Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 27
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 785 Ein opna úr almanaki Gröndals. Skriftin er svo smá að hún er lítt læsileg, en svo að seg.ja í hverri línu er minnzt á Ingu. Inga honum spegil og hálsbindi, en Magdalena 3 skyrtur. Það er dálítið undarlegt, að al- manakið fyrir 1869 er óbundið og því líklega ekki frá Jóni Sigurðs- syni. Og hinn 27. des. þ. á. stendur í dagbókinni: Kom til Jóns, fékk almanak og kaffi. — Að hann skuli telja þetta til tíðinda, virðist benda til þess, að þá hafi kunningsskap- urinn verið farinn að lagast aftur. Ástin er dularfullt afl. Þessi fertugi maður, sem aldrei hafði verið við kvenmann kendur, en lif- að sannkölluðu ævintýralífi og svo að segja farið einförum í lífinu, vegna þess að hann gat ekki farið hinar troðnu brautir fjöldans né skift geði við nokkurn mann til lengdar, verður nú allt í einu svo heillaður, að hann sér ekki sólina fyrir ungri stúlku. Hann leggur niður sína fyrri lifnaðarháttu og getur naumast um neitt annað hugsað en „elskuna sína“. Um þetta ber dagbókin ljósast vitni. Þar kemst varla neitt annað að en hugur hans til unnustunnar. „Hjá Ingu“. — „Inga kom til mín.“ — „Var hjá Ingu“, og stundum er svo undir þetta skrifað „do — do“ dag eftir dag. Þessi gjörbreyting á háttalagi Gröndals hefir að sjálfsögðu orð- ið til þess, að draga úr andúð þeirra, sem ekki leizt á þessi gift- ingaráform í upphafi. Á öllu má sjá að Gröndal hefir treyst Ingigerði fyllilega í stríði þeirra fyrstu trúlofunarárin. En einu sinni virðist hann þó hafa orðið afbrýðissamur, þótt þess sé aðeins getið með stuttum og snögg- um setningum í dagbókinni. Sig- urður Einarsson Sæmundsen kom til Hafnar haustið 1869 og dvaldist þar þann vetur. „Hann var svo fínn, að hann var kallaður Sig- urður gentlemaður, bezti drengur“, segir í ævisögunni. Sigurður varð heimagangur hjá Magdalenu og spiluðu þau þar stundum fjögur. Eftir nýárið stendur svo í dagbók- inni: 19. jan. Við Inga komum heim til Sig- urðar og hann fór heim með okkur. 29. jan. Fædd Inga. Um kvöldið var gildi hjá Magdalenu. 7. febr. Sótti mynd af mér handa Ingu í kapsel, sem Sigurður gaf henni þann 29. 23. febr. Sigurður hjá Magdalenu, spil. 24. febr. Sigurður kom* heim með Magdaler.u kl. 7%. Spil. 12. marz. Sigurður kom til Magda- lenu; spilUðum. 31. marz. Sigurður njá Magdalenu. Ég reiddist. 9. april. Át rjúpur hjá Magdalenu. Sigurður kom ekki. 13. apríl. Rjúpur hjá Magdalenu. Sig- urður. Spil. 4. júní. Sigurður kvaddi kl. 10. Hinn 26. marz 1870 keyptu þau hringana, og upp frá því er sjaldn- ar talað um heimsóknir til henn- ar og fer hann nú að skrifa ýmis- legt annað í dagbókina. í þessum mánuði varð Inga lasin og þá stendur á einum stað: Inga lá enn. „Smiðir“ við hliðina á mér. Um haustið kaupir hann skrif- borð og skáp og Inga hjálpar hon- um til að koma því heim upp úr áramótunum. Síðan stendur „Ekk- ert öðru nýrra“ þvert yfir febrú- aropnuna, en 15. marz 1871 stendur þetta undirstrikað: Byrjað að safna. • 4. apríl. Fór með skjölin okkar Ingu til klukkarans Holms í Pileallé og borgaði 2 rdl. 5. apríl. Fekk Vilhjálm Finsen og Oddgeir Stephensen fyrir svara- menn. 8. apríl. — Við Inga fórum til Tött- rup og fengum bóluattest. 18. apríl. Inga flutti töjið sitt til Dannebroggötu. 25. Gröndal flutti frá Hartvigsen og til Dannebrg. 26. 28. apríl. Giftingardagur Gröndals og Ingigerðar. Hall prófastur gaf okkur saman í Friðriksbergkirkju kl. 11. Þá skein í heiði þrotlausan dag sól af blásölum í sefa okkrum, og Vilhjálmur inn vegsæli, Gröndals og Gerðar á gleði jók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.