Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 10
-------- SIMAVBÐTALIÐ _______________ Ljóstra jafnvel upp aldri fólks — 18800. — Borgarstjórnarskrifstofur. — Gætum við fengið sam- band við manntalsskrifstofuna? — Jú, gjörið svo veL («••••••• — Manntal! — Já, góðan dag Vilduð þér taka við flutningatilkynningu? — J>ví miður, ekki í síma. Þið verðið að fá til þess gert eyðubiað og útfyixa það. — En, ef við komumst ekki frá a venjulegum skrifstofu- tima? Hver er uppáhaldsmatur eiginmannsins „Segja má að Bjarni sé mikið fyrir fuglakjöt og einnig þykir honum alls kyns fisktegundir gómsætar. Skal þar fyrst telja nýsoð- inn lax og sömuleiðis þykir honum gott að fá soðinn rauðmaga. Af kjötréttum þykir hon- um kjúklingar beztir. Eiga þeir að vera steiktir í ofni (þar sem ég hef ekki grill), speðað á þá með vatni og síðan búin til sósa á venju- legan hátt. Einnig finnst honum kjúklingasúpa mjög Ijúffeng. Eftirlætisábætisrétturinn hans er „ananasfromage" og er hér ágætis uppskrift, sem er nokkuð stór, eða í tvær stórar skálar: 1 stór dós anans 6 egg 3 matsk. sykur % pottur rjómi 8 blöð matarlím. Eggjahvíturnar eru þeytt- ar og látnar til hliðar. Mat- arlímið er leyst upp í helm- ingi safans úr dósinni, sem síðan er notaður í búðing- inn. Rauðumar eru þeyttar með sykrinum, ananasinn skorinn í bita og síðan öllu blandað saman, síðast er hvítunum hrært varlega saman við“. ÍSPURNIN GUNNI svarar í' dag frú Diljá Ester Þorvalds dóttir, eiginkona Bjarna Guðjónssonar, veitinga- manns í Klúbbnum: — Lögregluvarðstofan tekur líka við tilkynningum um bú- staðaskpti. Hún er opin allan sólarhringinn. — Það er þá engin undan- koma? — JI’'æddur um ekki — og ef við komumst að því, að þið svíki^t um að tilkynna bú- staðaskipti, þá má búast við, að kæra verði send ykkur — og þið fáið sekL — Þetta er á Morgunblað- inu. Hver er svona óskaplega ákveðmn. eí við megum spyrja? — Hann heitir Jónas Hall- grímsson. — Nú, er það hann Jónas? Hver fær frímerkin af póstin- um, sem berst manntalsskrif- stofunni? — Ha, fca, ha! Því er nú fjandans ver, að hingað kemur svo að segja enginn póstur. Menn k-.n.a yfirieitt í eigin persónu með plögg sín hingað. — Jæja, en ykkar verkefni er þá aða.xega að fylgjast með því hvar íólk býr hér í borg? — Já það er kjarni málsins. Siá um rð fólk sé ekki skráð annars ttaðar en heima hjá sér. .. — Hvort sem það tollir nokkurn t.ma heima hjá sér eða ekki? — .. .rei, við önnumst bara bókhaldshiiðina, skráum bú- staðaskipti mamia bætum þeim við, sem Ixornir eru í heiminn — og stiikum hina út, sem fara. — Manntal fer þá ekkx jafn- oft fram og áður? —■ Nei, þetta breyttist með lögum árið 1954, með stofnun þjóðskrárinnar. Nú byggist þetta á skyldu borgaranna til að tilkynna aðsetursskipti, en manntal fer fram á 10 ára fresti á vegum Hagstofu ís- lands. — Það fellur þá væntanlega í ykkar hlut að semja kjör- skrána? — Ég held nú það. Þetta er okkar vertíð, aldrei jafnmikið að gera og einmitt síðustu mán- uðina fyrir kosningar. Við semjum kjörskrána og notxim til þess okkar spjaldskrá, sem lögð er til grundvallar, en höf- um líka hliðsjón að svonefnd- um „stofni“ þjóðskrárinnar. Þá höfum við allar upplýs- ingar um hvern og einn, hvort viðkomandi á að vera á kjör- skrá, eða ekki. — Hvort hann hafi misst kosningarétt? — Já, eða ekki búinn að fá hann. Það kemur svo margt til greina. — Og þeir, sem hafa kosn- ingarétt í Reykjavik við þing- kosningar í sumar eru? — ... .eru þeir, sem þúsettir hafa verið í borginni 1. desem- ber.... — .... en aldurinn er miðað- ur við kosningadaginn sjálfan? — Já, þeir, sem verða 21 árs fyrir kjördag fá að kjósa, nema ef um