Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1956, Blaðsíða 12
640 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Misskildar kenningar kristnibola kominn að byrja: Yðar hátign, «n hann gat snúið þvi upp í ávarp til Andrésar, og varð sú ræða með nokk- uð öðru sniði en in fyrri hafði verið. J>að varð sambland af fagnaðarræðu og áminningu. Hann minnti Andrés á hve mikið hreppurinn hefði orðið að greiða með honum. Og hann lét í Ijós þá von, að afvötnunin hefði tekizt vel, og Andrés gæti orðið nytsamur borg- ari aftur. Andrés sífulli hlustaði á með at- hygli og hikstaði nokkrum sinnum. Svo tók oddvitinn hann með sér í bíl- ixm, en fólkið laust upp fagnaðarópi. Bíllinn ók eftir fánum skreyttri göt- unni. Og nú fekk oddvitinn að heyra hvernig á þessum misgripum stóð. Daginn áður hafði konungur komið til að skoða drykkjumannahælið. Hann hafði talað við sjúklingana, þar á meðal Andrés og Andrés hafði sagt honum að nú væri hann að útskrifast. Konungur hafði verið fjarska almenni- legur og spurt hvaðan hann væri og hvernig hann ætlaði að komast heim til sín. Andrés sagði honum þá að hreppsnefndin væri alveg ófáanleg til þess að kaupa sér far með hraðlest, og þó langaði sig þessi ósköp til þess að reyna hvemig væri að ferðast með hraðlest. Konungur hafði nú litið svo á, að það mundi ekki heppilegt fyrir Andrés að íerðast með lest er kæmi við á hverjum stað, og alls staðar væri hans freistað með áfengi. Það væri ekki víst að hann þyldi það. Konungur hafði þá dregið upp aura úr vasa sín- um og látið hann fá sem svaraði far- gjaldi með hraðlestinni. Svo hafði hann snúið sér að þeim foringja, sem með honum var og sagt honum að biðja jámbrautarstjómina að gera nú und- anþágu í þetta skipti og láta hraðlest- ina koma við þar sem Andrés ætti heima. Já, þetta er bezti karl, kóngur- inn, sagði Andrés að lokum. -----o---- Uppdubbaðir helztu borgarar þorps- ins komu saman í veitingahúsinu, þar sem veizlumaturinn var fram borinn. Þeim fannst það synd að láta bless- aðan matinn fara til spillis. Svo að þessi hluti hátíðahaldanna fór þó fram. Og þegar leið á máltíðina fóru menn að komast í gott skap og gleymdu því seinast með öllu að þeir höfðu orðið fyrir vonbrigðum. (Úr sænsku blaði). DR. VILHJÁLMUR STEFÁNS- SON segir frá því í einhverri af bókum sínum, að þegar trúboðarn- ir hafi ætlað að útlista kenningar sínar fyrir Eskimóum í nyrztu héruðum Kanada, hafi þeir oft ver- ið í sérstökum vandræðum, vegna þess að hugtökin voru alls ekki til í máli Eskimóa. Þeir höfðu t. d. engin orð yfir verk og vinnu. Þeg- ar trúboðarnir þurftu því að kenna þeim boðorðið: Sex daga skaltu verk þitt vinna, en sjöunda dag- inn skaltu halda helgan, þá urðu þeir að snúa þessu við, ef nokkur von átti að vera til þess að Eski- móar skildu hvað við var átt. Og boðorðið varð því þannig á þeirra máli: Sex daga máttu leggja net þín, en sjöunda daginn máttu ekki leggja þau. Á þessum slóðum stunduðu Eskimóar mest fiskveiðar, og veiddu í net. Þetta átti því að vera auðskilið. En Eskimóar skildu það á sinn hátt. Þeir álitu að netjaveið- ar væri bannaðar sjöunda hvern dag, og beygðu sig fyrir því. En nú voru veiðarnar ekki meiri en svo, að þeir máttu engan dag missa til þess að geta haft ofan í sig. Þess vegna fundu þeir það ráð að veiða á handfæri á sunnudög- um, þegar ekki mátti leggja netin. ----o---- Aðra sögu segir David Atten- borough, starfsmaður BBC af við- skiptum trúboða og Indíána í brezku Guiana í Suður Ameríku. Það voru trúboðar frá adventist- um, sem sneru Indíánum til krist- innar trúar. Og þeir gerðu það svo rækilega, að Indíánar máttu ekki halda nöfnum sínum. Trúboðarnir sögðu að þau væri ljót og heiðin, og þegar þeir skírðu þá, gáfu þeir þeim kristileg nöfn. Indíánar létu sér þetta vel líka, og þegar þeir eru meðal hvítra manna þá ganga þeir undir nöfnum þeim, er trú- boðarnir gáfu þeim, en í sinn hóp nota þeir alltaf gömlu nöfnin og foma siði sína, sem trúboðarnir hafa bannað. Eitt af því, sem trúboðamir bönnuðu þeim, var að eta kanínu- kjöt. Þeir sögðu að það væri „ó- hreint" og enginn kristinn maður mætti leggja sér það til munns. Nú eru að vísu engar kanínur á þessum slóðum, en þar er skepna, sem er mjög lík þeim og nefnist labba. Kjötið af henni hafði frá ómunatíð verið uppáhaldsfæða Indíána, og sums staðar helzta fæða þeirra.- Þetta bann kom sér mjög illa fyrir þá. Nú var það einn dag, að trúboði var að ferðast um skógana og kem- ur þá að Indíána, sem er að steikja labba yfir eldi. Trúboðinn ávítaði hann harðlega og útmálaði fyrir honum hve hrópleg synd það væri að eta labba. „Þetta er ekki labba“, sagði Indíáninn, „þetta er fiskur“. „Vertu ekki að þessari vitleysu", sagði trúboðinn, „hvaða fiskur heldurðu að hafi tvær stórar nag- tennur í efra skolti.“ „Þetta er engin vitleysa“, sagði Indíáninn. „Þegar þú komst hingað til okkar, sagðir þú að nafn mitt væri ljótt, og þú jóst á mig vatni og sagðir að upp frá því ætti eg að heita Jóhannes. Og nú var eg á ferð hér um skóginn, rakst á labba og skaut hana. En áður en hún dó, jós eg yfir hana vatni og sagði: — Labba er ljótt nafn, héð- an af skaltu heita fiskur! Og þess vegna er það fiskur sem eg er að steikja!“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.