Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.03.1963, Blaðsíða 2
SVIP- MVND AÐ kann að virðast kald- hæðið, að brezki Verka- mannaflokkurinn, sem taldi sig verða fyrir mjög þungu áfalli við dauða Hughs Gaitskells, skyldi velja að eftirmanni hans frambjóðandann sem markvissast barðist móti hon- um og gerði jafnvel opinbera upp- reisn gegn honum fyrir tæpum þremur árum. En Gaitskell skildi við Verkamanna- flokkinn óklofinn, a.m.k. um stundar- sakir, og reiðubúinn að gleyma gömlum deilum í því skyni að leggja út í kosn- ingabaráttuna undir forustu hæfasta leiðtogans. Ymsir kunna að vera ósam- þykkir þessari lýsingu á Harold Wilson. Þeir telja kannski að George Brown sé skarpari gáfumaður, þó hann sé ekki eins vel menntaður. En jafnvel flestir þessara manna munu viðurkenna, að í veröld Kennedys, Krúsjeffs og de Gaulles sé Wilson maðurinn sem helzt megi treysta til að standa í stöðu sinni sem forsætisráðherra Verkamanna- flokks-stjórnar. Uann var aðeins 31 árs gamall, þegar hann var fulltrúi Breta í við- skiptasamningunum við Rússa árið 1947 og sýndi, að undir sléttu og hnubbara- legu yfirborðinu átti hann til hörku og seiglu. Kvöld eftir kvöld frá því klukk- an tíu og allt fram til klukkan sex að morgni glímdi hann við viðskiptasnill- ing Rússa, Mikojan, um verzlunarsamn- ing sem nam 40 milljónum sterlings- punda. Hann lét senda eftir flugvél sinni og setja hreyflana af stað, meðan helztu ágreiningsefnin voru leyst eitt af öðru. Loks þegar aðeins eitt misklíðarefni var eftir, sleit hann viðræðunum fremur en láta undan, þó sú freisting hafi áreiðan- lega verið sterk að fljúga heim með hagstæðan samning upp á vasann. T tíu árum síðar, þegar rætt var um skýrslu bankavaxtadómstólsins, sýndi hann svart á hvítu hve kröftugur og vel vopnum búinn hann gat verið, þegar hann var kominn í klípu. Hann nefndi, að því er virtist af ásettu ráði, nafn Pooles lávarðar, þegar hann krafði ríkisstjórnina um málsrannsókn á hugs- anlegum leka í sambandi^ við banka- vaxtamálið, og gerði það Ihaldsflokkn- um verulega gramt í geði. Þegar skýrslan hafði sýknað alla sem hlut áttu að máli, leituðu þeir færis að hefna sín. Wilson stóð upp og snerist gegn hinum fjandsamlegu þing- mönnum, og í heilar 90 mínútur — í lengstu ræðu sem hann hefur haldið — varðist hann ekki einungis öllum árás- um, heldur sló frá sér vægðarlaust og settist aftur með háan hita, en hann hafði áunnið sér virðingu andstæðing- anna, þó þeir væru ekki beinlínis fúsir að láta það uppi. Þegar Wilson stendur gagnvart and- stæðingi sýnir hann oft mikið hugrekki ekki síður en leikni. En þegar staða hans sjálfs innan Verkamannaflokksins hefur Harold verið í húfi, hefur hann verið sakaður um veiklyndi og skort á þegnskap. Hann sagði sig úr ríkisstjórn Verkamannaflokksins ásamt Aneurin Bevan, en þremur árum siðar, þegar Bevan fór úr flokksstjórninni, tók Wil- son, sem var honum næstur að virðingu, við sæti hans. Hann barðist um flokks- forustuna við Gaitskell, eftir að forkólf- ar einhliða afvopnunar höfðu unnið sig- lu- á flokksþinginu í Scarborough árið 1960, og þáði stuðning þeirra, þó hann hefði aldrei verið rneðmæltur einhliða afvopnun sjálfur. Slíkt háttalag skapaði tortryggni í garð Wilsons, ekki aðeins í hægra armi flokksins. Þegar hann hefur nú unnið sigur í frjálsum, leynilegum kosningum flokksfélaga sinna, hefur hann tækifæri til að svara gagnrýnendum sínum. Stjórnmál eru heitasta ástríða Wil- sons. Enginn er honum fremri né dug- legri í baráttunni um kjördæmin. Heima fyrir vinnur hann seint og snemma, og nærri liggur að hann fái sektartilfinn- ingu ef hann leyfir sér að líta í bók, jafnvel á sunnudagskvöldi. Hann sækir hvorki tónleika né leikhús og fer sjald- an í kvikmyndahús síðan hann hætti að sækja þau reglulega vegna embættis síns í brezka Verzlunarráðinu. Eina tóm- stundaiðja hans er golf, sem hann leikur við og við á golfvellinum í Hampstead, en kýs þá auðvitað að leika einn! Bæði í pólitísku og persónulegu til- liti er Wilson einfari. Hann heldur einkalífi sínu algerlega leyndu og hefur sennilega aldrei boðið fleiri en sex til átta stjórnmálamönnum heim til sín. Hann býr í úthverfi Hampsteads með Wilson konu sinni, dóttur og tveimur sonum, sem báðir eru i háskóla. F oreldrar