einhverjar undantekn- ingar er að ræða, efns og ég sagði áðan. — Og svo leggið þið kjör- skrána fram.... — .... já, með góðum fyrir- vara — og tilkynnum kæru- frest. Svavar Ge&ts sktrtfar um: Cliff Riehard: Bachelor Boy/ The Next Time. Tvö lög úr nýjustu kvikmynd enska söngv arans Cliff Richard. Síðasta mynd hans, „Hve glöð er vor æiska“, var sýnd hér á landi við mikla aðsókn fyrir nokkr- um mánuðum. Lögin á þessari plötu eru bæði róleg, hið fyrra er vals og líklega fyrsti valsinn, sem Cliff syngur inn á hljómplötu. Lagið venst nokkuð vel og áður en varir er maður farinn að raula viðlagið með Cliff. Hitt lagið er haagur foxtrot og nær ekki sömu tökum á manni og fyrra lagið, þó er ekki ólík- legt að þetta lag vcrði vin- sælt hér, eða öllu heldur plat- an, því unga fólkið á íslandi hefur tekið ástfóstri við Cliff Richard, og mega þeir Elvis Presleiy, Fats Domino, Ricky Nelson og Neil Sedaka fara að vara sig. Að lokum skal þess getið, að kvartettinn Shadows annast undirleik í báðum iögunum að viðbættri strengjahljómsveit undir stjórn Norrie Paramor í síðara lagi. En Norrie Paramor Cliff Richard á mikinn þátt í frama Cliff ofg The Shadows, þar sem hann hefur verið tónlistarraðunaut- ur þeirra og stjórnað flestum hljómplötuupptökum þessara ungu, ensku tónlistarmanna. essg. — Hver fjallar svo um kær- urnar? — Borgarráð tekur þær til meðferðar. — Og er svo þýðingarlaust fyrir menn að reyna að fá leið- réttingu á kjörskrá eftir að kærufrestur er útrunninn? — Nei, menn geta kært sig inn, ef þeir hafa öll plögg í lagi, þ.e.a.s. að dómi borgar- dómara, því þá kemur til hans kasta. — Breytingar fara þá fram á .kjörskránni fram á síðustu stundu? — Já, svo má það heita. — Og tekur Manntalsskrif- stofan þátt í kosningaundir- búningi að öðru ieyti? — Já, á margan hátt. T. d. gerir hún tillögur um val und- irkjörstjórna, sem svo eru lagðar fyrir borgarráð til sam- þykktar — og síðan skip- aðar af borgarstjóra. — Og við á skrifstofunni störfum loks með yfirkjörstjórn sjálfan kosningadaginn, verðum að fara með öll okkar plögg til að- seturs yfirkjörstjórnar, alltaf í Miðbæjarskólann þar til síðast. Þá var það Austurbæjarskól- inn. — Ekki geta menn kært sig inn á kjördegi? — Nei, en við verðum að hafa gögnin til taks til þess að skýra út fyrir einum og einum af hverju hann er ekki á kjör- skrá, ef það er ekki honum sjálfum að kenna. — Nú, og þegar kosningum sleppir, þá takið þið aftur upp þráðinn? — Já, það er í mörgu að snú- ast. Það eru margir sem leita til okkar, bæði hið opinbera, fyrirtæki og einstaklingar, sem þurfa að fá upplýsingar um hina og þessa. Síminn þagnar oft ekki allan daginn — og við reynum alltaf að gefa allar um- beðnar upplýsingar. —• Einstaklingar? — Já, við veitum öllum upp- lýsingar. Okkar skrá er opin bók. — En ef við tiikynntum nú bústaðaskipti og bæðum skrifr* stofuna sérstaklega um að gefa ekki rukkaranum hjá Skelj- ungi upp nýja heimilisfangið. Stoðar það ekkert? — Nei, slíkar óskir eru ekki teknar til greina. Við gæfum honum meira að segja upp ald- ur ykkar, ef hann bæði um. — opvrja menn um slíkt? — Mjög algengt, sérstaklega þegar merkisafmæli manna eru í nánd. — Og gefið þið líka upp ald- ur kvenfólks? — Já, því ekki það? — Fjandi eruð þið ósvífnir! — Það er lagt fyrir okkur að svara öllum slíkum spurning- um! — Jæja, segið okkur þá, Manntalsskrifstofa, hve gamall er hann Jónas Hallgrímsson, Hæðargarði 50. — Það er komið kaffi, drekk- ið þið ekki kaffi? — Nei, við getum ekki slitið okkur frá vinnunni. — Jæja, ég er farinn í kaffi, verið þér sælir! 10 LESBÓK MORGUNBLAÐ SINS 11. tölublað 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.