Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 515 MERKILEGT LJÓS er valda mun byltingu um lýsingu innanhúss MARGSKONAR ný byggingarefni hafa komið á markað vestanhafs á undanförnum árum, og margar nýungar hafa komið þar upp 1 húsagerð. En sú nýungin, sem nú er talin markverðust og mun brátt gjörbreyta öllu innanhúss, er nýtt rafmagnsljós, sem kallað er „elect- roluminescence". Það er þannig, að heilir veggir geta verið sjálflýs- andi og má hafa birtuna með ýms- um litum, eftir því sem menn vilja. Þetta er fjórða ljósið, sem gerir byltingu um lýsingu innanhúss. Fyrst kom rafmagnsperan, þar næst „neon“-ljósið, svo flúrljósið (fluorescent), þar sem útbláir geisl -ar verða að björtum geislum við það að rekast á fosfórhúð innan í glerpípu. Sú uppgötvun er ekki nema 20 ára gömul. Þetta nýja ljós byggist á sömu uppgötvun, sem sé að gera fosfór sjálflýsandi, og er búist við því að innan skamms muni slík ljós verða í öllum hús- um. Það er Westinghouse Electric Corp., sem hefir verið brautryðj- andi um þetta, og það gerir ráð fyrir því að nýa ljósið verði komið á markaðinn eftir tvö ár. í stuttu máli er ljósaútbúnaður- inn þannig, að fyrst er glerrúða og öðrum megin á henni gegnsætt lag úr efni, sem er góður rafmagns- leiðari. Ofan á það kemur plata af plast, sem í eru fosfórkrystallar, og seinast er þunnt lag úr aluminíum. Þegar rafstraumi er hleypt á, verð- ur öll rúðan sjálflýsandi, og með þvi að auka strauminn eða minnka hann má breyta um lit á ljósinu, svo að það verði ýmist blátt, grænt, gult eðá rautt. Westinghouse hefir þegar sett slíka lýsingu til reynslu í skrifstofu hjá sér, þakið allt loft- ið og veggi á þrjá vegu niður að miðju með þessum ljósspeglum. Varpa þeir hvítu og þægilegu ljósi um allt herbergið, svo að hvergi ber skugga á, og er birtan álíka og í nýtízku skólastofu eða bjartri skriístofu. Það sem enn stendur því fyrir þrifum, að ljós þetta geti orðið al- gengt á heimilum, er að það er of dýrt. Þó hafa framfarir orðið mikl- ar síðan fyrsta tilraunin var gerð, svo að kostnaðurinn við lýsinguna í skrifstofunni er ekki nema þriðj- ungur á móts við það, sem fyrst var. Ljósmagn er mælt í „lumens“, en eitt lumen er það ljósmagn er fell- ur af einu kertisljósi á hring um- hverfis það, sem er fet í þvermál. Birtan af hinu nýa ljósi Westing- house er talin 9 lumen á hvert watt, á móti 16 lumen birtu af 100 watta peru, eða 60—70 lumen af 40 watta flúrljósi. En vísindamenn stofnunarinnar telja, að brátt reki að því, að þetta nýa ljós beri 120 lumen birtu með sömu rafmagns- eyðslu og fyrir fást 22 lumen af ljósaperu og 100 lumen af flúrljósi. Það eru fleiri félög en Westing- house, er fást við tilraunir á þessu sviði. Eitt þeirra hefir sérstaklega fengist við að búa til sjálflýsandi skífur á klukkur og sjálflýsandi borð fyrir allskonar mælitæki. En önnur, svo sem General Electric, fást eingöngu við að finna heppi- lega lýsingu innanhúss. Þessar lýsandi rúður má hafa alls staðar eigi aðeins í loftum og á veggjum, heldur einnig á gólf- um, þannig að ljósið komi neðan að. Einnig er búist við því að hafa sérstakan ljósútbúnað í baðher- bergjum, þannig að hægt sé með straumbreytingu að breyta birt- unni í háfjallasól, og fá sér þannig sólbað inni hjá sér á eftir baðinu. Ekki þurfa ljósrúðurnar heldur að vera flatar, þær geta alveg eins verið kúptar, og er þá hægt að setja þær í hvolfloft. En — sem sagt — það verða ekki mörg ár þangað til að sú lýsing í húsum, sem nú er notuð. verður orðin úrelt, og annað miklu betra ljós komið í staðinn. Firðsambancf MR. BEANE í Illinois í Bandaríkjun- um á firðtalstöð og er mjög áhuga- samur um að ná sambandi við áhuga- menn á því sviði um allan heim. Eitt kvöldið varð hann heldur feginn, því að þá náði hann sambandi við ein- hvern mann í Johannesburg í Suður- Afríku. Þeir spjölluðu lengi saman. Þetta var um hávetur, brunafrost úti og stormur. Meðan Mr. Beane var að tala, skrapp kona hans út með ösku- fötu, en þá vildi svo illa til að storm- urinn skellti útidyrahurðinni í lás, og hún komst ekki inn aftur. Hún lamdi hurðina eins og hún hafði afl til, en maður hennar heyrði ekki neitt, þvi að hann var í hrókasamræðum við manninn í Johannesburg. Frú Beane sá því að ekki var um annað að gera en fara til Mr. Ashtons nágranna þeirra, sem átti heima handan við göt- una, og biðja hann hjálpar. Hús Ashtons var opið og hún gekk inn, og bað hann blessaðan að hringja heim til mannsins síns og segja hon- um að opna húsið. — Hví skyldi eg vera að hringja? sagði Ashton. Og í sömu andrá hnykkti Mr. Beane heldur en ekki við, er kunningi hans í Johannesburg hóf máls á nýu efni: — Heyrðu kunningi, konan þín fór út, hurðin skelltist í lás á eftir henni og hún kemst ekki inn. Opnaðu undir dins fyrir henni. '_-<''ö®®®G>^ — Það er ákaflega dapurlegt að eld- ast einn, sagði eiginmaðurinn. Konan mín hefir nú ekki átt afmæli í fimm ár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.