Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 8
«36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Minjar fornrar menningar Margt furðulegt geymir moldin AÐ VAR árið 1922 að indverskur fornleifafræðingur tók sér fyr- ir hendur að grafa í kring um fornt Buddahof, um 450 km. fyrir norð- an Karachi, sem nú er orðin höf- uðborg í nýa ríkinu Pakistan. Hofið stóð á 25 metra háum hóli og þegar farið var að grafa, komu menn niður á ferhyrndan steinlagðan garð umhverfis það. En umhverfis þennan garð höfðu svo staðið múr- steinshús, sýnilega íbúðir fyrir helga menn eða munka. Þarna fundust nokkrir peningar, og af þeim mátti ráða, að byggð þessi mundi vera frá árunum 150—200 e. Kr. En það var einkennilegast við þessar byggingar, að allt bygginga- efnið hafði verið tekið þar á staðn- um, svo að sýnt var að þar höfðu staðið eldri byggingar og efnið tek- ið úr þeim. Frekari rannsóknir sýndu að þetta var rétt. Undir múrsteins- byggingunum og hlaðinu fundust miklu eldri byggingar. Og er fram í sóttu komu menn þar niður á múrveggi, hús og götur. Einn góðan veðurdag rákust menn svo á merkisgrip úr brend- um leiri í þessum rústum. Á hon- um var falleg mynd af dýri og eitthvert letur, sem engum tókst að ráða. Smátt og smátt fundust svo fleiri slíkir gripir. Voru nú lið- in nokkur ár frá því að uppgröft- ur hófst. En einmitt um þetta sama leyti voru aðrir fornleifafræðing- ar að fást við uppgröft 675 km. norðar, hjá bæ þeim er Harappa (frb. Hallappa) heitir og er í Pan- jab-héraði. Þar fundust nú sams- konar gripir. Af því drógu menn þá ályktan, að hér væri komið Þetta er mynd af einni af þeim lík- neskjum, sem fundizt hafa í elztu rúst- um Mohenjo-daro. Af svipnum telja Indverjar liklegast að þessi maður hafi verið af kynstofni dravida. niður á leifar fornrar menningar, sem hafi verið ólík því er áður hef- ir þekkzt, en mundi hafa verið í blóma á báðum þessum stöðum samtímis. Og þar sem hér var um ókunna menningu að ræða, þótti sjálfsagt að gefa henni nýtt nafn og var hún kölluð Indusmenn- ingin. Síðan hefir rannsóknum þarna verið haldið áfram sleitulaust fram að þessu, og hefir margt merki- legt komið 1 ljós. Þykir það nú sýnt að í fymdinni hafi búið þarna merkileg 'menningarþjóð og ráðið stóru ríki. Menn hafa fundið mis- munandi þroskastig þessarar menningar og sums staðar nokk- urn skyldleika með henni og inni fornu hámenningu í Mesopotamíu, Litlu-Asíu og Krít. ---o---- Ekki vita menn hvort borg sú, sem grafin hefir verið upp, hefir verið höfuðborg í ríkinu. Menn hafa ekki hugmynd um hvað hún hefir heitið en hafa gefið henni nafnið Mohenjo-daro, en það þýðir „Dauðraborg“. Hún hefir verið í blóma fyrir 5000 árum og þá staðið rétt hjá fljótinu Indus. En fljótið hefir mörgum sinnum breytt um farveg síðan, og nú eru um 3 km. frá borginni að fljótinu. Héraðið þama kallast nú Sind, og er mjög hrjóstugt og óbyggi- legt. Þar rignir mjög sjaldan, og hvergi finnst nokkur gróður nema örmjó rönd meðfram fljótinu. Ann- ars er þar ekkert að sjá nema víð- feðma sandsléttur með einstaka þyrnirunnum á víð og dreif. En í fornöld hefir verið öðm vísi umhorfs þarna. Þá hafa verið þar blómlegir akrar og þar hefir verið þéttbýlt. Þá hefir loftslag verið gott, næg úrkoma. Þetta sést á því, að menn skyldu reisa hús sín úr brenndum leiri. Þar sem þurrviðrasamt er hafa menn vana- lega látið sér nægja að gera hús úr óbrenndúm leiri, því að þau geta enzt sæmilega vel og eru auk þess mjög ódýr. Og nú mundi slíkt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.