Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 10
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 63L renna í holræsum út í stórar gryfjur, en þaðan aftur í stærri lokræsum undir götunum. Aðal- lokræsin liggja eftir endlöngum breiðgötunum, en út í þau koma svo minni holræsi frá hliðargöt- unum. Stóru lokræsin eru svo djúp, að menn geta gengið upp- réttir í þeim. Liggja þau að opnum skurðum fyrir utan borgina, en skurðir þessir hafa þá náð út í fljótið. -----o---- Margt bendir til þess að Mohen- jo-daro hafi verið mikil verslunar- borg. Til þess bendir m. a. mikið af vogarlóðum, sem fundizt hafa. Þau eru öll úr steini, vandlega gerð og fáguð. Stærðimar eru mismunandi, en það er einkennilegt, að alltaf munar um helming á þunga frá einni stærð til annarar. Næst minnsta lóðið vegur helmingi minna en næsta stærð fyrir ofan, og helmingi meira heldur en minnsta lóðið. Svo hafa fundizt enn nákvæmari vogir, en þær hafa eflaust verið ætlaðar til þess að vega gull og dýra steina. En stóru lóðin hafa verið notuð við að vega korn. Sennilegt er að borgin hafj verið nokkurs konar verslunar miðstöð, og þangað hafi sótt kaup- menn úr öllum áttum. Menn þykj- ast og sjá það á mannabeinum, sem fundizt hafa þar, að í borg- inni hafi átt heima menn af ýms- um þjóðflokkum. Umhverfis borgina hafa verið frjósöm akurlendi, en íbúarnir hafa þó ekki aðeins stundað akur- yrkju, heldur einnig kvikfjárrækt. Hafa þeir haft sérstaka tegund nautgripa, sem nú mun vera al- dauða. Sést það á myndum á inn- siglum, sem fundizt hafa. Innsiglin — já, þau eru með því merkasta, sem fundizt hefir. Menn heldu fyrst er þeir fundu þau, að þetta væri gamlir peningar, en nú er talið áreiðanlegt að hér sé ura innsigli að ræða. Þau eru gerð úr ýmsum efnum, svo sem brenndum leiri, bronsi, kopar og steini. Mörg þeirra eru hreinasta listaverk, og þau eru með ýmsu móti. Á mörg- um eru myndir af mönnum, stand- andi, sitjandi eða á gangL Sumar þessar myndir eiga eflaust að vera af goðum. Meðal dýramynda má nefna, auk kryppunautsins, fíla, nashyminga, tígrisdýr og vísunda. Þar eru einnig kynjadýr. Margs konar rúnir og ristur eru einnig á þessum innsiglum, og sérstaklega kemur Þórshamar (swastika) þar oft fyrir. Á mörgum innsiglanna er letur og liggur næst að ætla að það muni vera nafn eða fangamark eigand- ans. Ekki hafa fundizt neinar lengri áletranir, en menn telja víst að þær muni fyrr eða síðar koma upp úr kafinu. Ekki hefir mönn- um enn tekizt að ráða þetta letur, enda er það bundið myndletur, og sennilega verður ekki hægt að lesa það, nema því aðeins að finn- ist leirtöflur, þar sem sama frá- sögnin er skráð með tvennskonar letri, og sé þá annað þeirra þegar þekkt. Margar ólíkar getgátur hafa komið fram um hvaða þjóð hafi búið þarna. Indverjar hallast helzt að því að það muni hafa verið „dravidar“, sem fyrrum hafi verið búsettir um allt Indland, en eru nú að mestu horfnir nema hvað litlar leifar þeirra finnast enn syðst í Indlandi. En engar sannanir hafa verið færðar fram fyrir þessari getgátu, og ekki heldur öðrum, sem komið hafa fram. Hér er því allt á huldu. Þessi merki fornleifafundar má því enn teljast óráðin gáta. En vel má svo fara, að seinna greiðist um skilning á öllu þessu, og þá getur verið að fomsaga Mohenjo-daro og Indusmenningarinnar verði til þess Skýskefill mœldur EMPIRE STATE BUILDING í New York er hæsta hús heimsins, 102 hæðir. Byggingarefnið, sem í það fór, var 365. 000 smálestir. Grindin er öll úr stáli og því sveigjanleg. Gengu þær sög- ur, að húsið væri að svigna meir og meir í stórviðrum, svo að óhugnan- legt þótti. Þess vegna voru hreyfingar þess mældar nýlega, til þess að ganga úr skugga um hvort þessar sögusagnir hefði *við nokkuð að styðjast. Mæling- artækin, sem notuð voru eru svo ná- kvæm, að þau geta mælt hreyfingu, sem er 3000 sinnum hægari en hreyf- ingin á litla vísi á úri. Rannsóknin leiddi það í ljós, að margskonar hreyf- ingar eru á byggingunni, en hún hallast aldrei meira en um svo sem Vt úr þumlungi. Til samanburðar voru aðrar byggingar í New York mældar og reyndust hreyfingar á þeim meiri. Eng- in bygging í heimi er svo ramger, að hún hreyfist ekki, og flestar meira heldur en Empire State Building. L^Ö®®®G>«*_? Köttum endist sjón ÞEGAR menn eru orðnir hálffimmtug- ir ,eða þar um bil, fer þeim að förlast sjón þannig, að þeir verða fjarsýnir. Þetta eru ellimerki og stafar af því að augnataugarnar eru farnar að lin- ast og orka ekki að halda sjáldrinu jafn kúptu og áður var. Menn verða þessa fyrst varir á þvi, að þeir þurfa að halda blaði æ lengra frá sér til þess að geta lesið. Og seinast verða þeir að fá sér gleraugu. En köttum förlast ekki sýn á þennan hátt. Voru nýlega gerðar rannsóknir á heimilisketti, sem var orðinn 15 ára gamall, en sá aldur kattar samsvarar 75—90 ára aldri hjá mönnum. Þessi köttur hafði alltaf verið við beztu heilsu, nema hvað hann hafði fengið skemmdir í tennur, og hafði orðið að draga nokkrar þeirra úr honum fyrir skemmstu. En sjónin var góð og hafði ekkert daprast, svo á því er sýnt, að augu kattarins eru miklu betri heldur en mannsaugun. \ að varpa nýu ljósi yfir forsögu mannkynsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.