Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1957, Blaðsíða 12
512 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS athyglisverðar. í Lundúnum hafa athuganir á jarðsegulmagni verið stundaðar lengst. Árið 1580 var „declination" segulnálarinnar þar 11 gráður til austurs, en árið 1810 hafði hún færzt yfir á 35 gráðui til vesturs. Rannsóknir á járni í fornum berg -lögum sýna og, að segulpólarnir hafa færzt til og frá um jörðina frá upphafi. Segulstormarnir valda miklum breytingum. Þeir eru mismunandi öflugir og fara yfir mismunandi stórt svæði. Sumir standa ekki nema nokkrar mínútur, aðrir dög- um saman. Þegar þeir eru á ferð- inni er mikið um norðurljós og suðurljós. Þá kemst og truflun 4 jonosbeltið og af því stafa magn- aðar útvarpstruflanir. Um miðbik jarðar hafa þessir stormar ekki nein áhrif á segulnálina, en er nær dregur heimskautunum getur skakkinn numið allt að 45 gráðum. 51 51 MENN eru nú sannfærðir um, að það var ekki rétt hjá Gilbert að jörðin sé einn allsherjar segull. Kjarni jarðar er enn svo heitur, að hann getur ekki orðið segulmagn- aður til langframa. Þó mun lausn- arinnar á gátunni um hinar hæg- fara breytingar, vera að leita í jörð- inni sjálfri. Aftur á móti koma hin- ar snöggu breytingar, segulstorm- arnir utan að, og standa líklega í sambandi við sólgos, því að mest kveður að þeim þegar mikið er um sólbletti. Menn hyggja að frá sól- gosunum komi rafstraumar, sem valda truflunum í utanverðu gufu- hvolfi jarðar. Nokkur sönnun fekkst á þessu þegar rákettar. „Aerobee“ var send frá Bandaríkj- unum upp í háloftin og mælitæki hennar sýndu rafmagnsstrauma í 93—105 km hæð. Vakti þetta þá þegar geisimikla athygli og verður lagt mikið kapp á að rannsaka þessa rafmagnsstrauma nú á jarð- eðlisfræðaárinu. 51 51 BANDARÍKJAMENN eiga fimm segulmagns-rannsóknastöðvar, sem starfað hafa um áraskeið. Er ein i Virginia, önnur í Arizona, þriðja í Honolulu og tvær í Alaska. Nú verð ur stöðvum þessum fjölgað stór- kostlega. Verða fjórar á eyum í Kyrrahafi, fimm í Alaska, sex á suðurskautssvæðinu og margar í Bandaríkjunum sjálfum. Alls munu Bandaríkin starfrækja 30 slíkar stöðvar á jarðeðlisfræðaar- inu. En auk þess munu þau senda um 200 rákettur til rannsókna upp í háloftin. í þessum rákettum verða mælitæki, er sýna segulmagn jarð- ar og rafsegulstrauma í háloftun- um. Gerfihnettirnir verða einnig útbúnir með slíkum mælitækjum. Aðrar þjóðir — en það eru 55 þjóðir sem taka þátt í rannsóknum á þessu ári — munu einnig leggja fram sinn skerf til rafsegulmæl- inga. HEFIR JARÐSEGUL- MAGNIÐ RÉNAÐ? TVEIR franskir eðlisfræðingar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, með mjög snillilegum rannsóknum, að jarðsegulmagnið muni hafa rén- að um allt að 65% seinustu 2000 árin. Reynist þetta rétt, þá mun geim- geisla gæta miklu meira á jörðinni nú en fyrrum, því að rafsegulsvið jarðar hefir hlíft henni við að- streymi slíkra geisla. Þrír amerískir eðlisfræðingar við háskólana í Utah og Minnesota hafa látið í ljós það álit sitt, að sé það rétt að jarðsegulmagnið hafi farið rénandi, og aðstreymi geim- geisla hafi þess vegna aukizt. þa muni „carbon-14“ aðferðin til þess að ákveða aldur fornra jarðlaga og forngripa, reynast röng eða að minnsta kosti óáreiðanleg. Við rannsóknir sínar notuðu frönsku eðlisfræðingarnir fornan brenndan leir. í leirnum er alltaf ofurlítið af járni og þess vegna hef- ir brenndi leirinn dregið í sig nokk -uð af segulmagni meðan hann var að kólna eftir brennsluna. Þessi segulmagnshleðsla leirsins er í réttu hlutfalli við það hvað jarð- segulmagnið hefir verið öflugt þeg- ar leirinn var brenndur. Vísinda- mennirnir rannsökuðu mörg sýnis- horn, þar á meðal tígulsteina, sem Rómverjar höfðu brennt um árið 200. Síðan hituðu þeir steinana svo að segulmagnið fór úr þeim, en steinarnir drógu aftur í sig jarð- segulmagn um leið og þeir kóln- uðu. Með því að bera nú saman segulmagn steinanna fyrir og eftir hitunina, komust þeir að þessari niðurstöðu, að jarðsegulmagnið sé nú miklu minna heldur það var á þeim tíma er steinarnir voru brenndir upphaflega. Hafi nú jarðsegulmagnið minnk- að mikið seinustu 2000 árin, hefir aðstreymi geimgeisla jafnframt aukizt og þá ruglast „carbon- 14“ aðferðin, sem eðlisfræðingar og forníræðingar hafa haft sem mæli- kvarða við aldursákvarðanir. Benda rannsóknir Frakkanna á, að bæta verður 240 árum við þá hluti, sem taldir eru 2000 ára gamlir með „carbon-14“ aðferðinni, og senni- legt er talið, að bæta verði 1000 ár- um við aldur þeirra hluta, sem menn hafa talið 5000—6000 ára gamla. Þetta stóð einu sinni í blaði: — Ef þið rekist á villur í blaðinu, þá minnist þess, að þær eru settar þar með vilja. Vér kappkostum að hafa eitthvað fyrir alla i blaðinu, og sum- ir eru þannig gerðir, að þeir byrja á því að leita að villum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.