Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1960, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 75 flugi fremur en fuglarnir. Fenginn var maður, sem þekkir eyðimörk- ina allra manna bezt. Það er Júgó- slavi, lágur og dökkur yfirlitum. Hann heitir Alexander Karadzic, en er 'alltaf kallaður Kara. (Það mundi þýða Svartur á íslenzku). Hann var fyrirliði og leiðsögumað- ur í flughernum á stríðsárunum, en síðan hefir hann stjórnað flokki manna, sem vinnur að því að grafa jarðsprengjur upp úr eyðimörk- inni þar sem barizt var áður. Kara vildi fá flutningabíla með stórum hjólum til leitarinnar. En hvar átti að fá eldsneyti? Hann var ekki í vandræðum með það, hann vissi að árið 1941 höfðu ítalir skilið eftir benzínbirgðir 300 km. úti í eyðimörkinni. Og þar voru þær enn. Fyrsta merkið eftir flugmenn- ina fannst 12—15 km. norðan við flugvélarflakið. Það voru þrír skór, og þeim var raðað þannig, að þeir mynduðu ör, sem benti til norðurs. Nokkru norðar komu menn á slóðir eftir 5 bíla. Kara gizkaði þegar á hvernig á þeim stæði. Hinn 18. febrúar 1941 höfðu frjálsir Frakkar, undir forustu Leclerc hershöfðingja, ráðist á ítalska víg- ið í Kufra. Fáeinir ítalir komust undan í 5 bílum. Þessar slóðir voru eftir þá. Bílarnir höfðu markað för í mölina og smám saman hafði fínn sandur fyllt förin. Og þarna sáust enn samhliða rákir eftir 18 ár. Þær hafa þó sjálfsagt verið enn gleggri árið 1943. Og hvað hafa svo flugmennirnir haldið, er þeir rák- ust á þessar bílaslóðir? Auðvitað hafa þeir haldið að þær mundu liggja til mannabyggða og óhætt væri að fylgja þeim. Það var að vísu rétt, að slóðirnar lágu til mannabyggða, en hvernig áttu flugmennirnir að vita að rúmlega 600 km. voru þangað. Slóðin var nú rakin, og daginn eftir fannst annað merki. Það var gert úr fallhlífardúki og steinar lagðir ofan á. Þetta var líka ör og benti til norðurs. Nokkru seinna fundu leitar- menn sex björgunarvesti. Á einu þeirra var nafnið Woravka, en 2. flugmaður á árásarflugvélinni hafði heitið John S. Woravka. Annar var merktur Ripslinger, en vélfræðingur flugvélarinnar hafði heitið Harold S. Ripslinger. Næstu dagana fundust enn sex örvarmerki á leiðinni. Hjá því seinasta fundu þeir andlitsgrímu, gerða úr fallhlífardúki og höfðu verið gerð á hana göt fyrir augum og munni. Á þessu var auðséð að flugmennirnir höfðu fylgt þeim reglum, sem þeim höfðu verið gefnar. Þeim hafði verið kennt, að fallhlífarnar væri til margra hluta nytsamlegar. Fyrst og fremst mundu þær bjarga lífi þeirra, ef þeir þyrftu að yfirgefa flugvél á flugi. Ef þeir kæmi þá niður í ó- byggðum, gæti þeir notað fallhlíf- ina sem tjald. Úr þeim mætti einnig gera skjólgóðar hettur fyrir kulda, eða andlitsgrímur til að verjast ofsahita sólar. Þegar nokkuru norðar kom, brá leitarmönnum í brún, því að þar kom bílaslóð þvert á slóð ítalanna. Þarna höfðu farið hvorki fleiri né færri en 79 bílar. Það kom nú samt upp úr kafinu, að hægt var að fá skýringu á þessu. Slóðin var eftir 79 herbíla, sem Bretar höfðu sent frá Kairo 27. desember 1940, til liðs við Leclerc og frjálsa Frakka í Miðafríku. Þeir höfðu farið stóran krók suður á við, til þess að kom- ast fram hjá framvarðasveitum Rommels. Og þeir höfðu komizt til Frakka í Tibesti-fjöllum. En hvernig hafði hinum strönd- uðu flugmönnum brugðið við, er þeir sáu þessa þverslóð? Höfðu þeir snúið inn á hana, og hvort höfðu þeir þá heldur haldið til austurs eða vesturs? Leitarmenn slógu nú tjaldbúð- um þar sem slóðirnar mættust, mörkuðu af á korti 1000 fermílna svæði fyrir norðan, og svo var hafin skipulögð leit á þessu svæði. Það kom í ljós, að flugmenn- irnir höfðu haldið vestur á bóginn eftir stóru slóðinni. En er þeir höfðu skammt farið, beygði þessi. slóð suður á við, og mun þeim þá ekki hafa litizt ráðlegt að rekja hana lengra. Þar fundu leitarmenn áttunda merkið, sem þeir höfðu skilið eftir — ör sem benti í norð- ur. Þarna fannst líka poki merktur Guy E. Shelley, en hann hafði verið aðstoðar-vélfræðingur á flugvélinni. En skammt þarna fyrir norðan tóku við sandöldur hins mikla Calanscio-sandhafs, og svo tekur við hver sandaldan af annarri, hærri og hærri. Vera má, að flug- mennirnir hafi haldið, að nú væri þeir komnir nærri sjó, er þeir sáu þessar sandöldur. Og það hefir þá gefið þeim þrek til þess að kafa yfir næstu sandöldurnar. Og svo hefir sandurinn kaffært þá alla níu, og þeir munu aldrei finnast framar. Sandurinn þarna er mjög fínn. Arabar kalla hann „fesh-fesh“, vegna þess að hann er á sífeldu skriði. Hann hefir kaffært borgir og vinjar og úlfaldalestir. Hann færir allt í kaf. Kona sá vita í fyrsta skifti á ævinni og spurði bónda sinn hvaða hús þetta væri. Hann sagði að það væri viti, ljósið væri til að leiðbeina skipum. Konan starði lengi á vitann stein- þegjandi, en hrópaði svo: — En þolinmæðin hjá þessum vita- verði, þarna hefir vindurinn slökkt ljósið hjá honum að minnsta kosti 20 sinnum á 10 mínútum, en hann kveikir jafnharðan aftur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.