Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 6
506 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Trúleysi veldur siðleysi HELZTI hornsteinn siðmenningar í hverju þjóðfélagi, er heimilið. Þar mótast barnssálin fyrst, og al- ist það upp á heimili þar sem kærleikur og guðstrú haldast í hendur, býr það að því alla ævi. Þeir, sem alast upp á slíkum heim- ilum, komast betur áfram í lífinu, þeim gengur fleira að óskum. — Næst heimilinu kemur svo skól- inn, sem á að fræða bömin um undirstöðuatriði þess er það þarf ráðþrota. Svo verða nokkur þátta- skil þegar heilsuhælin eru reist. Þau voru forvígin í baráttunni. Eti enn vantaði innri vígin. Þau komu með berklavörnunum og starfsemi SÍBS að hjálpa mönnum til sjálfs- hjálpar, þegar þeir fóru að rétta við eftir veikindin. Og nú hefir lífið sigrazt á hinum hræðilega vágesti, og það er fagnaðarboðskapur kvik- myndarinnar. Að makleikum hafa íslendingar orðið frægir fyrir baráttu sína gegn „hvíta dauðanum". Vinnuhæli SÍBS, Reykjalundur, á hvergi sinn líka í allri álfunni og líklega ekki í heiminum. Þar hefir verið unnið brautryðjendastarf, er getur orðið öllum þjóðum til fyrirmyndar. Og gott er þegar slík dæmi gerast með þjóð vorri. Og þótt kvikmyndin sé aðallega ætluð íslendingum sem söguleg heimild og sigurdrápa, a hún þó líka erindi til erlendra þjóða, að sýna þeim hvað fátæk þjóð hefir gert og hvað hægt er að gera þegar vilji er með. Þess vegna hafa verið gerðar af henni tvær aukamyndir, önnur með enskum texta og hin með dönskum texta, og er þegar farið að sýna myndina í Danmörk. að vita, í hvaða stétt eða stöðu, sem það lendir í lífinu. En barnið fær ekki nauðsynleg- an undirbúning að lífsbaráttunni, ef aðaláherzlan er ekki lögð á það sem nauðsynlegast er, siðmenning og trú. Það er þetta tvennt sem gerir menn að mönnum, gerir þá hæfa til þess að taka hverju því sem að höndum ber í lífinu. Þarna er æðsta hlutverk skólans gagn- vart börnunum. Það er því sorg- legt að sjá hvernig fræðslu um sið- gæði og trú hrakar í skólunum og hvernig hún er látin mæta afgangi. Öll þekking er nauðsynleg, en kristindómurinn ætti þó að sitja í fyrirrúmi. Hver er ástæðan til vaxandi af- brota barna og unglinga, ef ekki sú að of lítil rækt er lögð við að fræða börnin um grundvallarat- riði kristindómsins. Til þessa get- ur það bent, að mjög fá börn, sem gengið hafa í sunnudagaskóla, komast undir manna hendur vegna óknytta og afbrota. Menning vestrænna þjóða er vaxin upp úr kristindóminum. Ef hann hefði ekki verið til, væri ekki um neina vestræna menningu að ræða. Þegar menn afrækja því kristindóminn er það eins og mað- ur sé að saga af þá grein, er hann situr sjálfur á. Greinin er kristin trú og kristin lífsskoðun. Þegar hún brestur, er voðinn vís. Geta hinar tvær heimsstyrjaldir ekki orðið oss ábending um þetta? Okkur er enn í fersku minni á- standið í byrjun aldarinnar, þegar allir töluðu um frið, eilífan frið á jörð. Þótt smástyrjaldir væri háð- ar, helt mannkynið dauðahaldi í þá von, að mannvit og efnahagslegar framfarir mundu bjarga öllu. Þjóð- irnar eru nú orðnar svo menntað- ar, sögðu menn, að stórstyrjaldir eru óhugsandi. Menn bentu á að alþjóðadómstóll hefði verið stofn- aður í Haag og allir helztu stjórn- málamenn töluðu um frið. En jafn- hliða þessu höfnuðu menn trúnni og drógu dár að hinum eilífu sann- indum. Efnishyggjan ruddi sér til rúms. Og svo kom vábresturinn, öll- um að óvörum, og þjóðirnar skildu ekki hvernig á því stóð. Menn kenndu um morðunum í Sarajevo, að þau hefði kveikt heimsbálið 1914. Það var ekki annað en tylli- ástæða. Orsökin var sú, að menn- ingin var svo spillt að hin ógn- þrungnu öfl haturs og drápgirni hlutu að leysast úr læðingi og valda heimsbyltingu. Hin vestræna menning var orðin mergfúin, vegna þess að þjóðirnar höfðu fjar- lægst sannan kristindóm. Svo lauk þeirri styrjöld 1918 og nú áttu að renna upp tímar friðar og farsældar. En hvernig fór? — Mannkynið hafði sýnilega ekkert lært af þeim hörmungum, er það leiddi yfir sig sjálft. Heimurinn lá í sárum, en þó var þegar tekið til að undirbúa nýa styrjöld, hálfu verri en hin fyrri var. Þegar vér lítum yfir hörmung- ar þessarar aldar, hlýtur oss að verða það ljóst, að eina bjargarvon mannkynsins er siðmenning og guðstrú. Sagan bendir oss á dæmi um það, hvernig andleg menning getur bjargað þjóðunum, ef þær kunna að meta hin eilífu lífssann- indi. Hvernig halda menn að hafi staðið á því, að England lenti ekki í sömu fordæmingunni og Frakk- land um aldamótin 1800? Brim. sjóir franska byltingaandans brotn- uðu á ströndum Englands, en náðu ekki að flæða yfir landið, vegna þess að hin andlega vakning Wes- ley var þar sem brimbrjótur. t Englandi fór þá fram andleg bylt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.