Wilsons voru fæddir í Lancaster, en forfeðurnir voru frá Yorkshire, og þar fæddist Wilson fyrir 46 árum á heimili sem einkenndist af trúrækni fríkirkjumanna. Fjórtán ára gamall fluttist hann til Cheshire og gekk þar í skóla. Árið eftir talaði A. V. Alexander, sem nú er leið- togi stjómarandstöðunnar í lávarðadeild- inni, á svonefndum ræðudegi skólans og kastaði m.a. fram þeirri hugmynd, hvort ekki mundi leynast ráðherraefni meðal skólasveina. Harold Wilson minnist þess, að honum þótti hugmyndin fjar- stæð, en 16 árum síðar varð hann yngsti ráðherra í brezkri ríkisstjórn eftir Pitt. Wilson hélt til Oxford og stundaði námið af kappi, og tók auk þess þátt í ritgerðasamkeppnum og vann fyrstu verðlaun tvisvar. Hann stundaði einnig íþróttir, einkum langhlaup. Honum tókst aldrei að verða liðtækur í spretthlaup- um. Hann hafði smávægileg afskipti af stjórnmálum á skólaárunum, gekk í Frjálslynda klúbbinn og varð stjórnar- meðlimur þar. Hann var þegar róttæk- ur á þeim árum, en hafði óbeit á Verka- mannaklúbbnum, af því hann var að mestu í höndum kommúnista. Að prófi loknu var Wilson um kyrrt í Oxford og kenndi við New College og ári síðar hóf hann kennslu við Uni- versity College, þar sem hann stundaði rannsóknarstörf fyrir Beveridge lávarff, hinn nýja rektor. Beveridge lét þau orð falla einhverju sinni, að Harold Wilson væri bezti fræðimaður sem hann hefði nokkru sinni hafL Hann entist líka lengst: tvö ár. M ITiorgunmn sem stnðið brauzt út var Wilson að halda fyrirlestur. Skömmu síðar var hann kallaður í opinbera þjón- ustu, þar sem hann gegndi ýmsum ráðu- neytisstörfum, m.a. í olíu- og raforku- málaráðuneytinu. Þar kynntist hann fyrst leiðtoganum, sem hann hefur nú tekið við af. Gaitskell annaðist stjórn- sýslu. Wilson varð forstjóri hagskýrslu- deildarinnar. Viðhorf hans tU efnahags- mála hefur jafnan verið hagfræðilegt, hann hefur haft meiri áhuga á fram- leiðslu en bankamálum. Þess vegna starfaði hann síðar í Verzlunarráðinu, en Gaitskell í fjármálaráðuneytinu. Wilson gekk úr opinberri þjónustu árið 1944, þegar hann var kjörinn fram- bjóðandi Verkamannaflokksins í Orms- kirk, og eyddi tímanum fram að kosn- ingum í að semja „Kolaáætlunina", sem varð fyrirmynd að tillögum Verka- mannaflokksins um þjóðnýtingu. Hann var einn þriggja nýrra þingmanna Verkamannaflokksins 1945, sem skipaðir voru í ríkisstjórn þegar í stað. í ráðherrastóli bar ekki sérlega mikiff á Wilson. Hann vann af kappi, var oft- ast viðlátinn þegar einhver þurfti að hafa tal af honum og hélt heldur leið- inlegar ræður bæði á þingi og kjósenda- fundum. En hann var alltaf að læra og gerði sér mat úr hverri nýrri reynslu. Hann gerði viðskiptasamninga, jók út- flutning og einn góðan veðurdag afnam hann öll höft, og þótti ritstjórum „New Statesman“ það ekki sérlega vinstri- sinnuð aðgerð. F ausnarbeiðni Bevans £ apríl 1951 var mikið áfall fyrir riðandi ríkisstjórn- ina, og varð hún upphaf hins langvinna „borgarastríðs" innan flokksins. Wilson var allt í einu talinn nokkurs konar prins vinstra armsins í flokknum, en það var ekki alls kostar réttmætt, þar sem Bevan hafði sagt af sér vegna gagn- rýninnar á heUsuverndarkerfinu, en Wilson var ásamt John Freeman að hugsa um hervæðingaráætlunina, sem þeim fannst alltof djörf. Eins og Wilson komst að orði: „Ef maður reynir að flytja píanó, sem er of þungt, flytur maður það ekki, heldur ofreynir sig.“ í rauninni varð Bevan-armur flokks- ins aldrei ein hreyfing, heldur margir angar sem stundum stóðu saman, t. d. þegar Wilson kom með tillögu sem var andvíg endurhervæðingu Þýzkalands á fundi þingflokksins í marz 1954. Hún var felld með tveggja atkvæða mismun. Þegar Bevan fór úr flokksstjórninnl hálfum mánuði seinna, átti WUson úr vöndu að ráða. Þegar þeir mættust I ganginum það sama kvöld, virtist Bevan naumast taka eftir honum. Næsta helgi leið án þess að þeir hittust. Á mánu- deginum náði Dick Crossman þeim sam- an, og þeir ræddust við í margar klukku- stundir á heimili Bevans í Lundúnum. Bevan sagði að Wilson mundi missa sæti sitt í framkvæmdaráði flokksins, Framhald á bls. 6 Utgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Ami Garðar Kristinsson. Ritstjórn: AðalstrœU 6. Sími 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.