Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 41 og skaðaði þar með orðstír sjálfs sín. Mér er nær að halda að Finnur hafi verið hættur að svara honum, en eftirminnilegt er það hvernig einn af lærisveinum hans svaraði fyrir hann látinn. Stór- yrðalaust gerði hann það þó, er hann vítti hins sænska prófessors „ubeherskede udfald og hans ukontrollerede indfald.“ Sá sem heldur á Sköfnungi, þarf ekki endilega að reiða höggið hátt. Þeir báru víst flestir einn hug til Finns lærisveinar hans. Um eina undantekningu hefi ég heyrt getið, og vonandi var sú saga uppspunnin. Svo mikill drengur reyndist hann lærisveinum sín- um að til þess að nokkur þeirra hugsaði illa til hans, hefði þurft óvenjulega lubbamennsku. Eg hygg að hann hafi reynzt öllum drengur. Því fór. fjarri að vin- fengi væri með honum og Jóni Þorkelssyni yngra, en alt um það greiddi hann götu Guðbrands Jónssonar, og vel bar Guðbrand- ur honum söguna. Sú var líka mín reynsla af Guðbrandi að hann lastaði ekki menn framar en efni stóðu til, hann var opinskár og einarður og sagði jafnt kost sem löst. En hreinskilnin þolist löng- um illa. Þegar Þorsteinn Erlingsson sagði frá Rasksmálinu, sem svo miklum úlfaþyt olli 1887, tók hann svo djúpt í árinni að segja, að þá hefðu allir landar hans í Höfn reynzt illa, nema Finnur. Það ætla eg að vísu ofsagt, en um drengskap Finns er þetta samt merkileg sögn. Og áherzlu fær ellefta erindið í „Örlögum guð- anna“ af þessum orðum höfund- arins um hina landana. .Vera má að einhverjum virðist þetta um skaplyndi Finns Jóns- sonar ekki koma málinu við. Of- urlítil íhugun mun leiða til ann- arar niðurstöðu. Enginn skyldi ætla að Sigfús Blöndal hafi vísvitandi dæmt ranglega á milli þessara tveggja merku manna, sem hann nefnir, það hefir hann áreiðanlega ekki gert, svo fágætlega grandvar mað- ur sem hann var. Yfirleitt mun mega segja að Blöndalarnir, karl- ar sem konur, væru sérstakt mannkostafólk. —ooo— Úr því að ég hefi spunnið þessa langloku út af Endurminningun- um, ætti ég líklega að leiðrétta missögn, sem þó skiptir litlu máli. Sigfús telur upp börn þeirra Kala- staðahjóna, Þorvarðar Ólafssonar og Margrétar Sveinbjarnardóttur, en gleymir þar tveim bræðranna, Sveinbirni og Pétri, og það er misminni að þau systkinin Árni og Rannveig drukknuðu saman. Það voru þau Rannveig og Svein- björn (í deáember 1891). Þor- steinn 'Gíslason orti eftir þau eink- ar fögur eftirmæli. Eitthvert ann- að skáld kvað líka eftir þau, en nú get eg ekki munað hver sá var. Um ástir þeirra Þóru og Jóns Ólafssonar, er með vissu hófust á þann hátt er Sigfús segir, hefði gjarna mátt bæta því við, að Kolbrúnarljóð, sem Jón kvað til Þóru og prentuð eru í Smástirni hans (nú í mjög fárra höndum), sanna það ótvíræðlega að mjög hefir Þóra verið treg til þeirra ásta. Átti þó Jón á þeim árum fáa sína líka um glæsimennsku, eins og líka fáir voru hans jafn- okar um gáfur. Þá munu fáir menn hafa verið hér svo heill- andi sem hann. Um Þóru látna skrifaði skáldið Jóhann Magnús Bjarnason ágætlega í Almanaki Ólafs Þorgeirssonar. Hún hafði flesta þá kosti er konu mega prýða. Eins og margt ættfólk hennar (fáir muna nú systkini hennar önnur en Þorvarð), var hún frábær um mannkosti, en þó að rómuð væri fegurð hennar, er það þó þeirra sögn, er mundu þær systur báðar að miklu hefði Rannveig verið fegurri. Sveinbjarnar minnist eg heima hjá foreldrum mínum, en þó mjög óljóst, enda hefi eg þá verið í hæsta lagi fjögurra ára. En því man eg hann að hann gaf mér að leikfangi lítinn hlut, sem mér þótti mikil gersemi og átti um hríð, unz mér tókst að „brjóta og týna“, en um það var mér sýnt á þeim árum. Þannig var mér um svipað leyti gefin har- monika, sökum þess að eigandinn aflaði sér annarar stærri og veg- legri. Ekki lét ég hana þegja. En þegar frá leið, gat eg ekki unað því, að sjá ekki hvaðan spryttu upp þau hin margvíslegu hljóð, sem þessi kjörgripur gaf frá sér. Vegurinn til þess að öðl- ast þá þekkingu hlaut að vera sá, að rista sundur belginn, og það gerði eg því, án þess að hug- leiða hve vafasamt það var að hann yrði þá aftur heill af sjálf- um sér. Þess eins varð ég vísari við tiltækið, að harmonikan hafði sama eðli og leirbrúsi Hallgríms Péturssonar, hún varð aldrei heil aftur og eg var jafn-fáfróður sem áður um uppruna tónanna. Án þess áð eg viti nokkuð þar um, finnst mér nú eðlilegt að eitt- hvað af heimilisfólkinu hafi sakn- að minnar harmoniku viðlíka mik- ið og við mundum nú sakna písl- artóla útvarpsins ef þeirra enda- lok yrðu hin sömu. Önnur har- monika var á heimilinu um þess- ar mundir, en við notkun henn- ar var fylgt öðrum reglum en mínum, og vissi eg þó ekki að við mínar væri neitt athugavert.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.