Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 26
784 LESBOK MORGUNBLAÐSINS sem þá var flutt út í Istedgötu, og þar bjó Ingigerður hjá henni sem frændstúlka, en enga þjónustu- stúlku höfðu þær.“ Áður en lengra er haldið er rétt að gera nánari grein fyrir því fólki, sem hér er nefnt. Fyrst er þá Jón A. Hjaltalín skólastjóri og Guðrún kona hans. Frú Thorgrím- sen hét Sigríður (Jónsdóttir Vída- lín) og var bróðurdóttir Geirs biskups. Hafði Ingibjörg, kona Jóns Sigurðssonar verið stoíu- stúlka hjá henni langa hríð hér heima. En þegar þau Jón og Ingi- björg giftust, fluttist frú Thor- grímsen með þeim til Kaupmanna- hafnar; var hún ekkja og hafði þeim Sigurði landfógeta ekki orðið barna auðið. Magdalena Lichten- berg var dóttir Jóhannesar gler- skera Zoéga, systir Geirs kaup- manns; giftist hún síðar Helga Helgesen skólastjóra og fluttist þá til Reykjavíkur. Ingigerður var bróðurdóttir hennar, dóttir Tóm- asar Zoéga og systir Geirs rektors. Þegar hér er nú komið sögu, skulum vér líta í dagbók Gröndals, og þar stendur þá þetta: 12. okt. Hjá Magdalenu mcð Jóni og Guðrúnu. Rifrildi. Inga og ég. Ég vil gjarna hafa Ingu og hún vill hafa mig. 17. okt. Fóru Jón og Guðrún Hjalta- lín. Fylgdum þeim út á járnbraut: ég, Siggi víkings, Sigríður Skafta, Magdalena og Ir.ga og M. St. — Siðan fórum við Magnús Stephen- ssn heim með Magdalenu og Ingu og átum. Inga gekk ein með mér. 19. okt. Hjá Ingu kl. 6 og lofaðist henni. Við kysstumst náttúrlega ailtaf allt kvöldið. 20. okt. Var hjá Ingu kl. 5—10. Magdalena kom of snemma. 22. okt. Hjá Ingu. Magdalena var heima. 23. okt. Magdalena fór i leikhúsið. 9. nóv. Vrövlið út af okkur Ingu byrjaði, svo að ég skrifa ekkert þennan mánuð. Og nú verður að fara í ævisög- una til þess að fá frekari upplýs- ingar: ,.Þann 9. nóvember kom póstskipið með Jón og Ingibjörgu, og þá breyttist veður í lofti. Óðar en Ingibjörg fékk að heyra þessa trúlofun, þá byrjaði um mig sá dómadags rógur og bakmælgi, að ég væri hvorki hæfur né kirkju- græfur, og hefði ekkert við konu að gera, og þar fram eftir götun- um, og Jón lét leiðast á sömu skoð- un, en Magdalena snerist alveg á móti mér. Þann 20. nóvember var Jónsveizla, og orkti ég kvæði til Jóns, eins og vant var, en það var ekki með eins miklum gleði- brag og vant var, af því að ég var i þessum raunum; ég orkti og kvæði fyrir minni frá Imbu, til að blíðka hana, en það dugði ekki. Þannig liðu nokkrar vikur: ís- lendingar, eða allur sá flokkur, sem var vanur að heimsækja Jón, og það voru flestir hinir yngri stúdentar, þeir fygldu þessum lát- um, fyrirlitu okkar og enginn ósk- aði okkur til lukku né minntist á þetta, nema Stefán Thorsteinsson og Sivert Hansen. Jón Sigurðsson sjálfur minntist ekkert á þetta við mig, en gekk alveg fram hjá því, og við stóðum þannig ein uppi, og hefðum verið enn ólukkulegri, hefði ekki ýmislegt danskt fólk tekið þátt í lukku okkar. Frú Thorgrímsen var okkur alltaf hlý og góð, og helt með okkur, en hún hefir ekki haft neitt að segja. Kuldi kom milli mín og Jóns út af þessu, en samt fundumst við og ég skrif- aði ýmislegt fyrir hann“. Út af þessu skrifar hann ekk- ert í dagbókina fyr en 29. nóv.: „Hjá Ingu um kvöldið, og hinn 30. stendur þetta: Nú munu fjand- menn okkar Ingu vera orðnir upp- gefnir, þegar þeir sáu að það dugði ekki. Og í ævisögunni segir: „Magdalena varð aftur góð eins og áður“. Upp frá þessu er dagbókin svo að segja öll um Ingu. Tuttugu sinnum hittast þau í desember og á jólunum gefa þau hvort öðru gjafir. Á nýársdag 1868 stendur: — Inga kom til mín kl. 7 og kl. 9 fórum við inn í bæ og sóttum Magdalenu í Strandstræti og leidd- umst öll á hálkunni, en duttum ekki. — Það er eins og hann sé dálítið upp með sér af þessu og finnist það spá góðu um hið ný- byrjaða ár. Nú skulu aðeins teknar setn- ingar á stangli úr dagbókinni: 6. jan. Hjá Ingu kl. 10Vg—1 f. m. Hvar cr nú elskan mín í kvöld? 12. jan. Hjá Ingu og kysstumst gríð- arlega. 10. febr. Hún kom um kvöldið kl. 6 V2 og ég fylgdi henni heim. Guð blessi hana og mig. 23. fber. Snöggvast hjá Ingu. Imba gerði atreið að Ingu. 24., 25., 26. febr. Veit ekkert um Ingu. 26. febr. Hjá Ingu kl. 4. Hún var hálf undarleg. 29. Hjá Ingu kl. 4—5*4. Magdalena var alminleg núna. 3. apríl. Inga sagði mér frá lyginni um mig og Augustu. 19. apríl. Hjá Ingu kl. 5—9*4. Magda- lena kom bálill heim og rauk út aftur. 20. apríl. Hjá Ingu. Magdalena var strax orðin góð. 31. maí. Magdalena fór kl. 10 út á Svanemöllen. Ég var allan daginn hjá elskunni og gekk með henni á járnbrautinni út í Söndermark- en og inn á Vesturbrú. Upp frá þessu er þess oft getið að þau hafi farið skemmtigöngu, eða þá á einhvern skemmtistað og í leiþhijs. Hann getur þess að hann hafi fengið 100 rdl. og borgað skuldir. Svo kaupir hann hatt handa Ingu fyrir 2 rdl. 2 sk. og hún fer kvöldið effir í leikhús til að sjá „Don Juan“. Á afmæli Magda- lenu 3. okt. 1869 gefur hann henni silfurskál og kramsköku, en Inga bakka og bolla. Þremur dögum seinna er aímælj hans og þá gefur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.