Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 509 Hér sést flugleiðin neðan sig. Svo hurfu þær og nú var xramundan löng leið yfir opið haf. Flugvélin tók stefnu á How- land. Áður en ungfrú Earhart lagði af stað í ferðina, hafði hún sagt: „Eg veit að það er af metnaði að mig langaði til að fljúga yfir Kyrrahafið. Konur eiga að geta gert allt sem karlmenn geta. Ef þeim mistekst, þá er það hvöt fyrir aðrar konur að freista hamingj- unnar“. Hún vildi verða fyrst til þess að fljúga yfir Kyrrahafið. — o — Það var klukkan sex um kvöld- ið að þokan skall yfir Howland-ey. Svo leið ein klukkustund. Allt. í einu kipptist loftskeytamaðurinn við og sagði: „Hún er að tala“ Og í mesta flýti hripaði hann niður: „Hefi flogið margar klukku- stundir í þoku, og nú er aðeins eftir benzín til hálfrar stundar flugs. Get hvergi séð land. En eg ætti ekki að vera meira en svo sem hundrað mílur frá Howland“. Þetta var tólf mínútur yfir sjö um kvöldið. Og hún hafði ekki nema 30 mínútna frest til þess að finna Howland í þokunni. Eftir hálfa klukkustund varð hún að lenda, annað hvort á einhverju skeri, eða þá á sjónum. Vitar voru kveiktir á Howland og logandi rákettum var skotið upp í þokuna. „Við bíðum eftir yður, ungfrú Earhart. Gerið svo vel að svara!“ En ekkert svar kom. Þannig liðu fimmtán mínútur. Menn hleruðu upp í loftið til þess að vita hvort þeir heyrðu ekki hreyfildyn utan úr þokunni. Fimm míntúur liðu .... Og nú létti til. Nú hlaut hún að geta séð eyna. Rákettuskothríðin var auk- in, það gat vel verið að líf hennar væri undir því komið að hún eygði ljós þeirra. Nú tók að gola og þok- an dreifðist og skyggni varð betra. Þetta voru seinustu forvöð. Flug- vélin gat komið í ljós á hverju augnabliki. — o — Tíminn leið, klukkan var rúm- lega átta. Nú hafði flugvélin verið benzínlaus í 25 mínútur. Þokan skall yfir aftur. Eyan sökk í þetta myrka haf, eins og hún væri ekki af þessum heimi. Ekkert heyrðist framar þetta kvöld. Flugvél var send á stað að leita. Hún flaug umhverfis eyna í 90 mílna fjarlægð, en gat ekkert séð. Og nú kom náttmyrkrið yfir Howland, og enginn vonarneisti. Menn heldu þó vörð. Að lokum kom skeyti, en það var ekki frá Amelía Earhart, heldur frá brezka beitiskipinu „Achilles". Loftskeyta- maðurinn sagði að þeir hefði rétt. í þeirri andrá heyrt neyðarkall og skipstjórinn væri viss um að það hefði komið frá Electra flugvél- inni. Loftskeytamaðurinn á Howland svaraði: „Hún hefir sjálfsagt sent mörg neyðarköll. Gat hún nokkuð um hvar hún væri stödd?“ „Hvernig ætti hún að geta það?“ svaraði „Achilles“, „hún hefir verið að villast í margar klukkustundir áður en benzínið þraut“. Þetta var alveg rétt og sýndi bezt hve erfitt mundi að finna hana. Sennilega hafði hún lent á sjónum, en þá kom sú spurning hvort flugvélin mundi geta flot- ið. Tvennt benti til þess að hún mundi ekki sökkva fljótt. Annað var það að vængir hennar voru breiðir og flugklefinn ofan á þeim, og í öðru lagi voru benzíngeym- arnir tómir, og líklegt var að hún gæti flotið á þeim um hríð, vegna þess að veður var gott og sjór slétt- ur. Auk þess var gúmbátur í flug- vélinni, björgunarbelti, næg mat- væli, flugdreki til að senda á loft og margar ljósrákettur. Það var óþarfi að örvænta. Flugvélin hlaut að finnast! En hverjir áttu að leita hennar? Þetta var á allra fáförnustu slóð- um Kyrrahafsins. Næsta. landstöð var Hawai. Þar voru að vísu tund- urspillar og orrustuskip. En mátti þá ekki senda flugvélar þaðan? Flugvélar voru þar, en þær gátu ekki borið nóg benzín til þess að fljúga fyrst til Howland, leita þar og fljúga svo heim aftur. Amerísku yfirvöldunum hafði verið lítt gefið um þetta dirfsku- fyrirtæki flugkonunnar. En nú, þegar hún var í hættu, var amer- íski flotinn boðinn og búinn til að reyna að bjarga henni. Að rnorgni hins 4. júlí lagði flotadeild á stað frá Pearl Harbour. Fyrst fóru tundurspillar, síðan kom stóra flugvélamóðurskipið „Lex- ington“ og bryndrekinn mikli „Colorado11. Þessi mikli floti var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.