Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Blaðsíða 4
72 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Á sama hátt er um menninguna. Vér getum ekki ráðið fyrir henni, en vér getum spáð um framþróun hennar. Og við það mundi margt breytast til batnaðar. En oss skort- ir enn þekkingu og skilning. Vér erum jafnvel enn svo fávísir, að vér ætlum að vér gétum ráðið fyrir menningunni. Þetta er að vísu eðlilegt. Það er ekki langt síðan að vér brenndum menn fyrir galdra. Og frá sjónar- miði menningarfræðinnar var það fyrst í gær að nokkur hluti mann- kyns hófst upp af villumannsstig- inu. Það eru ekki liðin nema 2% af sögu mannkynsins síðan akur- yrkja hófst, 0.35% síðan stafróf var fundið upp, og 0.009% síðan Dar- win kom fram með kenningu sína um uppruna tegundanna. Vér trúum því, að aukin þekk- ing og skilningur á menningunni muni verða mannkyninu til far- sældar, alveg eins og aukin þekk- ing í eðlisfræði og líffræði. Þekk- ing á menningunni mun þó ekki breyta rás hennar, fremur en þekking á veðurfari getur breytt því. En meðan maðurinn leitar þekkingar, mun skilningur hans aukast. Og aukin þekking 1 menn- ingarfræði mun veita honum skiln- ing. — Meðal vinkvenna — Gerður sagði mér að þú hefðir sagt sér leyndarmálið, sem eg sagði að þú mættir ekki segja henni. — Eg sagði henni þó að hún mætti ekki segja þér frá því að eg hefði sagt henni það. — Það gerir ekkert til. Eg sagði henni að eg mundi ekki segja þér frá því að hún hefði sagt mér það, sem eg sagði þér, svo nú verðurðu að muna mig um það að segja henni ekki frá því að eg hafi sagt þér það. —OOO— — Konan mín talar oft við sjalfa sig. — Það gerir mín líka, en hún veit ekki af því, hún heldur að eg hlusti. —000— Rafeind ahei I ar sem geta þýtt bœkur Þ E G A R dr. Zamenhof samdi alþjóðamálið Esperanto, var hann á undan sínum tíma. Menn skildu það ekki þá eins vel og nú hvað hin mörgu og ólíku tungumál eru mikill dragbítur á heilbrigð og vin- samleg viðskifti þjóðanna. Með hinni hraðfara framsókn raunvísinda, auknum viðskiftum og auknu samstarfi þjóðanna, hefir þetta komið æ betur í ljós. Þó hafa Sameinuðu þjóðirnar ekki beitt sér fyrir því enn, að alheimsmál verði upp tekið. Menn eru enn að bisa við að þýða af einu tungumáli á annað, en það er ekkert áhlaupa- verk. Tungumál og mállýskur skifta þúsundum, og það er álit fróðra manna, að hver menningar- þjóð verði að eiga greiðan aðgang að ritum á 50 tungumálum, að minnsta kosti, til þess að dragast ekki aftur úr um þekkingu. Og hér er ekki um annað að gera en hver þjóð láti þýða bókmenntir og vís- indarit af 50 tungum á sitt mál. Þegar svo er komið, verður hörgull á þýðendum. Það er t. d. viðurkennt í Bandaríkjunum, að þar hafi menn ekki getað fylgst með öllu því, sem er að gerast á vísindasviði í Rússlandi, einmitt vegna þess hve fáir menn í Banda • ríkjunum skilji rússnesku, og þess vegna taki þýðingar óratíma. Einn af forstjórum Rockefeller- stofnunarinnar, dr. Warren Wea- ver, sá fram á það fyrir 10 árum, að svona mundi fara. Honum kom þá til hugar hvort ekki mundi hægt að búa til rafeindaheila, er gæti annast þýðingar af einu máli a annað. Var þá farið að vinna að þessu. Og nú er svo komið, að í Bandaríkjunum eru til tveir raf- eindaheilar og þýðir annar rúss- nesku á ensku, en hinn þýzku á ensku. Geta þeir afkastað á nokkr- um klukkustundum álíka miklu og einn maður mundi þurfa langa ævi til að afkasta. Og þýðingarnar eru taldar ótrúlega nákvæmar. Þessir rafeindaheilar eru svo margbrotnir, að ógerningur er að lýsa þeim. En hins má geta, að menn þykjast vissir um að geta endurbætt þá á ýmsan hátt. Meðal annars er gert ráð fyrir að hægt muni vera að gera þá þannig úr garði, að ekki þurfi annað en tala inn í þá og svo skili þeir talinu á öðru máli, eða jafnvel á fleiri tungumálum, aðeins með því að atutt sé á nokkra hnappa. Þegar svo er komið, verður þess skammt að bíða, að forstöðumenn miljónafyrirtækja, afskrái hraðrit- ara sína, en tali bréf sín í þýðing- arvél, sem skilar svo bréfinu á hvaða tungumáli sem þeir óska. Og þá verða líka gerðar breyting- ar á símanum. Menn þurfa þá ekki lengur að velja sér símasam- band með því að snúa talnaskífu. Menn taka aðeins heyrnartólið, nefna það númer sem þeir vilja fa samband við, og svo kemur það sjálfkrafa. — Við skulum hverfa héma fyrir horn, eg sé að hann Ólafur kemur þarna á móti okkur og eg kæri mig ekki um að hitta hann. Eg bað hann einu sinni að lána mér 100 krónur. — Og hann hefir neitað þér? — Nei, hann gerði það ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.