Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 765 Bessastaðir 1834 (mynd úr bók Barrows) svo verið að smáklastra í hana, en biskupar telja hana þó óhæfa til messugerðar. T. d. segir Ólafur biskup Gíslason 1751 að þá sé kirkjan gagnfúin og ekki messu- fær vegna leka, „víða fýkur inn um hana og á prófastur erfitt með að verja sakramentið“. Eftir það fer svo fram meiri háttar viðgerð á kirkjunni, og segir Finnur biskup Jónsson 1758 að hún sé þá all- stæðileg og lítt fúin, og gólf sé í henni nema fremst. En annað hvort hefir honum missýnzt, eða þá að kirkjan hefir skemst á næstu ár- um, því að 11 árum seinna fer fram skoðunargerð og segir þar: „Ekki er nú hægt að endurbæta þetta hús, heldur verður að byggja nýtt“. Samt er þetta látið draslast svona í þrjú ár, en 1773 er að lok- um ákveðið að reisa þarna kirkju úr steini. Var svo byrjað á því að draga að grjót. Var það tekið í Gálgahrauni og flutt á prömmum yfir Lambhúsatjörn. Árið 1775 hófst svo kirkjusmíð- in og var henni þannig hagað, að steinkirkjan var byggð utan um gömlu kirkjuna, og voru þannig tvær kirkjur hvor innan í annari. Veggir nýu kirkjunnar voru hafð- ir rúmur metri á þykkt. Verkinu miðaði mjög seint, og eftir 10 ár var ekki orðið hærra múrverkið en rétt upp fyrir glugga. Þá fór Tho- dal stiftamtmaður og var nú ekk- ert skeytt um kirkjusmíðina fram til ársins 1791. Þá var svo komið að veggirnir voru farnir að hrynja, en gamla kirkjan, sem stóð innan í þessum kassa, hékk þá að vísu uppi enn, en var orðin svo, að fólk hræddist að koma inn í hana. Tveimur árum seinna var hún svo rifin, en þá var nýa kirkjan ekki fullger og ekki fyr en 10 árum síðar. Þá segir Markús prófastur að kirkjan sé fullger „svo nær sem að málverki, en turninn ekki nema hálfgerður“. Þak kirkjunnar var lagt rauðum steini kalklímdum, en það lak undir eins líkt og þakið á dómkirkjunni í Reykjavík. Og 1804 er sagt að kalkið hafi dottið frá gluggum, svo þar sé opið, gólf- ið sé fúið svo hætta sé að ganga um það, klukknaportið sé svo fúið, að menn óttist að það hrynji þá hringt er, enda fauk það árið eftir. Og ekki er turninn íullgerður fyr en árið 1823. Má því segja að kirkjan hafi verið hálfa öld í smíð- um. En hvergi sézt hvenær hún hefir verið vígð. Árið 1834 kom enskur ferðamað- ur, John Barrow, að Bessastöðum og lýsir hann kirkjunni svo í ferða- sögu sinni: „Rétt hjá skólanum stendur kirkjan, steinbygging með miklu timburþaki. Ég held að þetta sé stærsta kirkja á ísalndi, að minnsta kosti er hún eins stór og kirkjan í Reykjavík. Innan veggja er ekkert, sem sérstaka athygli vekur, nema þá ef vera skyldi gamall legsteinn yfir einum af íyrrverandi landstjórum á íslandi, en þessi steinn stóð áður úti fyrir dyrum kirkjunnar. Á hann er höggvin mynd af herklæddum manni, sem styðst fram á sverð sitt. Mynd af kvöldmáltíðinni er yfir altari. Þetta er hið venjulega „motiv“ á altaristöflum, eins og ég hefi séð þær á íslandi, sumar ver gerðar en aðrar, en engin merki- leg frá listarinnar sjónarmiði. Þessi tafla var með hurðum til að skýla henni, en þær voru opnaðar syo að vér fengum að sjá myndina“. Tuttugu árum eftir að kirkjan var fullbyggð (1843) segir séra Árni Helgason að hún sé „vesal- asta kirkjan í þessu prófastsdæmi". Kom þá til orða að hún væri rifin og kirkja með öllu lögð niður á Bessastöðum. En biskup var því mótfallinn og árið eftir fer hann að skoða kirkjuna og segir þá að ekki komi til neinna mála að leggja hana niður, því að hún sé einhver fegursta og stæðilegasta kirkja á Islandi. Benedikt Gröndal heíir lýst Bessastaðakirkju eins og hun var á æskuárum hans, eða fyrir og um þetta leyti, því hann fæddist 1826. Þá var á turninum vindhani með nafni Kristjáns konungs 7. og eins var fangamark haps á boga yfir kórdyrum. Ofarlega á turn- inum var skjaldarmerki múrað í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.