Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 62 ÓHAPPASKIPIÐ. — Belgíski togarinn Maria Jose Rosette var tekinn í landhelgi við suðurströndina og fluttur til Vestmanneya. Þar var hann dæmdur í sektir og afli og veiðarfæri gert upptækt. Að því búnu lét togarinn úr höfn og fylgdi hafnsögumaður honum út fyrir hafnargarða, og virtist þá allt í lagi. Hafnsögumaður sagði skipstjóra að hann skyldi sigla til suðausturs og sýndi honum stefnuna. En er hann var kominn inn í höfn, beygði togarinn þveröfugt, sigldi upp í Heimaklett og síðan á hafnargarðinn og sat þar fastur. Þá var rok og illt í sjó, en Vestmanneyingar björg- uðu skipverjum. Skipstjórinn sagði að togarinn hefði ekki látið að stjórn. Og nú lá togarinn þarna strandaður við hafn- argarðinn og engin leið að ná honum út. Síðan gerði hvert stórviðri af öðru í Eyum og lamdist togarinn við hafnargarð- inn og tók brátt aíf brjóta hann og kerin, sem þar voru undir. Seinast var komið stórt skarð í hafnargarðinn og tjónið talið í miljónum. Hinn 24. jan. brotnaði togarinn í tvennt, sökk afturhlutinn, en stefnið hekk fast í garðinum. Óvíst er hvemig fer um skaðabætur handa Vestmanneyum. — Hér á myndinni sést togarinn við hafnargarðinn. Á förnum vegi. Ferðameiðar flugust á, fell til neyðarskóli, annar reiður undir lá út á Breið hjá Hóli. Breið heitir skammt frá Ingjalds- hóli á Snæfellsnesi, og segja nöfnin til um hvar þessi atburður hefir gerzt. Guðmundur kali var sonur Gísla Snorrasonar pró- fasts í Odda. Hann var einbirni og eftirlætisbarn hið mesta, svo lofað var honum að mölva það sem hann vildi, og láta öllum illum látum þegar hann var í æsku, og vildi ekki fað- ir hans láta í hinu minnsta aftra hon- um. Það var á einu hausti, að Gísli prófastur gerði för til Vestmannaeya. Voru þá illviðri og ísar, sem á lögð- ust, svo hann gat ekki komist til lands fyr en síðla vetrar, komst hann þá heim að Odda. Og er hann hafði litið yfir, hversu fram hafði farið á bæn- um, mælti hann: „Hér hefir allt verið vel stundað og hirt, nema drengur- inn hann Guðmundur litli hefir verið fordjarfaður fyrir mér.“ Hafði Guð- mundi þá verið aftrað sem ungling um veturinn, en það var Gísla föður hans hið mesta mein. — (Séra Frið- rik Eggerz). — Þess þarf varla að geta að enginn maður varð úr Guð- mundi. Lýsið á Þingeyrum. í ævisögu Björns Ólsens umboðs- manns á Þingeyrum, er þessi smásaga: — Það var eitt haust er Björn hafði lagt lýsistunnu til búslýsingar. Guð-' rún konan hans var mjög örlát, gaf mörgum fátækum freklega á lamp- ann. En er fram um jól leið, var orðið lýsislaust. Er það sagt að Björn vandaði um það heldur, og þóttist gnógt hafa tillagt um haustið. En hún svaraði, að víst mundi guð þeim eitthvað tilleggja, þótt ódrjúgt yrði sér þetta í höndum, enda rak þegar á norðanhríð um nóttina og rak þá 20 marsvín á sandinn, svo nóg fékkst lýsið. Séra Jón Vestmann var prestur í Selvogsþingum 1811— 1842, en fekk þá Kjalarnesþing og fluttist þangað. Hann hjó á Móum. Þar orkti hann þessa vísu: Sakna eg úr Selvogi sauðanna minna og ánna, silungs bæði og selveiði, en sárast allra trjánna. f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.