Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 14
614 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS við konur sínar. Annars er þjóö- skipulag þeirra með undarlegum hætti. Karlmennirnir ráða flestu og líf þeirra þykir miklu dýrmæt- ara en líf kvennanna, eins og sjá má af því, að karlmenn nota and- litsskýlu til þess að verja sig fyrir illum öndum, en konurnar hafa ekki slíka vörn. En á hinn bóginn eru konurnar í sumu rétthærri en karlmennirnir, og kemur það eink- um fram þar sem um erfðir er að ræða. Ef einhver Tuareg-maður á t. d. barn með konu af öðrum þjóð- flokki, þá er það barn ekki talið af Tuareg-kyni og fær ekki nein rétt- indi í þeim þjóðflokki. En skyldi Tuareg-kona eiga barn með manni af öðrum kynþætti, jafnvel þótt hann sé þræll, þá fær það bam Tuareg-réttindi, þó ekki á borð við frjálsborin börn. Þannig eru þarna frjáls böm og ófrjáls eða þýborin, en börn hinna síðar nefndu eru oft talin frjálsborin og kölluð Hartini, og fer um það eftir atvikum. Helztu menn þjóðflokksins em kallaðir Kel og þeir hafa einka- leyfi til þess að bera dökkbláar and -litsskýlur. Aðrir bera hvítar and- litsskýlur, nema Hartani, þeir hafa ekki rétt til að bera skýlu. Þeir eru flestir kynblendingar út af Negr- um. Söngvar þeirra Tuareg-manna draga nokkurn dám aí söngvum Negra og Araba, en þó alveg sér- staks eðlis, mótaðir af lífsvenjum Tuareg-manna, og mjög einfaldir. Þar er aðeins til eitt hljóðfæri, sem nefnist Imzhad, með einum streng og ekki ósvipað langspili. Er leikið á það með boga, en bogastrengur- inn er úr kvenhári, og aí því dreg- ur hljóðfærið nafn, því að „imzha- den“ þýðir hár á máli Tuarega. Það eru aðeins konur, sem leika á þetta hljóðfæri, því að karlmönn- um þykir það ekki samboðið. Á ástahátíðunum leika konurnar á þessi hljóðfæri undir ástasöngva karlmannanna, og fara þýðir tónar þess svo vel við djúpar raddir karl- mannanna, að það er eins og hlýar kvenraddir sé að svara þeim. Aðrir söngvar þeirra fjalla um veiðar, hraustlega framgöngu í orustum og svo auðvitað um ulfaldann, sem er eina auðlegð Tuarega. En þótt karlmönnum þyki minnk -un að því að leika á hljóðfæri, eru þeir sólgnir í að dansa, og stíga þá tryllta ástar- og stríðsdansa, en konurnar syngja undir. Það eru nú ekki nema svo sem 25 ár síðan Tuaregar voru rétt- nefndir herrar í Saharaeyðimörk- inni, og vildu Arabar sem minnst við þá eiga. Og enn eru þeir herr- ar þarna á vissum svæðum. Þar eru þeir á sífeldu ferðalagi fram'og aftur og tjalda við vinjar og vatns- ból, þar sem einhverja haga er að fá fyrir geitur þeirra og ulfalda. Þeir gera engum manni mein, lifa óáreittir sínu frjálsa lífi og eru sagðir jafnvel gestrisnari heldur en Arabar. Á seinni árum eru þó lifnaðar- hættir þeirra farnir að breytast, og fleiri og fleiri taka sér fasta bú- staði, enda vinna Frakkar að því öllum árum að fá þá til þess. Hraðvirk myndavél I Bandaríkjunum hefir verið fundin upp ný myndavél, sem er svo hraðvirk, að hún nær 4000 myndum á sekúndu. Hún er ætluð til þess að taka myndir af sprengingum, eldingum og öðrum rafmagnsfyrirbrigðum. Sjálflýsandi dúkar Farið er að framleiða sjálflýsandi gólfdúka, sem þykja afar þægilegir, vegna þess að alltaf verður glæta í þeim herbergjum þar sem þeir eru, enda þótt öll Ijós séu slökkt. Þetta getur komið sér mjög vel því að oft er illt að athafna sig þegar komið er inn í myrkt herbergi. Dúkarnir eru ofnir úr þræði, sem fosfór hefir verið settur í, og ljósmagn þeirra minkar ekki þótt þeir slitni. Alagablettir ÓVEÐURSFLÖT Á FRÓÐÁ Eg minnist, þegar eg les um álagabletti, að í túninu á Fróðá á Snæfellsnesi, er slíkur blettur, en það hafa aldrei fylgt honum nein stórtíðindi. Þessi flöt eða blettur, var fyrir neðan fjárhúsin og fjárhúshlöðuna, sem stóð á svonefndum „kastala“ í heimatúninu á Fróðá, þegar eg var þar barn að alast upp. Þessi blettur spratt svo vel, að a honum lá grasið í „leg“ löngu áður en túnið að öðru leyti var full sprottið, hefir það máske staðið í sambandi við hinn mikla áburð, sem sá blettur hlaut, fram yfir aðra, vegna þess hve nálægur hann var fjárhúsunum, því pabbi átti margt fé. En ef þessi flöt var sleg- in, þó svo væri í steikjandi sól og þurrki, brá æfinlega til rigninga. Þetta brást aldrei og aldrei man eg eftir að faðir minn fengi óhrakið hey af bletti þessum, meðan eg var barn heima. Hann hafði mestu skömm á þessum bletti og talaði oft um að ekki borgaði sig að slá „Ó- veðursflöt“ en það var hún kölluð í daglegu tali. Heyrði ég sem barn þetta sett í samband við „kastal- ann“ en hún er á honum norðan- verðum, því þar var eindregið álit- in álfaborg, en aldrei sáum við neitt til þeirrá álfa, því miður. — Kannske veit einhver aðra betri skýringu á óþurrkunum sem ævin- lega stöfuðu af „Óveðursflötinni" í túninu á Fróðá, en ekki þætti mér ósennilegt að Þórgunna gamla hafi verið að raka þessa flöt þegar blóðinu rigndi í heyið hjá henni forðum. Rvík í sept. 1947 M. Ásgeirsdóttir frá Fróðá. <L^'»®®®G><JÍ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.