Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 8
Le Corbusier hefur aldrei verið áhangandi hreins starfsstils sumum kærkomin tilbreyting að mega fara með bát upp á eigin spýtur yfir. Þegar mikla sjóslysið varð — að heita mátti upp við landsteina í Viðey'' í of- viðrinu 7. apríl 1906, og enginn Við- eyingur getur gleymt, sem þar var þá, klæddi frú Katrín sig í karlmannsföt og fór með karlmönnunum út í ofsaveður og hríð til geta verið viðbúin að veita hjálp, ef hugsanlegt væri að einhverjir af mönnunum skoluðust að landi með lífi. Var lengst af vonað, að skipið bæri af „skerinu" og. að því skolaði nær landi. Hún lét flytja niður að sjó mikið af teppum og ábreiðum, hahdbörur, ef með þyrfti, heitt kaffi var í brúsa o. fl. Þarna stóð Katrín niðri við fjöru, þar til vonlaust var um björgun. Þannig var frú Katrín Briem, ef eitthvað var að, sem skipti máli. Þá var hún ævinlega komin sjálf, orðfá, stillt og einhuga, og - vökul fyrir því, sem heimilið gat veitt og látið í té. Það grúfði mikil þögn og alvara yfir Viðeyjarheimilinu lengi eftir þennan sorgaratburð, og hjónin tóku þetta mjög nærri sér. Eitt sinn urrt vorið á sunnudegi fór Eggert sjálfur að hreinsa til í fjörunni, þar sem slysið varð. Ég var þá með hon- um, eins og svo oft, þegar hann var eitthvað sjálfur að gera. Þarna lágu til og frá um fjöruna og malarkampinn fata ræflar, snærabuskar, eitt og eitt stígvél, brotnir dallar og skrínur, seglrifldi og ýmis önnur brotin áhöld, sem Eggert sagði að sér væri mikil raun að sjá þegar hann gengi þarna um. Þetta dót týnd- um við saman í eina dæld eða gryfju, og mokuðum síðan. Þá sagði Eggert:- „Mikið hefði ég viljað gefa til, að þessi atburður hefði ekki orðið hér í Viðey“. . Hér verður ekki sagt frekar frá þess- um atburði. Nánari frásögn um hann er að finna í „Fortíð Reykjavíkur" eftir Árna Óla, rithöfund. Þar er líka frásögn eftir mig um það, sem gerðist í Viðey þennan dag. Ekki get ég lokið við þennan þátt án þess að segja nokkuð frá hátíðahöldum og tyllidögum í Viðey, einkum þó jólum og nýjári, sem okkur flestum fannst mikið til um, miðað við það, sem menn mundu heima hjá sér. Það var alltaf mikill undirbúningur fyrir allar hátíðir, þó sérstaklega miklar jólaannir. Ég man vel hvað manni þótti gaman að öllum þeim mikla undirbún- ingi og tilstandi löngu áður. Þá fóru hjónin til Reykjavíkur og voru í bænum 2 — 3 daga til að kaupa jólagjafirnar og annað til jólafagnaðar. Fullorðna fólkið þurfti sumt líka að skreppa, einkum stúlkurnar. Það var venja að slátra nokkrum kindum fyrir jólin. Það voru landskuldaær frá Esjubergi á Kjalarnesi, sem gengu á Eynni frá hausti og voru orðnar vænar. Séra Eiríkur Briem, faðir Eggerts, átti þá jörð og fleiri jarðir þar á Kjalarnesi. Það var farið að baka löngu fyrir jól — ótal kökutegundir. Það gerði Katrín Gunnlaugsdóttir. Hún var stórvel að sér, bæði til munns og handa. Maður var fáanlegur að gera snúning fyrir Katrínu, þegar hún var í mestum önnum við kökubaksturinn. á voru hreingerningar og þvottur — stundum eitthvað málað af stofum eða herbergjum. Gera þurfti öllum karl- mönnum nýja skó. Þá var þar sem annars staðar gengið á skinnskóm, þó að þar þætti maður ekki með mönnum, sem ekki átti sparistígvél. Láta þurfti hreinar gardínur fyrir alla glugga í öllu húsinu og fleira þ. h. Þá varð að þvo kirkjuna og taka til í henni. Það var alltaf siður,- þegar messa átti þar. Svo komu blessuð jólin. Öllum verk- um áttum við að Ijúka úti í fyrra lagl báða dagana, aðfangadag