Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 49 Sólardans yfir íslandi og Porfugal 4 Kirkjan i Fatima, jbar sem menn læknast á yfirnáttúrulegan hátt Á PÁSKADAGSMORGUNINN verða þau venjubrigði, að sólin kvikar til nokkur augnablik, í því hún kemur upp. Það er kallað „sólardans" og sagt, að svo hafi hún gert hvern páskamorguií um það leyti, í Krists. upprisu minn- ing, því Kristur hafi risið upp um sjálfa sólar uppkomuna. (Þjóðs. J. Á.) Fáum mönnum hefir auðnast að sjá sólardansinn, enda er hann flestum menskum augum ofviða fyrir birtu sakir og ljóma. Einn mann hefi eg talað við, sem sá sólardansinn. Hann hét Ólafur Guðmundsson og bjó lengi í Litlu- hlíð í Skagafirði, hreppstjóri, meðhjálpari og forsöngvari um langt skeið í Goðdalakirkju. Hann ólst upp í Valadal í Vatnsskarði. ur væri soðinn án þess að hafa eld, og bauðzt til að sýna mér það. Til þess að vera viss um að hún kæmi ekki brögðum við, fór eg og keypti egg. Hún lét það í vatnsglas, hálft af vatni. Svo lagði hún höndina á mér yfir glasið og lófa sinn þar ofan á og rausaði eitthvað. Eftir tvær mínútur sagði hún mér að taka eggið upp úr og brjóta það. Vatnið var enn kalt og eggið var kalt. Þegar eg braut skurnið, var flókinn aðeins fljót- andi yzt við skumið, en eggið að 6ðru leyti harðsoðið. Það hafði soðnað innan að. En hvernig? Þegar hann var nýlega fermdur, gekk hann mjög árla einn páska- dagsmorgun upp á Valahnjúk í fögru veðri og heiðskíru. Þaðan sá hann sólina dansa við fjalls- brúnina, er hún rann upp, gat hann ekki orðum að komið, hve dansinn hefði verið fagur og ljómandi. En aldrei fekk hann augu sín heil síðan. Ólafur dó gamall um 1890, að eg held, en þetta sagði hann mér vorið 1872. (Séra Jónas Jónasson) Á árunum 1903—1915 kynntist eg mjög náið gamalli konu í Reykjavík, Guðrúnu Ámundadótt- ur úr Hreppum, og hafði hún búið lengi í Langholti í Árnessýslu. Hún sagði mér, að þegar hún var 16 eða 17 vetra, hefði hún séð sólardansinn. Hún var úti stödd um sólarupprás á páskadagsmorg- un í blíðu veðri og björtu lofti. Virtist henni þá sólin hreyfast. Fór hún nú að veita þessu nán- ari eftirtekt og kallaði á fólkið inni til þess að horfa á þetta með sér. Sá fólkið þetta allt saman um stund. Hún sagði, að sólin hefði stigið upp og fram og til baka og fa?ið nokkrar sveiflur í hring. Þessar hreyfingar sagði hún hefðu verið endurteknar nokkrum sinn- um og ljóminn, sem stafaði út frá þessum hreyfingum, hefði verið undurskær og fagur. Á þetta horfði Guðrún og allt fólkið með eigin augum. Hún kvaðst aldrei hafa séð slíka dýrð og varð bæði Kirkjan í Fatima. full djúprar lotningar og hrifin af þeim tilfinningum, er þeir ein- ir hafa, er bera í brjósti hreina og barnslega trú, er hún minntist á þennan atburð. — Guðrún dó 1915, en sólardansinn hefir hún séð eftir 1850. (Frásögn Bjarna Þorkelssonar skipasmiðs) - * - Þessar íslenzku frásagnir eru rifjaðar hér upp, vegna atburða, sem gerðust í Portúgal árið 1917, þar sem þúsundir manna horfðu á sólardans, þó ekki á páskum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.