Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Blaðsíða 8
76 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þetta geröist í janúarmánuði FORSETI ÍSLANDS ávarpaði þjóð- ina á nýársdag: og bað henni vel- farnaðar á nýbyrjuðu ári. Forsetinn kvað útlit nú betra í alþjóðamálum en undanfarið. Vonandi væri að við- ræður forystumanna þjóðanna bæri þann árangur, að friðsamur almenn- ingur meðal allra þjóða gæti dregið andann léttar (3.) Alþingi kom saman 38. janúar. Var þá nýtt fjárlagafrumvarp fyrir árið 1960 lagt fyrir þingið, en frum- varpið hafði verið tekið til gagn- gerðrar endurskoðunar til sam- ræmis við væntanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál- um. Gaf það nokkuð til kynna þær ráðstafanir i efnahagsmáium, sem ríkisstjórnin hefir undirbúið að undanförnu. Tekjuskattur er feild- ur niður af almennum tekjum, út- flutningsbætur afnumdar, bæjar- og sveitarfélög fá 56 milj. kr. af sölu- skattinum og bætur almannatrygg- inga verða hækkaðar verulega. Niðurstöðutölur á sjóðsyfirliti eru 1.464.704.500, og er um að ræða hækkun frá fyrra ári um 429,8 millj. kr., en það stafar að mestu Ieyti af því að útflutningssjóður verður lagður niður og tekjur hans og gjöld færð á ríkissjóð (29.) Samþykkt var á Alþingi frum- varp þar sem ríkisstjórninni er heimilt að stöðva alla toliaaf- greiðslu þar til frumvarp það um aðgerðir í efnahagsmálunum, sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir Alþingi næstu daga hefur hlotið fullnaðarafgreiðslu (30.) VEÐRÁTTA Veðurfar var með fádæmum gott í mánuðinum um allt land, oftast frost- laust og stundum hlýindi sem að vor- degi. Sem dæmi um það má nefna að blóm sprungu út í görðum á Húsavík. Stormur hefir þó stundum verið nokk- ur. Fléstir fjallvegir hafa verið færir, en vegir stundum spillzt vegna aur- bleytu. Fé hefir verið létt á fóðrum vegna veðurblíðunnar og hefir víða verið svo að jafnvel lömb hafa ekki verið tekin á gjöf. tTGERÐIN Vetrarvertíð hófst þegar fyrstu daga ársins. Frá stærstu verstöð landsins, Vestmannaeyum, verða gerðir út 140 bátar (5.) Togararnir hafa verið að veiðum á heimamiðum nema tveir fyrri hluta mánaðarins, sem voru ,ið Nýfundna- land og öfluðu vel. Afli á heimamiðum hefir verið með eindæmum tregur, en veiðiveður oftast gott. Síðustu daga mánaðarins fékk þó eitt og eitt skip dágóðan afla. Gæftir voru góðar hjá bátunum allt fram um 20. janúar og afli yfirleitt sæmilegur eða góður, en upp úr því spilltist tíð og róðrar urðu stopulir. Afli var þá einnig rýr. Aflabrögð í janúar hafa þó verið góð, ef miðað er við undanfarin ár. Þrír fulltrúar frá Fiskimannafélagi Færeya komu hingað til viðræðna við LÍÚ um kjör færeyskra sjómanna, er óskað hafði verið eftir á íslenzka fiski- skipaflotann. íslendingar buðu Færey- ingunum sömu laun og kjör og íslenzk- ir sjómenn hafa, þeim væru tryggðar minnst rúmlega 1000 kr. danskar yfir- færðar á mánuði og síðan afgangur af launum. Færeyingarnir kröfðust hins vegar 1500 kr. danskar, og náðust ekki samningar. Um 200 færeyskir sjómenn starfa þó á íslenzkum skipum, en 800— 1000 til viðbótar vildu koma. Átta togarar Bæarútgerðar Reykja- víkur lönduðu hér á sl. ári 32,2 þús. lestum af fiski (13.) Nýa varðskipiff „Öðinn" kemur til íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.