Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 10
510 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sendur á stað til að bjarga konu, sem lent hafði í ogöngum. — o — Hvarf hennar var með undarleg- um nætti, því að þótt enginn vissi hvar hún var niður komin, heyrð- ist til hennar. Loftskeytastöðvar á Howland, Hawai, San Francisco, Ástralíu og Nýa-Sjálandi hleruðu eftii kalli frá henni. Ennfremur allar her- og flotastöðvar og fjöldi „amatöra“ víða um heim. Og að morgni 4. júlí var þögnin rofm. Sambandið var þó svo lélegt vegna truflana að orðin náðust ekki. En strandferðaskip sem „Itasca“ hét og var skammt frá Howland, heyrði dauf neyðarköll og eins stöðin a Howland, og þóttust auk þess geta heyrt einkennisstafi flugvélarinn- ar: KHAQ. Þetta sýndi að þau Ear- hart og Noonan voru enn á lífi. Inn á milli truflananna þóttust sumir heyra rödd ungfrú Earharts. Einn helt því fram að hann hefði heyrt hana segja: „Við erum á ey“. En annar þóttist hafa heyrt hana segja: „Flugvélin flýtur á sjónum“. Meira höfðu þeir ekki heyrt fyrir truflunum allskonar, og svo varð allt hljót't aftur. Og vonin dofnaði. En seinna um daginn blossaði hún upp aftur, því að þá þóttust „ama- törar“ í Cincinnati og Los Angeles hafa heyrt rödd ungfrú Earhart kalla á hjálp, og hún hefði nefnt tvær tölur: 179 og 16. Menn heldu undir eins að þetta ætti við breiddar- og lengdargráðu. Leitað var að staðnum á korti og kom þá í ljós að hann var um 300 sjómílur frá Howland. Og enda þótt flotamálaráðuneyti Bandarík)- anna hefði varað leitarskipin við því að fara eftir sögusögnum hinna og annarra, því að þær gæti verið byggðar á misskilningi eða blátt áfram uppspuni, þá leyfði það nu samt að borin skyldi saman öll skeyti sem bærist. Og svo fekk loft- skeytastöðin á Hawai þetta skeyti: „281, norður, Howland. Enn norð- ar. Á yfirborði en höldumst ekki við iengur“. Meira heyrðist ekki fyrir truflunum. — o — Skipin „Itasca“ og „Sivan“ (birgðaskip fyrir flugvélar) voru á þönum fram og aftur. leituðu flug- vélarinnár um daginn og aðgættu hvort þau sæi ekki ljós um nótt- ina. Að morgni 5. júlí var „Lexing- ton“ enn ekki komið og skipin vissu varla hvað þau ættu að gera. En þá kom skipstjóra „Itasca“ ráð í hug. Hann sendi svolátandi loft- skeyti til Amalia Earhart: „Sendið fjögur Morsestryk ef þið eru lif- andi og á landi“. Svar kom um hæl. En það voru ekki fjögur stryk, held -ur þrjú stryk og einn punktur. Hann endurtók skeytið og fekk sama svar, og þessu svari náðu einnig loftskeytastöðvarnar á Hawai og Barker-ey. Nú var fundið ráð til þess að vita hvar ungfrú Earhart væri nið- ur komin. Með því að draga stryk á kort frá þessum tveimur stöðum og Howland, voru miklar líkur til þess að hin týnda flugvél væri ‘stödd þar sem þessi þrjú stryk mættust. Menn biðu árangursins milli vonar og ótta. Strykin skárust um 280 sjómílur norður frá How- land. Nú vildi svo til að brezkt skip, sem „Moaby“ hét, var statt skammt frá þessum slóðum. Það sigldi þeg- ar á vettvang og var komið þangað 12 stundum seinna. En þar var ekk- ert að sjá. Skipið sigldi þar lengi fram og aftur, varð ekki vart við neitt og hélt svo áfram ferð sinni. Flugvélarnar frá „Lexington" voru nú komnar í leitina, og leit- uðu látlaust í heilan sólarhring. Svo tíndust þær hver af annarri heim til móðurskipsins og allir flugmennirnir höfðu sömu sögu að segja: „Við urðum einkis vísari. Þetta er alveg vonlaust!“ Murfin flotaforingi á „Lexing- ton“ athugaði enn öll skeyti sem komið höfðu. Ein fregnin hermdi, að Amalia Earhart hefði sézt á eyði -ey, og staðurinn var tilgreindur. Önnur fregn sagði að flakið af flug- vélinni hefði sézt og Noonan hefði kallað. Og svo voru skeyti úr öllum áttum um að neyðarskeyti hefði heyrzt. Flotaforinginn sópaði skeyt -unum frá sér. Hann hafði látið flugvélar sínar athuga alla staði sem nefndir voru, en árangur hafði enginn orðið. Þetta var víst von- laust, eins og flugmennirnir sögðu. Leitin kostaði nú Bandaríkin um 250.000 dollara á dag. En hvaða lík- ur voru til þess að finna týndu flugvélina? Ekki ein á móti miljón! Flotaforinginn varp mæðilega önd- inni, en ákvað þó að hann skyldi halda leitinni áfram enn um sinn. Þá var barið að dyrum hjá honum og inn kom einn af liðsforingjum hans. „Við höfðum samband við „Itas- ca“. Þeir hafa séð neyðarmerki frá ungfrú Earhart“, sagði hann. Skipstjórinn á „Itasca“ var sann- færður um að ungfrú Earhart væri enn á lífi. Hann hafði nú leitað 1 marga daga og hvorki unnt sjálfum sér hvíldar né mönnum sínum. Hann var orðinn úrvinda af þreytu og svefnleysi, en hann vildi ekki gefast upp við leitina. Og þennan morgun hafði varðmaður tilkynnt að hann hefði séð gular ljósrákir á lofti, og að þeim mundi hafa verið skotið í svo sem fimm sjómílna fjarlægð fram undan á stjórnborða. Skipstjóri gekk þegar úr skugga um að engin skip gátu verið þar í námunda, og þess vegna hlyti þetta að vera neyðarmerki frá ungfrú Earhart. Hann gaf skipun niður í vélarrúm um fulla ferð áfram. „Við komum að bjarga ykkur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.