Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 43 Aðrir finna haturshugi frá óvild- armönnum á sér liggja. Um þetta eru margir vitnisburðir að fornu og nýu. En þar sem slík reynsla er algjörlega persónuleg verður sönnunum ekki við komið. Slík fyrirbrigði sálræns eðlis og önnur fleiri verða ekki með öðru skýrð, en að hugurinn sé orku- straumur, sem berst um loftið líkt og geislar frá sólu og aðrir kunnir aflstraumar, sem um loftið berast. Margar frásagnir og vitnisburð- ir eru um það, að svipverur manna hafi birzt á fjarlægum stöðum, ýmist á aldurtilastund eða eftir dauðann, og einnig í lifanda lífi. Slíkar sýnir eða vitranir birt- ast ekki öðrum en þeim, sem hafa það sérstaka sjónskyn, sem nefnist skyggni. Samt virðist sem ó- skyggnir menn fái skyggnigáfuna sem tilviljun einstöku sinnum. Þegar svipvera manns birtist í fjarlægð, ættingja eða vini, á banastund, er orkustraumur hug- ans þar á ferð. Hinzta hugsun hins deyjandi manns hefir beinzt fast og ákveðið til hins fjarlæga ættingja eða vinar, eins og til að tilkynna andlát sitt. Til þess að gjöra Sig sýnilegan og þekkjan- legan verður hann að birtast í sýnilegum hjúp eða gervi — sín- um eigin líkamshjúpi. Sum dul- fræðikerfi gera ráð fyrir tilveru- stigum, sem þau nefna geðheima og hugheima og þeim tilheyrandi geðlíkama og huglíkama. Það er slíkur hjúpur, sem hefir birzt — sýnilegur en ekki áþreifanlegur. Að hinu leytinu byggist sýnin á næmleik viðtakandans — skyggni hans — e. t. v. aðeins tímabund- inni. Skyld fyrirbrigði eru það, þeg- ar fyrir auga ber svipi manna, sem á öðrum stað eru líkamlega (tvífara), Slík fyrirbæri eru al- kunn. Enn er það, að svipir manna hafa sézt á ferð í kirkju- görðum og staðnæmast þar sem grafir þeirra voru síðar teknar. Þetta sjá aðeins skyggnir menn. Engir eru til að staðfesta slíkar sýnir með þeim. En þær hafa þrá- sinnis fengizt staðfestar eftirá. Hugsa má að þessu sé þannig farið, að sálin (sumir myndu segja undirvitundin) viti dauðann fyrirfram, en láti það ekki berast til vitundarinnar, enda hvorki nauðsynlegt né æskilegt — sálin reyki svo um legreitinn í hugar- hjúpi sínum. — o — Hverfum nú frá slíkum fyrir- bærum í lifanda lífi til fyrirburða sem vart verður við eftir dauða manna. Slíkir fyrirburðir eru almennt nefndir reimleikar eða draugagangur. Hér verðui; það nefnt einu nafni slæðingar. Fyrirbrigði þessi birtast með tvennu móti: Annars vegar sem hark eða hávaði, sem jafnt fresk- ir sem ófreskir heyra. Hins vegar sem sjónskynjun venjulegra skyggnra manna, en stundum einnig óskyggnra. Eftir þjóðtrúnni eru slæðingar tvenns eðlis: 1. Svipverur sem birtast aðeins að sýn en engum vinna mein. 2. Verur sem einnig eru sýnilegar, en auk þess ásækja menn, að þeim finnst, vekja ugg og ótta og valda hugarfarstruflun- um. Fótatak og hark í húsum, sem til reimleika teljast, er í reynd meinaJaust -að öðru en því að vekja ótta og leiðindi. ’ Kunnar sagnir eru af því að svipir sjódrukknaðra manna, jafn- vel heilla skipshafna, sjáist m. a. í kirkjum við útfararminningar þeirra. Síðar, eða á annan hátt, verður þeirra lítt eða ekki vart. Slíkar sýnir svipa sjá ekki aðrir en skyggnir menn, svo að fullum sönnunum verður ekki við komið. Efagjarnir menn, sem halda að engar sjónskynjanir séu fullkomn- ari en þeirra eigin sjón, neita að líkindum slíkum frásögnum og fyrirburðum. En hinum, sem taka frásagnirnar gildar eru þær full sönnun um tilveru sálarinnar eft- ir líkamsdauðann. Sömu tegundar er það, þegar svipir einstakra látinna manna, birtast fyrir sjónum eitt sinn eða örsjaldan. Eftir að hafa þannig birt tilveru sína hverfa þeir að fullu til sinnar tilkomandi til- veru. Þeir eru lausir orðnir við líkamstengslin og jarðlífið. (Birt- ing látinna gegnum miðla er um- ræðuefni á sérsviði) Öðru gegnir um þá svipi, sem birtast oft og mörgum sinnum langtímum saman. — Að vísu má kalla að þeir séu lausir við lík- amstengslin, en hugsanir þeirra, þrár og skapeigindir hafa ekki losazt úr tengslum við jarðvistina að fullu, og ná á meðan ekki full- um — e. t. v. engum — tengslum við framhaldstilveruna. Sál þeirra og hugur er sem villuráfandi í þoku og svarta myrkri. í þessu villumyrkri eftir dauð- ann geta helzt lent menn, sem látið hafa lífið snögglega, óvænt, e. t. v. í heiptarhug eða við aðrar ógæfusamlegar ástæður. Hugur þeirra, íklæddur geðhjúpi sínum, snýst um þá menn, sem þeir hafa haft þungan hug til og fylgir þeim og niðjum þeirra. Eða hugur þeirra snýst um muni þeirra og maura, sem orkar á heyrn manna eins og hark og rísl, t. d. í smíða- tólum og á fleiri vegu. Samt er ekkert úr skorðum gengið, þegar að er gáð. Sálin hefir hvorki losn- að að fullu við jarðlífstengslin, né náð tengslum við framhalds-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.