Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 10
7RS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Legsteinn Páls Stígssonar. Hann er nú geymdur í Þjóðminjasafni. skrauts. Kirkjan er öll jafnbreið og myndar því gaflinn heljarmikinn hvitan flöt fyrir sjónum kirkju- gesta. Að sunnanverðu í kórnum er einn bekkur með ljósum eikarlit, eins og fyrr segir, en að norðan- verðu í kórnum standa gnapandi tveir bláir stólar og eru í æpandi mótsögn við allt annað. Þarna er forsetahjónunum ætlað að sitja. Það þarf mikinn kjark og jafnaðar- geð til þess að geta setið þarna, og verður helzt að skiljast að þann- ig sé að forsetanum búið í kirkj- unni til þess að hann geti sýnt að hann sé þessum ágætu hæfileik- um gæddur. ré Nú hefir verið talið það, sem hverjum ókunnum manni hlýtur að finnast ankannalegt, er hann kem- ur í kirkjuna. Þetta er þeim mun leiðara, þar sem fjöldi hámennt- aðra manna kemur þarna, og þetta ætti að vera það guðshús, er af öðrum ber, vegna þess að þetta er eign ríkisins og kirkja forseta þess. Af gömlum gripum í kirkjunni er nú ekki annað eftir en kaleikur og patina, skírnarsár og fjórar ljósastikur. Tvær þeirra eru stór- ar og þungar, og eru gjöf frá Karen Holm 1734. Skírnarsárinn er úr steini og mjög forn og með gati á botni til að hleypa niður vatn- inu. Á honum er tindiskur, sem hefir verið smíðaður 1702 og er miklu yngri en sárinn. Þessi sár stendur nú í kórnum að norðan- verðu um það bil er gröf Magnús- ar amtmanns Gíslasonar er undir. Af nýum kjörgripum má nefna, auk prédikunarstóls og líkneskis Krists, altarisdúk, sem Sveinn Björnsson forseti og kona hans gáfu. Er hann ofinn úr íslenzku líni, og er eina skraut hans hring- ar í röðum og innan í þeim staf- irnir I H S (Jesús frelsari mann- anna). Svo er hökull úr íslenzkri ull, með fóðri, sem blindir hafa of- ið, og skreyttur með útsaum úr íslenzku líni. Á baki er gullfjall- aður kross og í honum miðjum op- alsteinn úr Glerhallavík. — Báða þessa gripi hefir frú Unnur Ólafs- dóttir gert. Þótt kirkjan væri rúin innan öllu því, er einkenndi hana áður, þá hefir þó skjaldarmerki Moltkes á turninum verið iátið halda sér. Geta má þess, að þegar viðgerð- in fór fram, urðu smiðirnir varir við að holrúm voru í veggjum, að minnsta kosti í norðvesturhorni og mili tveggja vestustu glugganna á norðurhlið. Enn fremur uppgötv- uðu þeir, að dyr höfðu verið á norðurvegg, rétt hjá stúku höfuðs- manna. Aðrar dyr höfðu og verið á suðurvegg þar gegnt, eins og Gröndal talar um, en fyllt hafði verið upp í þær. Þess ber að geta, að þjóðminja- vörður bjargaði flestum gripum gömlu kirkjunnar og eru þeir nú geymdir í Þjóðminjasafninu. Þar er markmarataflan yfir Pál Stígs- son (d. 1566) „sem ekki á sinn líka á öllu íslandi", segir í hirðstjóra- annál. Þar er einnig legsteinn Matthías Söffrensens (d. 1651) og var legsteinn þessi undir kirkju- gólfinu. Þar eru og legsteinar þeirra Gríms Thomsen og Jako- bínu konu hans. Altaristaflan, prédikunarstóllinn og altarið er þar einnig og líklega mestur hluti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.