Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 4
632 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS uppeldisstofnanir handa ungu fólki í landinu. Ekki aðeins kennararnir, sem komast svo sem orðalaust á opinber laun og eru að því leyti orðnir hliðstæðir við prestana (sem vissulega er ekkert að at- huga við út af fyrir sig), heldur eru skólarnir, æðri og lægri, kost- aðir og reknir að bygging til og út- haldi af ríkissjóði, sumpart að öllu leyti og sumpart að mestum hluta tilkostnaðar (aðallega að % hlut- um) á móts við héruðin. Til margs annars má og vitna til sam- jafnaðar, sem ríkið hefir tek- izt á hendur að kosta og engum þykir mikið, svo sem sjúkrahús og ■kyldar stofnanir að mjög miklum hluta, o. s. frv. — Nei, hér er ekki nema um eitt að véla, hvort sem rakin er hin fræðilega eða hin raunhæfa hlið þessa máls: Ríkinu, ríkisvaldinu, þjóðfélagsheildinni, ber að kosta kirkjubyggingar þjóð- kirkjunnar, meðan hún er við lýði, en rétt og sanngjarnt má þykja, að ■öfnuðir taki í því hæfilegan þátt, auk þess sem eðlilegt viðhald o. fl. mætti hvíla á þeim, enda geta leg- ið að því gild rök, sem eigi þarf hér að rekja. Á sínum tíma var séð um, að þetta mál, sem að nokkru leyti hefir komið til kasta Hinna al- mennu kirkjufunda áður með góð- um undirtektum, hefir verið lagt fyrir Kirkjuráð hinnar íslenzku þjóðkirkju, prestastefnu og söfnuði landsins, er hafa lýst sig sam- ■-þykka sjónarmiðum þess. En — betur má, ef duga skal, og því er nú hér á ný komið með málið á þenna kirkjufund, greinilega rök- stutt, og er ætlazt til, að hann geri um það jákvæða ályktun eftir viðeigandi athugun. Skal svo að lyktum skýrt frá, hvemig málið var lagt fyrir Alþingi í frum- varpsformi, svo sem áður var greint, en við það verður að hlíta í höfuðatriðum: Kostnað við að rclsa og endur- byffgja kirkjuhús þjóðkirkjunnar, sem eru á vegum safnaðanna, greiðir ríkissjóður að 3/í hlutum. Annan stofnkostnað greiða söfnuð- ir. Sérstök ákvæði skulu gerð um eign og andvirði kirkjuhúsa, sem fyrir eru. — Söfnuðum ber að sjá um, þar sem þess er þörf, að lögð verði til hentug lóð undir kirkju- hús, er valin sé með ráði húsa- meistara rikisins, en hann gerir teikningar af þeim kirkjuhúsum þjóðkirkjunnar, er reisa skal, nema samkomulag sé um, að aðrir húsa- meistarar geri það. Sama gildir um áætlun um byggingarkostnað. — Á ári hverju skal reisa kirkjuhús eða endurbyggja eldri kirkjur, þar sem þess er þörf, unz fullnægjanlega telst byggt. Biskup og húsameistari láta fram fara rannsókn á því, hvar og hverjar kirkjur þurfi að byggja næstu fimm árin hverju sinni, og skal svo áfram haldið, en ákveðið skal jafnframt, í hvaða röð byggja skai um landið allt eða á vixl í landsfjórðungum. En þá skal og, að þessu fengnu, ríkisstjórn skylt að ætla til þessa fé í fjárlögum, að hluta ríkissjóðs, og framfylgja því á Alþingi. Að sínu leyti getur þetta einnig átt við þau kirkjuhús, sem í umsjá ríkisins eru. — Ákveðið skal, að kirkjuhús séu gerð úr sem varanlegustu og eftir staðháttum hentugustu efni, enda að öllu vönd- uð og vel hæf hið ytra og hið innra. Söfnuðirnir skulu annast nauðsyn- legt viðhald kirknanna og hafa um- ráð þeirra og umsjón. — Alla sér- staka prýði, innan húss og utan, er söfnuði þykir rétt að gera við kirkju, annast safnaðarmenn sjálf- ir. Um kirkjugarða fer eftir sér- stökum lögum. — Þá eru í frv. ákvæði um, hversu með skuli fara um kirkju og not hennar, ef meiri hluti safnaðar (þó eigi færri en 3A safnaðarmanna) samþykkir á lögmætan hátt að mynda fríkirkju- söfnuð utan þjóðkirkjunnar. Svo og loks bráðabirgða-ákvæði um kirkjuhús, sem eru í smíðum eða áður fullgerð, er slík lög komast á, að þau faili undir ákvæði lag- anna, eftir því sem við þykir eiga. Eru hér þá talin aðalákvæði um- rædds lagafrumvarps, en það náði eigi fram að ganga á Alþingi þá. Á árinu 1947 hætti ég setu á Al- þingi, með því að það samrýmdist eigi þeim starfa, er ég þá hafði tekizt á hendur. í ÞESSARI mjmd, er nú var rakið, kom málið ekki inn á þing eftir þetta, þótt nefnd sú, er síðast fjall- aði um það í neðri deild, bæri að vísu fram áskorun til ríkisstjórn- arinnar um frekari athugun þess og undirbúning. En með því að hlutaðeigandur úti um landið gátu að sjálfsögðu eigi unað algerðu að- gerðarleysi í þessum efnum, því að víða kölluðu að kirkjubyggingar, var borin fram á Alþingi fyrir fá- um misserum tillaga í lagaformi um lítilsháttar aðstoð með lánveit- ingu í þessu skyni og náði sam- þykki (sbr. 1. nr. 43, 1954 um kirkjubyggingarsjóð), en það hrekkur skammt og er engin lausn til frambúðar frá því sjónarmiði, sem málið er rætt hér. — Það liggur í hlutarins eðli, að í þessu erindi mínu, sem er um kostnað við kirkjubyggingar í þjóðkirkjunni, hefur ekki verið farið á neinn hátt inn á það, sem í kirkjunum sjálfum gerist og við- horf fólksins til þess nú á tímum. Því gerði ég einnig nokkur skil í ritgerð, sem var prentuð á f. á. og nefndist „Kirkjur og kirkju- sókn“ (sbr. Lesbók Mbl. 30. okt. 1955) og átti að verða framsögu- erindi á kirkjufundi þá, — og myndi ég ekki hafa neinu við það að bæta um sinn. Aðeins vil ég láta þess getið, eins og þar kemur fram, að ég tel, að kostnað við stór- kostlegar minningarkirkjur eigi ríkið að annast, en í minnsta máta söfnuðir, t. d. Hallgrímskirkju í Reykjavík o. fl., og beindi því þá til aðstandenda þeirrar miklu kirkjubyggingar að gera hið bráð- asta gangskör að því að afla öruggrar vissu um það, hver tæki hana að sér, því að eigi liggja fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.