og jóladag. Urðum við því að byrja heldur í fyrra lagi á kvöldverkunum. Allir áttu að vera búnir að skipta um föt og komnir niður í borðstofu um kl. 9 (klukkan var mjög mikið á undan réttum tíma). Áður en dimmdi, ' var farin aukaferð yfir á „Klettinn" að sækja séra Eirík Briem og aðra gesti, sem oft voru í Viðey yfir jólin. Það voru oftast einhverjir ættingj- •ar eða kunningjar hjónanna. Þegar allir voru tilbúnir, var sezt að matborðinu, sem var bæði fallegt og matarmikið. Það var föst regla þetta kvöld að hafa nýtt steikt kindakjöt með alls konar auka réttum. Síðar um kvöldið var allt fólkið sam- ankomið inni í stofum hjónanna. Þá var kveikt á stóru,. skrautlegu jólatré, sem stóð á stóru dúklögðu borði, og í kring- um það var raðað eplum og sælgætis- pokum. Þegar inn var komið, var byrjað á að syngja jólasálma. Allir áttu að taka undir og syngja, éins þeir sem ekki þótt- ust geta, og frú Katrín lék undir á píanó. Síðan las séra Eiríkur jólalesturinn. Að lestrinum loknum. var öllum boðið að fá sér epli og annað góðgæti af jóla- trénu. Svo komu jólagjafirnar, sem voru í stafla, undir borðinu, sem jólatréð stóð á. Það voru litlu systurnar, Ingibjörg og Ásthildur, sem trítluðu með bögglana til hvers og eins, eftir því sem mamma þeirra las fyrir. Allar voru þessar jólagjafir gagnlegar, og eins og þær kæmu sér vel sérhverj- um. Oftast var það einhver flík eða þess háttar. Fallegar skyrtur, spariskór, útprjónaðar peysur, slifsi, svuntur, brjót- nælur, skinnvesti eða skinnjakkar, sem flutningamennirnir fengu, silfur skúf- hólkur og margt fleira, sem ón efa kom sér vel. Ég, til dæmis, fékk mjög fallega peysu, útprjónaða, og fallega húfu. Þetta var á fyrstu jólum mínum þar. Og auð- vitað þurfti Eggert'að fara með mig upp á herbergi og láta mig fara í peysuna, og sjá. hvernig hún færi mér. Síðan þurfti hann að sýna mig niðri 1 stofu í peys- unni. Þegar þessu var öllu lokið, þá var Yiðeyjarklukkan orðin margt. Þá kom kaffi með miklu af bakkelsi, og gaf þá Eggert fullorðnu karlmönnunum dropa út í kaffið. Séra Eiríkur sagði einhverjar skrítlur eða sögur. Var þá komið fram á nótt. Aldrei var spilað þetta kvöld, eða nokkur þess háttar gleðskapur hafð- ur um hönd. Á jóladagskvöld, að loknum öllum nauðsynlegum verkum, var mikil hangi- kjötsmáltíð, og að henni lokinni var tek- ið til við að spila. Sumt fólkið spilaði „Júkk“, aðrir vist. Var þá oft mikið fjör í spilamennskunni, eins og oftast Stundum var farið í ýmsa leiki, eða slegið upp í dans. Ekki skorti á miklar og góðar veitingar, sem húsmóðrin sjálf stóð þá oftast fyrir á hátíðastundum, og sá hún beinlínis um að fólk skemmti sér. Oftast var messað í Viðey annan jóla- dag, eða stundum á nýjársdag. Þá kom séra Magnús Þorsteinsson, prestur á Mos- felli. Þar var vel sótt kirkja, sagði séra Magnús, „öll sóknarbörnin með tölu“. Séra Magnús var þá alltaf eina nótt í Viðey. Tók hann þá þátt i spilamennsku með fólkinu og öðru því sem haft var til skemlntunar. A gamlárskvöld og nýjársdag var allt með líkum hætti og um sjálf jólin, nema fenginn var harmoníkuspilari á gamlárskvöld og dansað fram eftir nóttu. Húsmóðirin veitti vel úr búri sínu, urðu allir glaðir og tóku þátt í dansinum og annarri skemmtun, sem fram fór. Hún kallaði á mig inn í búr til sín og fékk Framh. á bls. 12 N - U var liðið að morgui“, segir Le Corbusier einhvers staðar í einni af 40 bók.um sínum, „og við tæmdum glös okkar og staðfestum trú okkar. Þá reis upp Ijóðskáldið Nesvald; geislandi, drukkinn