Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 635 Hvert stefnir? Lærdómsrík málaferli í Danmörku ur inn mikli hiti. Margir eldgígar eru í fjallendi, og halda því sumir að þrýstingurinn af þunga fjall- anna sé svo mikill, að hann geri efnin undir niðri fljótandi. Sam- kvæmt þessu ætti þá aðdráttarafl- ið að vera helzta orsök eldgosa. Um aldamótin var því haldið fram að efnabreytingar niðri í jörðinni mundu valda eldgosum. Menn sögðu að sjávarvatn seitlaði stöðugt niður um sprungur í jarð- lögunum, og niðri í jörðinni bland- aðist það öðrum efnum og við það myndaðist hitinn. Þótt þessi skoðun þætti góð og gild á sínum tíma, þá eru menn nú farnir að draga hana í efa, enda þótt það sé viðurkennt að efnabreytingar undir yfirborði jarðar auki mjög hita gosanna. Sumir kenna geislavirkum efn- um um jarðhitann, sem veldur gos- unum. Djúpt í jörð hafa in geisla- virku efni verið um tugi milljóna ára, og útgeislan þeirra veldur því að jörðin þenst út. Og svo kemur að því að þessi þensla verður svo mikil, að jarðskorpan brestur þar sem veilur eru í henni og gos brýzt út. Þessi skoðun hefir ekki fengið mikið fylgi vegna þess, að það þykir nú sannað að mjög lítið sé af úraníum í kviku jarðarinnar. Áralangar athuganir á eldfjöll- unum á Hawaii hafa leitt til þess að sumir vísindamenn halda því fram, að eldgos standi í sambandi við sólbletti. Aðrir segja að þetta sé vitleysa, en halda því fram, að aðdráttarafl sólar og tungls valdi eldgosum. Enn aðrir jarðfræðing- ar, þar á meðal japanskir, halda því fram að eldgosin stafi af snún- ingi jarðar, því að ið fljótandi efni inni í henni flytjist þá til undir jarðskorpunni og brjótist út þar sem fyrirstaða er minnst. Allar þessar bollaleggingar sýna, að menn eru enn engu nær um það, hvers vegna eldfjöll eru dreifð UNG STÚLKA réðist í skrifstofu borgarsjúkrahússins í Árósum. Hún var ráðin upp á tímakaup. Þegar hún hafði starfað þar í nokkra mánuði, fekk hún bréf frá Verslunar- og skrif- stoíumannafélaginu um það, að hún yrði að ganga í félagið. Hún neitaði. Nú skyldi maður ætla, að í Dan- mörk væri svo mikið þegnfrelsi, að menn réði því sjálfir hvort þeir gengi í eitthvert félag eða ekki. Og unga stúlkan þóttist viss um þetta. Þá kom nýtt bréf og í því stóð: „Vér viljum vekja athygli yðar á því, að allir, sem starfa hjá bænum eru 1 verklýðsfélagi, og þess vegna verðið þér að ganga í félag vort“. Hún spurði skrifstofustjórann að þvi, hvort það væri skylda sín að ganga í félagið, en hann kvað það ekki vera, hún yrði aðeins að greiða gjald í at- vinnutryggingarsjóð. Nú þóttist hún örugg. Hún vildi ekki ganga í félagið, vegna þess, að með því móti styrkti hún ákveðinn stjómmálaflokk. Öll fé- lög starfsmanna gjalda .skatt til Verka- mannaflokksins. Með því að ganga í slikt félag, styður hver þann flokk, þótt honum sé það þvert á móti skapi. En unga stúlkan er einörð og þykist lifa í frjálsu landi, þar sem mönnum sé það í sjálfsvald sett, hvaða stjóm- málaflokk þeir styðja. Hún neitaði því enn að ganga í félagið. ----o----- Enn kom bréf frá félaginu, og nú var henni hótað því að hún yrði rekin úr stcðu sinni: „Svo framarlega sem þér hafið ekki gengið í félag vort inn- an viku, munum vér sjá til þess að bæarstjórn segi yður upp“. um alla jörð. Ef til vill er engin ein orsök til eldgosa, heldur stafi þau af margskonar samtíma or- sökum. Þetta varð ekki misskilið. En stúlk- an gafst ekki upp að heldur. En nú var ekki hægt að reka stúlk- una aðeins vegna þess, að hún var ekki í félaginu. En þá var fundið upp á öðru. Henni var tilkynnt, að ef hún gengi ekki þegar í félagið, þá mundi verða uppistand í sjúkrahúsinu, því að hitt starfsfólkið mundi neita að starfa með henni. Ef hún skoraðist undan að ganga í félagið, mundu allir aðrir starfsmenn sjúkrahússins leggja nið- ur vinnu. Þetta kom henni á óvart. Gat það átt sér stað að hún væri svo illa kynnt meðal samverkafólks síns? Hún hafði aldrei tekið eftir því að neinn hefði hom í síðu siémi, og hún hafði alls ekki orðið vör við að neitt uppi- stand væri í aðsígi út af sér. Hún spurði hitt fólkið, en allir gáfu henni bezta vitnisburð og enginn kvaðst hafa hom í síðu hennar. Hún fekk þetta skriflegt hjá þeim. Og sú yfirlýsing var ekki í samræmi við tilkyrming- una um uppistand. ----o----- Hún lét ekki beygja sig. Hún var einráðin í því að styðja ekki þann stjórnmálaflokk, er hún vildi ekkert eiga saman við að sælda, En svo fekk hún uppsögn. Hún bað um að fá skrif- legt hverjar ástæður væri til þess að sér væri sagt upp. Hún vildi fá svart á hvítu sönnun fyrir því, að hér væri um pólitíska ofsókn að ræða. En for- stjóri sjúkrahússins neitaði, en sagði að uppsögnin mundi verða afturköll- uð, ef hún gengi í íélagið. Stúlkan fór frá sjúkrahúsinu og nú hefir hún höfðað mál út af þessari kúgunartilraun. Það mál er enn á döfinni og verður engu spáð um hvern- ig það fer. En úrslita þess er beðið með eftirvæntingu í Danmörk, og það er ekki ósennilegt að úrslitin, hver svo sem þau verða, þyki einnig merki- leg á hinum Norðurlöndunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.