Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 503 inu. Þvermál hellisins er víðast svipað því sem sýnt er við hægri hliðarganginn á kortinu, þ. e. nálg- ast það að vera pípulaga, en innst verður þakið þó meira í líkingu við gotneskan boga, svo sem var á hell • um þeim, er mynduðust í síðasta Heklugosi (sbr. litmyndina utan á Heklubókinni). Sömu lögunar eru einnig dyrnar á „kirkjunni“ i Dimmuborgum, sem er hluti af fornum hraunhelli. Víðast eru þak- ið og veggir glerjuð og sepótt, eins og títt er um hraunhella. Þegar komið er 262 m inn fyrir munnann greinist hellirinn í tvenn göng, og eru þau hvort um sig næstum eins víð og aðalhellirinn. Þegar kemur um 40 m inn í aust- urgöngin, sem eru 115 m löng, fer að bera á dropsteinsdrönglum (stalaktítum) niður úr hellisloft- inu og dropsteinskertum (stalag- mítum) á gólfi. Svæði það í hell- inum, þar sem þessi fyrirbæri er einkum að finna, er sett punktum á kortinu. Dropsteinsmyndanir af þessu tagi eru kunnar úr Hall- mundarhraunshellunum og Rauf- arhólshelli, en hér eru dropsteins- drönglarnir óvenju langir, sumir um metra á lengd og geta verið grennri en blýantur. Má varla snerta á þeim, svo að þeir brotni ekki, og gegnir furðu, að þeir skuli ekki hafa brotnað í jarðskjálftum. Fallegastar eru þessar dröngla- flækjur innst í hellinum. Freistandi væri að álykta, að svona drönglar væru myndaðir við kemíska út- fellingu eins og í kalkhellunum. Gætu þeir þá verið miklu yngri en hellarnir og verið enn að mynd- ast. Þó verður víst að hafa fyrir satt þá skoðun vísindamanna, er rannsakað hafa þessi fyrirbæri, einkum á Hawaii, að dropsteinar hraunhellanna séu myndaðir með- an hellisþak og veggir voru enn glóandi. Er þess til getið, að brenn- andi lofttegundir eigi drúgan þátí í að glerja hraunveggi og þak og mynda dropsteinana. Sænskur bergtegundafræðingur, Sven Hjelmquist, sem nú er prófessor i Lundi, rannsakaði fyrir rúmum aldarfjórðungi dropsteinsdröngla úr þaki Raufarhólshellis, sem hann fékk frá Guðmundi G. Bárðarsyni, og sýndi fram á, að yzta lag þeirra er auðugra miklu af járnglansi (Feaíte) og hematíti (FesOí) en kjaminn, en ekki er hér rúm til að gera grein fyrir því, hvernig á þessu stendur. Frá því er hellisgöngin koma saman að nýju eru 46 m inn í hell- isbotn. Liggur hann um 20 m lægra en botn hellismunnans og hallar því hellinum svipað og yfirborði hraunsins. Mest er um dropstein- ana allra innst í hellinum og verð- ur að ganga þar um með mjög mikilli gætni til að skemma þá ekki. í vestri hellisgöngunum er lítið um dropsteina. Um 60 m NA af mynni Borgar- hellis er annað niðurfall í hraun- inu og gengur norður úr því hellir, sem í heild er nær samhliða Borg- arhelli. Lengd þessa hellis, sem ég kalla hér Vegghelli, er 185 m. Hann er beinni en Borgarhellir, en hell- isgólfið nær alls staðar þakið hraunstykkjum úr þakinu og því ógreitt yfirferðar. Fyrstu 60 metr- ana er hann svipaður og syðsti hluti Borgarhellis, en þá fer að lækka í loft. Þó er hann næstum allur manngengur og um miðbik hans eru tvær hvelfingar sporöskjulaga, um 7 m breiðar og 10—12 m háar, en allbreiðar sillur með veggjun- um um miðja vegu frá gólfi. Hell- irinn endar í 13 m háum strompi, sem nær upp úr hrauninu. Stromp- ur þessi víkkar niður, og verður þar ekki komizt upp eða niður um nema í bandi. Það merkilegasta við þennan helli er, að í honum er að finna mannaverk. 74 m innan við syðrí munnann verður fyrir veggur hlað- inn úr hraungrýti því, sem er að finna í hellisbotninum. Þessi vegg- ur er um 3.5 m langur og liggur þvert á hellinn, sem hér er 4.5 m 1 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.