Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 16
644 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE «543 V 8 7 6 5 3 2 ♦ 8 * D 5 4 3 « 9 8 6 V G 6 ♦ Á K D 10 8 *KG9 A Á K D G 10 2 V K D 10 * 4 * Á 8 2 A hóf sögn í tigli, en lokasögn var 4 sp. hjá S. Tígull kom út og A fekk ílaginn. Hann sló út H G, S drap og V fekk slaginn á ás. V sló nú út hjarta aftur í þeirri von að gosinn hefði verið einn á hendi. Þetta var heppilegt fyrir S, því ef lauf hefði komið út, þá var spilið tapað. En S er samt sem áður ekki öruggur að vinna. Ef trompin eru 2 og 2 á höndum andstæðinga, þá er allt í lagi, því að þá gæti borðið komizt inn á tiomp og notað fríspil í hjarta. En það er nú ekki alltaf að spilalegan er eins og menn mundu helzt kjósa, og til vonar og vara leggur S gildru fyrir A. Hann kemur út með háhjarta og A stóðst ekki freistinguna og drap með trompi. Og nú er öruggt að hægt er að komast inn í borði. Með þessu fómaði S einum slag, en fekk tvo í staðinn, og vann þar með spilið. A hefði átt að sjá í hendi sér, að hann mátti ekki trompa, því að meðan hann hafði jafn mörg tromp og betri en borðið, var engin hætta á því að borðið kæmist inn. t^*)®®®(j>*_í 'T'UMMI BORGAR FYRTTt SIG Otúel Vagnsscn (biindi á bnæfjöll- ua og víðar, d. 1901) var refaskytta mikil og selaskytta, en var tregur til þess að skjóta krumma, jafnvel þó að hann grunaði hann um að hafa spillt fyrir sér, Var það vani hans að gefa krumma eitthvað æti á hverjum jól- SKÓGRÆKTIN — Skógræktarfélag Reykjavíkur áttl 10 ára afmæli 24. okt. s. 1. Hefir það starfað ósleitilega að skógræktarmálunum þessi ár og hefir nú umsjá með skógræktarstöðinni hjá Rauðavatni og Skógræktinni i Heiðmörk, sem er mesta skógræktarfyrirtæki landsins. Auk þess hefir félagið skógrækt- arstöð í Fossvogi þar sem aldar eru upp plöntur tii gróðursetningar. Færist þessi starfsemi stórum í vöxt með hverju ári. í vor sem leið voru afhentar þar 147.283 plöntur til gróðursetningar. — Mynd þessi er úr gróðrarstöðinni og sýnir uppeldisreiti trjáplantna og skjólbelti, sem gróðursett hafa verið gegn næðingum. (Ljósm. Ólafur K. Magnússon). um. Safnaði hann saman ýmsum úr- gangi á jólaföstunni og bar út á Þor- láksmessu eða aðfangadag. Skyttum í nágrenni við Otúel var illa við krumma, því að þeim þótti hann spilla fyrir sér veiðinni, með því að vara tófur og önnur veiðidýr við hættunni. En Otúel sagði að krummi mundi bæta sér það upp seinna, ef hann fyrirgæfi honum einu sinni. Eitt sinn lá Otúel íyrir tófu um nótt. Voru þá tveir hrafn- ar með gargi miklu og hávaða uppi yfir móðnum skammt þaðan sem Otúel lá. Þegar þeir hafa verið þar um stund, fljúga þeir beint upp undir kletta og láta þar sömu látum. Síðan koma þeir ofan hlíðina, gargandi, vapp- andi og fljúgandi og halda alla leið til sjávar. En á eftir þeim kpm mórauð tófa og fer hún þangað sem hrafnarnir höfðu áður látið verst. En þá var hún komin i skotfæri, svo að Otúel náði henni. Taldi hann víst að hrafnarnir hefðu ginnt tófuna í færi við sig, til þess að launa það, sem hann hafði þeim gott gert, því að engin æti voru þar nokkurs staðar í kring. (Vestf sagn- ir II). DRANGEYARKARL Sú er saga um upphaf Drangeyar að tröllkarl og tröllkerling ætluðu að leiða kú sína og stytta sér leið með því að vaða Skagafjörð. En svo ljóm- aði dagur og öll urðu þau að steini. Kýrin varð að Drangey, en fyrir utan og innan hana stóðu tveir drangar. Það voru karl og kerling. Fyrir 200' árum (1755) gerði mikla jarðskjálfta fyrir norðan og 11. september hrundi karlinn í sjó. En kerlingin stendur enn innan við eyna. Menn áttu að heilsa Drangey með þessari vísu: Heil og sæl með höppin fín herma vil í ljóðum, Drangey, karl og kerling mín karfa fram á slóðum. En síðsn karlinn hvarf á vísan ekki lengur við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.