmislegt I þessu óratóríum. Verk LageiTkvists hafa jafnan eitthvað fyrir augað. En hugsuninni í því verður bezt lýst með orðum norska rithöfundarins Ragnliild Fearnley, sem hefur skrifað fróðlega bók um hann. Hún segir: „Hinn ósýni- legi er ekki guð, heldur mannsandinn sem ævinlega er nærstaddur, þó hann sé ósýnilegur, og er hluttakandi í öllu lífi okkar og baráttu. Mannsandinn sem birt- ist í fórainni og kærleikanum og býður dauðanum byrgin. Hann mun einhvern- tíma sigra efnið og brjóta á bak aftur hin blindu öfl lífsins". Þessi hugsun er ekki ný af nálinni. Goethe hefur t. d. sagt: „Andi vor er óendanlegur, og starf hans heldur áfram frá eilífð til eilifðar.“ En hvað er það annars sem Goethe hefur ekki sagt, og hvaða hugsanir skyldu vera nýjar? Það sem er athyglisvert er formið sem þessi hugsun hefur fengið hjá Lagerkvist, einkanlega í „Det besegrade livet“ (Hið sigraða líf) frá 1927 og „Den befriade manskan“ (Hinn frelsaði maður) frá 1940. Formið er þetta: Lífið, hin lífræna náttúra, jurtir og dýr, gat ekki skapað verðmæti eins og réttlæti, góðvild og kærleik til náungans. „Maðurinn varð að koma“, eins og segir í „Den befriade manskan". „Maðurinn var afkvæmi and- stæðna, tragískrar tvíhyggju, einhvers konar margræðis í eðli lífsins. Maðurinn var það eina sem gat rúmað allt í sér. Maðurinn einn gat liðið þjáningar — og maðurinn einn gat sokkið niður í hyl- Nobelsskáldið Pár Lagerkvist á miðjum aldri. essir einþáttungar hljóta að hafa verið samdir í Kaupmannahöfn, þar sem Lagerkvist dvaldist á árum fyrri heims- styrjaldar. Hann varð þó ekki kunnur í Danmörku fyrr en Carl Gad rektor skrifaði um hann grein i „Litterært mánedsmagasin", og leiddi það til þess að fyrstu útgáfur af bókum hans með hin um fallegu káputeikningum Griinewalds tóku að safnast í bókahilluna hjá mér. Bonniers-forlagið hefur ævinlega vand- að séi-staklega til bóka eftir Lagerkvist. Og þegar hin kaldhæðna og bjarta skáld- saga „Det eviga leendet“ (Brosið eilífa) kom út árið 1920, varð ég svo hrifinn, að ég áræddi að halda um hann fyrir- lestur í „Litterært samfund". í þessari skáldsögu hætti hið víð- feðma og háspekilega ímyndunarafl hans sér aftur út í geiminn til að hafa upp á tilgangi lífsins. Hinir látnu, sem sitja alltumkring úti í geimnum og eyða ei- 11. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.