Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 8
180 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SIMILLINGURIIMN VAN GOGH MÁLVERK VAN GOGH eru enn í augum margra marma tákn og ímynd „nýtízku stefnu“ í málara- list. Það cr þess vegna næsta ótrú- legt að nú skuli liðin hnndrað ár siðan listamaðurinn fæddist. Hvernig stendur á því að list lians er cnn í fullu gildi? Van Gogh íæddist í Hollandi og er norrænn í húð og hár, enda þótt hann málaði flestar myndir sínar i Frakklandi og sé af sumum talinn meðal franskra málara frá þeim tíma. Faðir hans var prestur í Norð- ur-Brabant, cn íorfeður hans i móðurætt voru bókaútgefendur. Þegar Van Gogh var 16 ára komst hann að við hollenzkt listasafn í London. Hann undi þar ekki og var það máske meðal annars vegna þess að hann feldi ástarhug til enskrar stúlku, sem hvorki vildi heyra hagft.né sjá. Upp úr því hneigðist hugur hans allur að trú- malum og sjálfsfórn í þágu ann- ara- Hann gerðist nú skólastjóri ' í Englandi og stundaði það starf um hríð, en hvarf svo til Hollands, ein- ráðinn í því að boða hinum fátæku fagnaðarerindið. Hann fékk þó ekki nðurkenmngu, þar eð hann skorti þá þekkingu er krafizt var af hollenzkum kristmboðum. Hvarf hann þá til Belgíu og tok að pré- dika yfir namamonnunum í Le Borinage. Þarna lifði hann i hinni sarustu fátækt. Hann prédikaði og hjúkraði sjúklingum og gamal- mennum, en jafnframt tók hann að fást nokkuð við drátthst. Hann neitaði ser um allt, fórnaði öllu fyr- ir það fólk, sem hann umgekkst og taldi sig einn af smæhngjunum. liirkj umaiastjcrnmru þótti harm of ALDARMINNING (18511 — 30. marz — 1953) öfgafullur og vildi ekki gefa hon- um opinbera viðurkenningu fyrir því að hanj\ mætti starfa sem kristniboði. En hann helt áfram engu að síður, leið skort og um- hirðuleysi, og að lokum rak að því að honum voru allar bjargir bann- aðar. Hvarf hann þá aftur heim til foreldra sinna. Tók hann nú að gefa sig við dráttlist af meiri alvöru en áður. Og nú lenti hann aftur í raunalegum ástamálum og olli það algerri stefnubrcytingu í lífi hans. Nú missti hann algjörlega áhug- ann fyrir prédikunarstarfi. Þá var hann 28 ara að aldri. Það bættist svo ofan á, að hann varð ósáttur við föður sinn og fór að heiman. Var hann nú ákveðinn í því að stunda drátthst og málaralist af fullu kappi, til þess að geta túlkað trú sína og samúð með þeim sem bágt eiga, í lífrænum myndum. Þótt hann lifði í basli alla ævi, þá er langt frá því að hann hafi skort alla þekkingu á málaralist, eins og sumir hafa haldið fram. Hann hafði aflað sér mikillar þekk- ingar á list, cn hafði ekki notið tilsagnar, þegar hann byrjaði að mála og hafði ekki efni á að læra. En hann bætti það upp með sjálfs- námi. Um tveggja ára skeið var hann vakinn og sofinn í þvj að afla séf þekkingar og æfa sig. Fór hann þá stundum á fætur kJukk- an fjögur á nóttunni og vann til miðnættis- Lifði hann þá mest megnis á þurru brauði og kaffi, til Vao Gogh: Stráþaktir kofar bjá Montcel

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.