Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 15
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 643 Heilbrigðismál að hann hafði í fórum sínum leyndar- málið, hvemig ætti að búa til Kölnar- vatn. Og nú fekk hann leyfi hjá vini sínum, Wilhelm Muelhens, að fram- leiða þetta undralyf í kjallaranum hjá honum. Tveimur árum seinna gaf hann svo Muelhens leyndarmálið í brúðkaupsgjöf. Síðan hefir það verið í íórum ættarinnar og þess vandlega gætt. Þegar Frakkar lögðu Köln undir sig 1794, gaf foringi hersins út fyrirskip- un um, að öll hús í borginni skyldi tölusett, og þá vildi svo til að hús Wilhelm Muelhens í Glockenstrasse varð númer 4711. Upp frá því notaði hann þessa tölu til þess að einkenna lyf sitt, svo að því yrði ekki blandað saman við stælingar. Og þess vegna stendur þessi tala á glösum Kölnar- vatnsins enn í dag. Um miðja síðustu öld voru það hvorki meira né minna en 180 ættir, sem þóttust eiga leyndar- málið um framleiðslu „Eau de Col- ogne“, en framleiðslu þeirra er nú lokið og eru það aðeins tvö fyrirtæki, sem framleiða Kölnarvatn nú, „4711“ og „Maria Farina“. Þegar Napoleon óð yfir Þýzkaland, var gefin út tilskipun, er bannaði framleiðslu og sölu á kynjalyfjum. Ekkert meðal mátti þá selja nema tek- ið væri nákvæmlega fram úr hvaða efnum það væri gert. Framleiðendur „Eau de Cologne“ voru ekki á því að opinbera leyndar- mál sitt, en til þess að hætta ekki framleiðslunni, breyttu þeir til, hættu að framleiða „innvortismeðal“ og tóku að framleiða „útvortismeðal“. Varð þá að gera ýmsar breytingar á sam- setningu þess, og enda þótt „innvortis- meðalið“ hefði verið hæft til drykkj- ar, þá varð nú að „hreinsa það helm- ingi betur“ eftir að það varð „út- vortismeðal"! í seinni heimsstyrjöldinni var verk- smiðjan í Köln lögð í rústir, en hefir nú verið endurreist að nýu, og er vel þess virði að hún sé skoðuð. í kjall- aranum eru margar langar raðir af stórámum úr eik. Þama er lögurinn látinn gerjast og jafna sig, og til þess þarí hann að standa mánuðum saman. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar að undanförnu að flýta þessari gerjun með því að nota hljóðbylgjur, en þær hafa ekki blessazt. Efnið í Kölnarvatnið — moskus, rósaolía, jasmin, gullaldinblóm, grein- ar af gullaldintrjám og gulaldintrjám AUGNABANKI Síðan læknar komust upp á það, að gefa blindum sýn, með því að skipta um augu í þeim, hafa marg- ir orðið til þess að arfleiða lækna- stofnanir að augum sínum eftir sinn dag, og hefir það verið nefnt að gefa augu í augnabanka, eins og talað er um að gefa blóð í blóð banka. Augun eru tekin úr mönn- um um leið og þeir hafa gefið upp öndina, og hefir þótt bezt að hægt væri að setja þau þegar 1 blindan mann. Þó hefir tekizt að frysta augu og geyma þau þannig nokkra daga. — En nú segir dr. John H. King við háskólann í Georgtown, frá því, að fundizt hafi ný aðferð til þess að geyma augun óskemmd mánuðum saman, og græða þau siðan í auga blinds manns. BÖRN FÆÐAST A NÓTTU Læknar hafa lengi haldið því fram, að flest börn fæðist á nóttu, og athuganir, sem nú hafa verið gerðar í fjórum amerískum fæð- ingardeildum samtímis, virðast — allt mjög beiskt — er geymt í stór- um, luktum glerílátum. En skammt frá geymslusalnum er eínablöndunarstof- an, lítið gluggalaust herbergi með stál- hurð fyrir dyrum. Hér er það allra helgasta — hér er leyndarmálið geymt, og hér blandar æðsti maður fyrir- tækisins „töfraefninu" saman við lög- inn. Höfuð ættarinnar Muelhens er nú 75 ára gömul kona. Hún kemur alltaf til verksmiðjunnar tvisvar til þrisvar í viku hverri og lokar sig inni í leynd- ardómsherberginu. Þar blandar hún töfraefnin í réttum hlutföllum og bæt- ir þeim í löginn. Og svo rennur hann þaðan eftir mjóum koparpípum fyrsta áfangann á leið sinni út í heiminn. (Eftir Suzanna FisherJ. staðfesta þetta. Samkvæmt þessum athugunum fæðast langflest börn kl. 5 að morgni. Er fæðingartalan þá 48% meiri heldur en kl. 7 að kvöldi t. d. Meðan þessar athug- anir fóru fram, fæddust 33.215 börn í þessum fæðingardeildum. BÓLUSETNING GEGN MÆNUVEIKI Þegar lokið var að bólusetja í Bandaríkjunum allt fólk til átján ára aldurs, tvisvar sinnum, var bóluefnið uppgengið, svo að meira verður ekki bólusett á þessu ári. En dr. Jonas E. Salk heldur því fram, að nauðsynlegt sé að bólu- setja þrisvar sinnum, því að allar líkur bendi til þess að þeir sem bólusettir sé þrisvar, sé ónæmir fyrir veikinni alla ævi síðan. Ann- ar læknir, dr. John R. Paul við Yale háskólann, segir að nokkuð hafi borið á því, að eldra fólk en 18 ára hafi fengið lömunarveiki, og þess vegna sé nauðsynlegt að bólusetja alla fram að 30 ára aldri. — Þriðji læknirinn, dr. John R. Seal, sem er í flotanum, segir að alveg sé óhætt að bólusetja með Salk bóluefni þegar lömunarfar- aldur geisar. Hann segir, að í haust sem leið hafi komið upp slæmur faraldur á Hawaii-eyum, og þá hafi 26.000 börn og unglingar feng- ið Salk bóluefni í Honolulu, og hafi engum orðið meint af því. ÓBYRJUM HJÁLPAÐ Það er mikið áfall í hjónaband- inu, þegar konurnar geta ekki eign- azt, börn. Nú má bæta úr þessu með X-geislum, segir dr. A. E. Rakoff spítalalæknir í Filadelfia. Hann segir að af 68 konum, sem geislamir voru reyndir á, hafi 24 eignazt börn síðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.