Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 45 Bóndabær uppi í fjöllum. inn við borgarhliðið er svipaður því sem gerist annars staðar í heitu löndunum. Þar standa ung- ar, brúnleitar negrastúlkur, sveip- aðar röndóttum og rósóttum sirs- um, sem þær eru að sýna. Þetta eiga að vera nýtízku „afríkansk- ir“ klæðnaðir, er sirsin eru komin úr verksmiðjum Austur-Evrópu. Þar eru líka stúlkur, sem versla með fá,nadúka — úrelta banda- ríska fánadúka með 48 stjörn- um og úr þeim gera kaupendur sér skrautleg klæði. Allt er þetta mælt með 47 þumlunga stiku, en það er gamall franskur kvarði, sem hvergi þekkist nú nema hér, 1 Svisslandi og Belgíu. Hér bera menn allt á höfðunum. Við horfðum undrandi á stóran negra, sem gekk bísperrtur þvert yfir götuna fyrir framan okkur og bar sex feta háan hlaða af suðupottum á höfðinu. Leigubílar eru merktir með rauðri veifu og æða áfram, vegna þess að bíl- stjórarnir halda að þeir eyði minna benzíni með því. Víða eru pjátursmiðir að smíða lampa úr gömlum benzíndúnkum. Skóburst- arar vekja athygli á sér með því að slá með burstunum í kassa sína, svo að það eru eins og skot- hvellir. Þarna eru líka hálftonns stræt- isbílar. Eg kom að einum sem á stóð Carrefour. Nú eru bílstjór- arnir illræmdir fyrir það að halda ekki áætlun. Ef þeir telja að vinnutíma sínum sé lokið, aka þeir rakleitt heim til sín og segja farþegum að lengra fari þeir ekki. Eg vildi því vera viss um að þessi færi á áætlunarstað og spurði: „Carrefour?“ Bílstjórinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Car-re- four“, endurtók eg, með áherzlu á hverri samstöfu. En það var sama. Þá benti eg á nafnið fram- an á bílnum. „Ó, Kahl-foo“ hróp- aði hann og kinkaði kolli. Eg skreið svo upp í bílinn, en þar var fullt af fólki, farangri, hænsum, og jafnvel var þar múlbundið svín. Sagt er að franska sé töluð á Haiti, en eg átti eftir að kom- ast að raun um, að það er til lítils að kunna menntamanna frönsku, ef menn vilja gera sig skiljanlega þar. Stofninn í málinu er normannisk mállýzka, sem barst þangað fyrir 300 árum, blönduð nokkrum orðum úr frönsku, öðrum úr spönsku og enn öðrum úr ensku. Og inn í þetta er bætt nokkru úr Indíána- máli og Svertingjamáli, og allt er þetta í einum hrærigraut og af- bakað við langa notkun. Sagn- fræðingurinn Moreau de Saint- Méry, sem ritaði um Haiti á 18. öld, segir líka að svertingjum sé tamt að bæta inn í málið ýmsum orðum, sem þeir apa eftir náttúr- legum hljóðum. Þannig segja þeir, ef maður dettur léttilega: Hann datt bap, en ef hann dettur hast- arlega: Hann datt boum. — o — Fólk hefir mjög gaman að sög- um. Ef sögumaður spyr hvort hann eigi að segja frá, spyr hann: Cric?, og áheyrendur svara: Crac!, en það þýðir að þeir biðji hann blessaðan að gera það. Ein af kunnustu söguhetjum þeirra er Ti Malice og þykja sög- urnar um hann ágætar. Einu sinni lét konungurinn kalla Ti Malice fyrir sig og sagði: „Þú verður að mjólka allar hænurnar áður en eg kem á fætur í fyrramálið11. — Morguninn eftir kom Ti Malice seint á konungsfund og konung- ur var fokreiður. „Eg er viss um að þér fyrirgefið mér, þegar þér heyrið hvernig á þessu stendur“,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.