Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 12
48 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fiskifræðingur frá ísrael var sendur til Haiti, að undirlagi Bandaríkjastjórnar, og skömmu síðar komu þangað vatnakarfa- seiði, og er nú að sjást árangur af því. Þar er líka ræktaður fisk- ur, sem þeir nefna „tilapia“ og er mjög bráðþroska. Bændur hafa séð hvert gagn getur verið að þessu, og eru nú sjálfir byrjaðir á fiskarsekt. En þeir eru seinni til að öðru leyti. Bandaríkjamenn ætluðu að koma á kynbótum þar og sendu þangað kynbótanaut, og átti að ferðast með það um sveit- irnar. En þegar bændur heyrðu að þeir yrðu að borga lítilsháttar fyr- ir að fá nautið handa kúm sín- um, létu þeir það vera og sögðust fá naut ókeypis heima hjá sér. Af þessu má ráða að fræðsla verð- ur að fara á undan framförum. — o — Maður er nefndur William Larimer Mellon. Árið 1947 átti hann mörg nautgripabú í Arizona. Hann átti hlut í olíufélagi og er náfrændi fjármálamannsins And- rew Mellon. Einhverju sinni las hann grein um dr. Albert Schweitzer, að hann hefði fórnað öllu til þess að lækna sjúka í Afríku. Mellon skrifaði honum þá bréf, og nokkur bréf fóru milli þeirra. Það varð til þess að Mell- on seldi allar eignir sínar og gekk 1 læknadeild Tulane háskólans, en kona hans lærði hjúkrun og yfir- setufræði. Fimm árum seinna út- skrifuðust þau og reistu þá sjúkrahús í Aribonite-dalnum á Haiti, og kenndu það við Albert Schweitzer. Við komum þangað. Úti á ver- önd stóð frú Mellon, umkringd sjúklingum. En í sjúkrahúsinu hitti eg dr. Mellon og 10 ára holdsveikissjúkling, sem var í fylgd með móður sinni. Dr. Mell- Mellon læknir. on fekk móðurinni sulfameðul. Hann sagði mér að ekki væri mik- il brögð að holdsveiki á eynni, sjúklingar varla yfir þúsund. Þegar hann hafði svo afgreitt þá 200 sjúklinga, sem komu þennan dag, náði eg tali af honum. Hann sagði að 250.000 manna ætti heima þarna í dalnum, og gera mætti ráð fyrir að tap á spítalanum væri um hálf milljón dollara á ári. Hann hefir sálfur greitt mestallan kostn- aðinn fram að þessu. Hann sagði að fólkið gæti ekki borgað pen- inga, en það reyndi þó að launa fyrir sig, með því að senda þeim ávexti, hænuunga, egg, eða jafn- vel grís eða geit. Eg spurði dr. Mellon hvort eg gæti fengið þar bólusetningu, vegna þess að heim- anför mín varð með þeirri skynd- ingu, að eg gat ekki fengið skyldu- bólusetningu. Hann kallaði á unga danska hjúkrunarkonu, sem hjá honum er. Hún kom með „sprautu". En þegar eg fletti upp skyrtuerminni, var sem hún hik- aði. Svo sagði hún: „Þér getið ekki gert yður í hugarlund hve mikil viðbrigði það eru að sjá hvítan handlegg“. — o — Okkur langaði til að kynnast voodoo siðunum, en allir sögðu að við værum hér á versta tíma, nú væru engar voodoo samkomur. Og þó heyrðum við í voodoo bumbunum á hverju kvöldi. Fólkið á Haiti gerir ekki mik- inn mun á voodootrú og kristinni trú. En það segir að menn eigi ekki að vera með smákvabb við guð, eins og út af uppskeru, veik- indum, ástamálum og fjármálum. Það eigi að fela lægri guðum. Annars er þeim ekki um að út-. lendingar sé að hnýsast í voodoo- siði sína, vegna þess að ýmsir ferðalangar hafa lýst þeim hroða- lega og talað um mannfórnir og mannakjötsát í sambandi við sið- ina. En þarna var hvítur maður, Stanley Reser að nafni. Hann hafði verið í hersetuliðinu sem lyfjafræðingur og var því altaf kallaður doktor. Hann varð eftir þegar herinn hvarf á brott 1934 og starfaði þar við geðveikrahæli. Þessi maður var talinn þaulkunn- ugur voodoo-siðum og sagt að hann hefði tekið þátt í þeim. Hann gerði hvorki að játa því né neita. Eg fór á fund hans og bað hann um upplýsingar. — Eg get ekki útskýrt voodoo fyrir yður, sagði hann. Það ger- ist margt undarlegt. Þetta skeður í öllum .löndum, ekki sízt hér á Haiti. Einu sinni fór eg að heim- sækja „mambo“, en það er voo- doo-völva. Hún átti heima hjá Port au Prince. Hún spurði hvort eg vissi þess nokkur dæmi að mat«

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.