Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 14
80 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS heldur um haust. Sagan af því er í stuttu máli á þessa leið: Aljustrel heitir smáþorp í miðju landi í Portúgal, í sókn sem nefn- ist Fatima. Þar er fjalllendi. Sunnudaginn 13. maí 1917 sátu þrjú börn yfir fé þar 1 fjöllunum. Þau voru því vön, urðu að sitja hjá kindunum á hverjum degi. Það voru tvær stúlkur og einn drengur. Elzt þeirra var Lucia dos Santos, tíu ára að aldri. Hin voru systkin og skyld henni. Drengurinn hét Francisco og var níu ára og systir hans Jacinta, sem var sjö ára. Börnin höfðu gert sér þarna skýli úr greinum og kvistum þar sem þau léku sér þegar þau þurftu ekki að rölta við kindurnar. Skyndilega dró ský fyrir sól, svo kom eldingarblossi og steypi- regn. Börnin tóku þá til fótanna og hlupu niður í dalinn til að leita sér skjóls. En er þangað kom, stungu þau við fótum, því að dýrleg sýn blasti við þeim. Þau sáu unga stúlku, á að gizka 15—18 ára. Hún var í hvítum kyrtli, sem náði henni niður á tær, en á höfðinu hafði hún hvíta gullfjallaða slæðu, sem fell niður um axlirnar. Um hálsinn hafði hún gullband. Hendurnar hafði hún lagt á brjóstið og helt um talnaband úr hvítum perlum. Þeim virtist hún standa á skýi og að það ský hvíldi á lágri sí- grænni eik. Um stúlkuna lék gull- inn bjarmi. Börnin urðu mjög undrandi, en ekki hrædd. — Hvaðan kemur þú? varð þeim fyrst á að spyrja. Hún svar- aði þá og kvaðst vera komin frá himnum. Þau spurðu þá hvaða erindi hún ætti. Hún sagðist ætla að biðja þau þeirrar bónar að hitta sig hér sex sinnum, einu sinni í hverjum mánuði og alltaf á sama degi. „í október skal eg segja ykkur hvað eg heiti og til hvers eg er komin“. Síðan leið hún í loft upp og hvarf. Þegar heim kom um kvöldið sagði Jacinta móður sinni frá þessu. Móðir hennar lagði engan trúnað á söguna, en Jacinta helt því fram statt og stöðugt að hún segði satt. Hún hafði ekki annað upp úr því en vera flengd og send rakleitt í bólið. Þetta kvisaðist nú samt út um sveitina, og hinn 13. júní fóru margir þorpsbúar með bömunum upp í dalinn. Þangað kom fagra stúlkan aftur, en engir sáu hana nema börnin. Þó þóttust þorps- búar sjá óskiljanlegar hreyfingar á efstu limum eikarinnar, eins og þær bognuðu undir ósýnilegum þunga. Þetta varð auðvitað til að kveikja 1 mönnum og hinn 13. júlí söfnuðust nær fimm þúsundir manna saman í dalnum. Það fór á sömu leið og áður, börnin sáu stúlkuna og töluðu við hana, en aðrir sáu hana ekki. Margir þótt- ust þó sjá eins og hvítt ský í greinum eikarinnar, og sáu grein- arnar hreyfast og svigna. Sumir þóttust heyra óm af málrómi stúlkunnar. Við þetta tækifæri sagði stúlk- an Luciu fyrir um óorðna hluti. Hún sagði að stríðið (1914—18) væri bráðum búið. En ef menn- irnir heldu áfram að vinna á móti guði, þá mundi annað stríð, hálfu skelfilegra, skella á, og yrði það þá á dögum næsta páfa. Þetta var ekki fjarri lagi. Benedikt XV. var páfi þegar þetta gerðist og fram til 1922, en þá tók við Pius páfi XI. Hann dó skömmu áður en seinni heimstyrjöldin hófst 1939. Þriðju spána sagði stúlkan, en sú spá átti sér lengri aldur og hefir því ekki verið birt, heldur er hún geymd í innsigluðu umslagi í sterkum skáp hjá biskupnum í Leiria. Ganga sögur um að sá spádómur eigi brátt að koma fram. Yfirvöldunum í héraðinu stóð stuggur af þessu og sögðu að krakkarnir væri að gera fólkið vitlaust með hjátrú og hindur- vitnum. Hinn 13. ágúst lokuðu þau svo börnin inni til að koma í veg fyrir að þau færi til dalsins. Þar heyrði fólkið þrumu, sá eld- blossa og létt ský yfir eikinni. En eins og til þess að bæta þetta upp, birtist stúlkan fagra börnunum sex, dögum seinna, er þau voru ein hjá kindum sínum. Hinn 13. september kom enn fjöldi manna saman í dalnum og þar voru börnin líka. Þau sáu stúlkuna og töluðu við hana eins og þau voru vön, en yfir áhorf- endur rigndi hvítum blómum, sem þó voru þannig að þau hurfu, ef menn ætluðu að snerta þau. Svo kom 13. október, sem átti að vera merkilegasti dagurinn. Þá höfðu 17 þúsundir manna safnazt saman í dalnum. Þá um morgun- inn var þykkt loft og suddarign- ing, svo að margir urðu holdvot- ir. En skyndilega var sem þoku- þykkninu væri svift sundur og heiðblár himinn blasti við. Nú kom sólin þar fram og skein fyrst dauflega, vegna þess hve mikil móða var í loftinu. En allt í einu var eins og sólin færi að skjálfa og svo tók hún viðbragð eins og hún væri að dansa og steig þá aftur og fram og til baka, þar til hún tók að snarsnúast um sjálfa sig, eins og logandi eldhjól. Og um leið lagði af henni mikla geisladýrð, græna, rauða, bláa og fjólulita geislastafi, sem dönsuðu á hæðunum, trjánum, steinunum og grundunum, og sló framan í f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.