og ótaminn hljóp hann á milli borð- anna og æpti: „Corbusier er skáld“. Þessa nótt öðlaðist sál mín djúpa fullnægju í fyrsta sinn“. Hann hefur alltaf viljað og vill enn vera skáld meðal húsameistara, Ijóðasmiður steinsteypunnar, sem töfr- ar Ijós og rúm með súlum og bitum. Honura er skáldlistin óaðskiljanleg rökvísi og nákvæmni; hann hefur eitt sinn skýrgreint hana sem „þann mann lega verknað að tengja skynhæfar myndir traustum böndum“. Átrúnaðar- goð Le Corbusiers er skipulagsafl flatar- málsfræðinnar. Teikningin að fyrsta húsi hans, einbýlishúsi í ættbæ hans, La Chaux de Fonds, er aðallega gerð með samhliða línum og hornalínum — hún minnir á reglusafn, svo strangt, að full- nægt hefði kröfum fransks stærðfræð- ings frá 18. öld. Leiguhús í Genf hefur hann nefnt „Clarité“, og háhýsisteikn- ing hans frá árinu 1919 heitir „Skýja- kljúfur í anda Descartes“. Meðan allar húsabyggingar lágu niðri á árum síð- ari heimsstyrjaldarinnar fann hann upp „Modulor“, hlutfallakerfi, sem á rót sína að rekja bæði til gullinsniðsins og stærðarhlutfalla mannslíkamans. Dyggðir Le Corbusiers eru reglu- semi, nákvæmni, seigla — og talsvert af bændaslægð. Við fyrstu sýn virðist svipur hans hvorki bera vott um aðlað- andi vingjarnleik né hjartanlegan kump- ánaskap, heldur varfærin manngæði, sem koma þó ekki í veg fyrir tor- tryggni. Trúarjátning hans þolir engar mótsagnir. Skoðanir hans eru réttar, og þess vegna þarf alls ekki að ræða þær; það gera þeir einir, sem ekki hafa skilið þær. Corbusier afsalar sér frem- ur viðskiptavini en hugmynd. Sérvizka Le Corbusiers og þolinmóð þrjózka hans, sem oft stappar nærri smámuríasemi, eru í góðu samræmi við uppruna hans. La Chaux de Fonds i vesturhluta Sviss er borg úrsmiða, en einnig trúvillinga, sem fluttust þangað frá Suður-Frakklandi. Úrsmiðir og trú- villingar hafa líka átt sínum hlutverk- um að gegna í lífi Le Corbusiers. Hann lærði graflist í Eeola d’Art í La Chaux de Fonds og hefur einnig kynnt sér hreyfingu Kathara á miðöldum rækilega. Og er ekki hinn óvenjulegi næm.leiki hans bæði eiginleiki úrsmiða og trúvill- inga? Þessir þættir virðast í andstöðu hverir við aðra, en þeir eru ekki tákn erfiðs og flókins persónuleika, heldur ríkrar — en einfaldrar skapgerðar. í augum vina sinna er hann Corbu — eða L—C, ein* oe hanp nefnir sig sjálfur — heiðar- legur og hreinlyndur maður, sem elskar góðan mat og góðar sögur. Meðal þeirra rithöfunda, sem eru honum kærastir, eru Rabelais og- Cervantes. Hugsanir hans koma að vísu fram í síbrey tilegum Eftir Wolfgang Pehnt myndum, en að baki þeirra liggja fáar og sterkar hugmyndir, sem fylgt hafa honum alla ævi — og þar birtist snill- ingur heimilishaldsins, sem álítur, að ekkert sé á eyðsluseminni að græða. F ormnýjungar Le Corbusiers eru saml sem áður afar margvíslegar. Löng sýnist leiðin frá hinum „nakta“ glæsi- leik einbýlishúsanna á þriðja tug aldar- innar til hinna miklu verka, þar sem byggingarefnið er mótað í líkingu við höggmynd, sem L—C hefur skapað síðan hann gerði kirkjuna í Ronchamp. En þær hugmyndir um híbýli mann- anna, sem að baki liggja, hafa ekki breytzt í áratugi. „Vinnustofu hinnar þolinmóðu leitar“ — „L’atelier de ia recherehe patiente“ — kallar Le Cor- busier mjóu vinnustofuna sína (sem líkist gangi) í Rue de Sevres i Farís, fbúðarhús í Nantes-Reze, nefnt „maisen radiuse" geislahús")' g LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. tölublað 1903

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.