Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 777 3*1 í geimi austur guðleg blikar stjarna og gullinn bjarmi sveipar lönd og höf. Og sorgir léttast sekra jarðar barna, því send er heimi dýrðleg náðargjöf. Hver hugans þrá að hástól ljóssins krýpur, í hljóðri auðmýkt, bæn og þakkargjörð. Nú eina stund í sátt og cining sýpur sinn sælubikar friðarvana hjörð. Og gleymt er fár og geigsár vetrarkviði, af gleðisöngvum óma lífsins hlið. Vort æðsta ljós, í döpru drungastríði, er draumurinn um helgan jólafrið. — KNÚTUR ÞORSTEINSSON frá Úlfsstöðum. ci. helt Múhamed sína fjallræðu, sitj- andi á úlfalda uppi á Miskunnar- fjallinu. Það var um leið kveðju- ræða hans. Og einmitt þarna eru Múhamedstrúarmenn minntir á upprisuna. Á þessum stað segir líka sagan að Adam hafi hitt Evu, eftir að þau voru rekin úr aldingarðin- um Eden og hötðu hrakizt sitt í hvora áttina. Við fórum fyrst til Mina, sem er lítið þorp á leiðinni til Arafa. Þar er sagt að spámaðurinn hafi haldið kyrru fyrir um nótt til þess að hvíla úlfalda sinn. Þarna áttu því þessar þúsundir pílagríma að hvíl- ast. Þeir slógu tjöldum sínum á sléttu undir Thabir-fjallinu og var þar yfir að líta eins og ólgandi haf. (+) Þegar síminn kom til Arabíu Tjald föður míns var sett niður í hlíð, þar sem hann hefur verið vanur að tjalda áður. Og um leið og fór að rjúka þar, fóru gestir að streyma að með gjafir, mat og drykk. Svo var farið að ræða um viðhorf Múhamedsmanna til Vest- urlanda, og það var mikið skrafað og gamlir menn hristu hærukolla sína. En stundum var þó tekið upp léttara hjal. Einn sheikh sagði okk- ur frá því hvernig Abdul Aziz kon- ungur hefði komið símanum til Arabíu. „Þér verðið að minnast þess, þér víðsýnu menn“, mælti hann, „að ulema, prestastéttin í landinu, er nokkuð siðavönd. Og þegar hún frétti að konungurinn hefði fengið eitthvert kolsvart tæki, sem gæti talað, þá fannst henni ástæða til þess að taka í taumana. Konungur lét þá kalla ulema til hallar sinnar í Riyadh, og þegar allir voru komnir, rétti hann æðsta prestinum svarta tækið og skipaði honum að leggja það við eyra sér. Presturinn hlýddi, skjálfandi af ótta, en brátt kom ánægjubros á varir hans, því að út úr þessu tæki kom hljómþýð rödd, sem hafði yfir upphafið af Kóraninum: í nafni Allah, hins réttláta og miskunn- sama. Lofaður sé guð, skapar- inn.... Sá, sem talaði, var í Mekka. Og nú spurði konungur: Er þetta rödd Satans? Og einum rómi hrópuðu öldung- arnir: Nastaghfrul — Allah — Vér biðjum guð að fyrirgefa oss“. — Þá tók annar gestur til máls: „Höfðu þeir haft rangt fyrir sér? Mér hefur stundum orðið það á að halda að síminn sé uppfinning Satans, þegar mér hefur legið á að síma frá Mekka til Jidda“. Þá varð almennur hlátur og kaupmaður frá Jidda sagði: „Ég veit vel hvað þú átt við. En nú hefur ástandið batnað nokkuð. Um skeið var svo, að ógerningur var að ná sambandi. Símamennirn- ir sátu rólegir að kaffidrykkju og sögðu manni hvað eftir annað: Því miður er línan upptekin, Feisal prins er að tala! Þetta var svo sem skiljanlegt, en svo var það einn góðan veðurdag að Feisal prins ætlaði sjálfur að nota símann. Og þá kemur vana- svarið: Því miður er línan upptek- in, Feisal prins er að tala! Þá vatt prinsinn sér niður á síma stöðina og lét þá fá orð í eyra. — Síðan hefur ástandið batnað mik- ið“. Ég býst nú við því að þessi saga sé tilbúningur, en hún sýnir hvern- ig Múhamedsmenn geta gert að gamni sínu. Ferðin til Arafa Að loknum morgunbænum lögð- um vér á stað frá Mina til Arafa, en það er um 18 km leið. Á þess- um dögum hefur Mekka verið eins og yfirgefin borg, því að allir sem vetling gátu valdið, vildu komast til Arafa. Þetta var ekki þjóðarganga, hér var bræðralag allra þjóða á ferð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.