Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 331 ingunni allri og einstökum hlutum hennar, á hverju sviði sem er. Þar er því ekki aðeins „ríkið“, heldur og „mátturinn“ til þess að veita aðstoð í fullum mæli til allra góðra, sjálfsagðra og nauðsynlegra fyrirtækja. Hvers þarf svo meira við? Er hér þá ekki sjálfgefið „afl þeirra hluta“, er framkvæma barf, — einnig í þessu tilliti, ec~i h.r er rætt? Vissulega, en lítum nú nánar á málið, eftir upphafi þess og eðli. Ég hefi nú, um meir en 20 ára skeið, auk margvíslegra annara málefna, haft meiri og minni af- skipti, bein og óbein, af kirkjumál- um þessa lands — og kirkjubygg- ingarmálum, bæði í héraði og á alþjóðar-vettvangi. Um það rætt og um það ritað. Og kom svo loks þar, að ég bar fram á Alþingi 1944 og enn 1946 lagafrumvarp um málið, er fullu heiti nefndist „Frumvarp til laga um kirkjubyggingar og þátttöku ríkissjóðs í stofnkostnaði kirkjuhúsa". Það, sem lá til grimd- vallar fyrir þessu frumvarpi, til- gangi þess og efni, um að ríkið tæki að sér meginhlutann af kostn- aðinum við kirkjubyggingar þjóð- kirkjunnar, var í fyrsta lagi við- horf þau, sem hér hafa nokkuð ver- ið rædd, og í öðru lagi sú stjórn- laga-skylda, er hlyti að hvíla á ríkisvaldinu sjálfu í þessu efni. Það fer heldur ekki á milli mála, að sögulega skoðað er þetta einnig hin eina rökrétta afleiðing þeirra viðburða í kirkjulífi landsins, er mestu orkuðu til sköpunar þess ástands, sem í þessu efni hefir ríkt og ríkir enn. Þegar siðaskipti, er svo hafa ver- ið nefnd (frekar en siðabót), urðu hér á landi fyrir 400 árum — en þau fóru fram mestmegnis með ofbeldi og undirferli, og því með allt öðrum hætti en kristnitaka landsmanna í öndverðu —, sölsaði konungsvaldið með sínum útsend- urum undir sig og sín umráð allar verðmætustu eignir íslenzku kirkj- unnar í heild og einstaka muni ein- stakra kirkna, en „konungsvaldið“, þótt danskt héti, var þá sama og alríkisvaldið, fulltrúi allra þeirra landa og landshluta, er töldust lúta Danakonungi, eins og þá hagaði til. Þar með var kirkjan komin á vegu ríkisins, orðin landsins og kongs- ins ómagi að því leyti er hún ekki gat kraflað sig áfram sjálf. Enda varð það brátt grundvallarrreglan, að lúterska kirkjan allt frá upp- hafi aðgerða Lúters sjálfs, stydd- ist við ríkið og ríkið styddi hana, þjóðhöfðinginn með valdið í sinni hendi, sem þá átti að vera skylt að „fæða og klæða“ þessa stofnun, ef svo mætti að orði kveða. Því að þannig tók ríkisvaldið vissulega á sig viðvarandi skyldu til þess að sjá kirkjunni og öllu hennar far- borða, með aðstoð þeirra, er henni sem trúfélagi heyrðu til o. s. frv. Og þannig hefir þá þetta staðið hér á landi, að kirkjan sem stofn- un er háð ríkinu, nú hinu íslenzka ríki, og hefir aldrei fengið aftur í hendur eignir sínar, þær er frá henni voru ruplaðar í siðaskipta- umbrotunum. Nú er í þessu sam- bandi og eins og er, ekki um það að ræða hér, að kirkjan nái sínu fulla sjálfstæði losuð frá ríkinu ( gerist sem kallað er „fríkirkja") né fái sínar fyrri eignir skilaðar, heldur hefir sú leiðin verið lögfest í stjómlögum íslands, allt í frá fyrstu stjórnarskránni 1874 og til þessa dags, að hún skuli vera þjóð- kirkja íslands, sem sé hin evangel- iska lúterska, eins og það heitir, sem meginþorri landsmanna telst til. Segir og svo í núgildandi stjómarskrá frá 17. júní 1944, 62. gr., samhljóða því, sem áður var, að þjóðkirkjuna eigi ríkisvaldið að „styðja og vemda“, þ. e. að halda henni uppi sem þjóðstofnun. Þessu ákvæði hefir og verið framfylgt undanfarið, að því leyti, að þjónar kirkjunnar, klerkar hennar, hafa verið launaðir úr ríkissjóði, allt frá því er hinar fátæklegu tekjur hennar hrukku lítt eða ekki til þess eða gengu á annan veg. En hitt hefir verið látið heita svo sem aðalregla, að söfnuðir og sóknir kirkjufólksins ættu og yrðu að annast að fullu og öllu sín kirkju- hús, reisa þau og halda við, sem er, eins og ástatt er um þjóðkirkju, ekkert annað en fáránleg firra, sérílagi eins og nú er komið. ÞAÐ HEFIR sem sé nógsamlega komið fram og er öllum nú ljóst orðið, er sjá vilja, að þótt söfnuðir með áhuga hlynni á ýmsan hátt að sóknarkirkju sinni, sem í alla staði er réttmætt og reyndar sjálf- sagt, meðan þeir vinna saman f trúfélagi, þá er fjármálahlið þesa máls orðin slík, ef miklu skal á- orkað, sem sé kostnaðurinn við kirkjubyggingar, að venjulegum söfnuðum, eins og vikið hefir verið að, reynist ókleift að standast hann, nema með ærinni aðstoð, sem þeir þó eiga undir högg að sækja. Fyrir því ber nú að hverfa hið fyrsta og áður en allt það mál kemst í hreint öngþveiti, að þeirrl sjálfsögðu leið, er hér hefir verið bent til, að hið opinbera, ríkið, kosti kirkjubyggingamar að mestu leyti, en söfnuðimir hins vegar taki aðeins sinn þátt í því að mikl- um minni hluta, sem þó yrði þeim fullerfitt, hvort sem væri með lán- tökum eða öðrum tillögum ofan á allt annað, sem íþyngir. — Þessi skilningur og aðferð er líka að öðru leyti það, sem nú er mjög uppi á teningnum við fjölda ann- ara stofnana, er ríkið kostar bein- línis frá grunni að öllu leyti eða miklu, sem einnig þykir sjálfsagt, þótt stjórnarskrárákvæðin þar að lútandi séu hvergi nærri einhlít, en hér er átt við t. d. öll fræðslu- málin, alla skólana og svokallaðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.