Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 3
virtist undarlega ógnandi. Hún varð »8 gjallandi sársauka í eyrum okkar, með- an við læddumst hægt áfram, með ÖU skilningarvit opin. Nú nálguðumst við framvarðarstaði óvinanna og fórum að skríða á fjórum fótum. Allt í einu sá ég að maðurinn sem skreið á maganum hægra megin við mig stanzaði og gaf hið umtalaða hættumerki með fingrunum. Ég flýtti mér að skríða yfir til hans. Við vorum á hábrún lítillar hæðar og sáum þaðan niður í all-djúpa lægð. „Þjóðverji", hvíslaði hermaðurinn og benti með hendinni. Niðri í lægðinni á.a.g. 70 metrum fyr- ir neðan okkur stóð þýzkur varðmaður. Hann sneri við okkur baki og hnakkinn og eyrun voru hulin með þykkum ullar- trefli. Félagar mínir lyftu rifflunum en ég stöðvaði þá með handahreyfingu, sem átti að tákna: „Ég skal sjá um þennan". Ég miðaði nákvæmlega á Þjóðverj- ann, sem stóð þarna alveg jafnóvarinn og skotmark á skotbakka. En rétt þegar fingur minn krepptist um gikkinn, tók Þjóðverjinn að hoppa í snjónum og berja sig til-hita. E g varð svo undrandi að ég lét riffilinn síga og glennti upp augun. Mér varð allt í einu ljóst, að þetta sem fyrir andartaki hafði verið skotmark, var nú skyndilega orðið að lifandi manni — manni, sem var kalt eins og mér sjálf- um, með ískálda fætur, loppnar hendur og freðin eyru. Manni, sem aðeins hugs- aði um að verja sig gegn nístandi kuld- anum og hafði alveg gleymt því, að það var stríð. Ég skoðaði ekki huga minn um hvað gera skyldi. Ég þurfti hvorki að meta né velja. Riffilhlaupið seig niður af sjálfu sér og ég gerði enga tilraun til að miða aftur. Ég gaf félögum mínum merki um að snúa við og við skriðum aftur niður brekkuna. Svo stóðum við á fætur og héldum til kofans í skóginum. Þegar við vorum komnir inn, sagði liðþjálfinn: „Þetta var alveg rétt hjá yður, höfuðsmaður. Honum var skratti kalt. Maður gat ekki skotið hann“. Hinir hlógu og hlátur þeirra sannaði mér, að þeir voru á sama máli, Við höfðum framkvæmt þær skipanir er við höfðum fengið. Það var liðþjálfinn, sem aftur rauf þögnina: „Ætlunarverkinu lokið“, sagði hann. „Og náunginn þarna — honum var alltof kalt.“ Framhald á bls. 13 . u I ' ■rwiwiiDiiTwiinjinwi'wiiiurii Maðurinn sem eg skaut ekki - André Chamson, meblim frönsku akademíunnar stað klukkan sjö um morguninn — einn liðþjálfi, þrír óbreyttir og ég sjálfur, sem þá var höfuðsmaður. c w-7 trax fra byrjun reyndist þessi njósnaferð vera öðruvísi en þær sem við höfðum fai'ið til þessa. Allt var miklu erfiðara; þegar maður er að ferð- ast um umráðasvæði óvinar, verður maður að geta numið hvert hljóð, hversu veikt og óljóst sem það kann að vera. En í 28 gráðu kulda er maður ekki neitt sérlega fús á að draga prjón- uðu eyrnaskjólin til hliðar, svo að mað- ur heyri betur. Fyrst sóttum við fram að yfirgefnum kofa, sem stóð í skóginum á litlum lækj- arbakka. Hvorki við né Þjóðverjarnir höfðu nokkurntíma reynt að halda þessum kofa. Hann var of langt frá þeim hæðarbrúnum, sem við höfðum hervörð á, beggja megin dalsins. En um nætur kom það oft fyrir, að við rák- umst á njósnaflokka óvinanna þar, og venjulega voru það þeir fyrrkomnu ,sem báru sigur úr bítum. Þeir sem höfðu kofann á valdi sínu ríktu sam- tímis yfir dalnum. En þeirri stöðu varð aldrei haldið nema til bráðabirgða. Þessvegna vissi maður aldrei hvort kof- inn var tómur eða ekki, þegar að hon- um var komið. V ið hringsóluðum varfærn'islega umhverfis kofann, en þar var engan að sjá, svo að við réðumst til inngöngu með rifflana á lofti, tilbúnir að skjóta. Allt var autt og hljótt og við hlógum að okkur sjálfum og ótta okkar. „Það er of kalt“, sagði liðþjálfinn. „Þeir halda sig heima í dag. Þeir eru ekki eins heimskir og við“. Við héldum því næst áfram ferðinni. Graslendið, skógurinn, bröttu brekk- urnar niður að vatninu, fjallshlíðarnar — allt virtist eyðilegra og yfirgefnara en venjulega. Það var ekki fugl að sjá, ekkert lífsmark neins staðar. Kyrrðin að var 28 stiga frost þennan morgun. Frosin jörðin undir fótum okk- ar var eins og steingólfið í dómkirkju. Harðfreðnar greinarnar hrukku sundur eins og gler í hvert skipti sem við stig- um á þær. Loftið var biturt eins og rak- hnífur. Meirihluti manna í heim- mum er óvanur að ferðast í slíkum kulda. Við vorum því a.m.k. ekki vanir. Við vorum hvorki Kanadamenn né Finnar, heldur Frakkar. Og flestir okk- ar voru þar að auki frá hinu sólríka Suður-Frakklandi. En það var febrúar 1940, uppi í Vogesafjöllunum og Þjóð- verjarnir voru í landinu. Þetta var einn þeirra daga þegar ekkert gengur eins og það á að ganga. Við vorum aldrei vanir að hætta okk- ur lengra fram en til girðinganna, sem merktu víglínu okkar. En við höfðum fengið fyrirmæli um að kanna stöðu óvinanna. Þessvegna héldum við af UNGUR Eftir Jónas Guðlaugsson Rakar voru varir mínar af blóði lífsins, skær voru augu mín af skini himinsins stjarna, hvítt var höi’und mitt af lit skýja og blóma. Eg var ungur eins og dögun, eins og geisli vorsólar; en eg bar hvítan prestakraga meinlætanna — og ískalt skin hágnípunnar, sem rís yfir græna, frjóa sléttuna. Eg var eins og jöklasóley uppi á eyðihjarni. 11. tölublaS 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.