Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1953, Blaðsíða 6
r 178 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Lífið á fljótaprömmum UM allt Frakkland liggur net a£ skipaskurðum og skipgengum ám og eru þær samgönguleiðir jafn þýðingarmiklar fyrir þungaflutn- ing, eins og sjálfar járnbrautirnar. Hundruð þúsunda fljótapramma eru þar í förum, allt frá Le Havre til Bordeaux,og Marseille. — Og vatnaleiðin nær lengra. Hún nær inn í skipaskurðina í Belgíu, Hol- landi og Þýzkalandi og enn lengra austur á bóginn. Prammarnir eru hús og heimili þeirra, sem á þeim eru. Þar ala þeir allan sinn aldur. Og það er mikill munur á þeim, ekki síður en á þeim vistarverum, sem menn búa í á landi. Nýu prammarnir eru flestir eign formannsins, en gömlu prammana á eitthvert félag og formaðurinn er þjónn hjá því. í miðri París, hjá Pont Royal, þar sem Signa rennur hægt og há- tíðlega, liggur floti af nýum og fallegum prömmum, skínandi af nýrri málningu og með tandur- hreina fána í skut. Það má sjálf- sagt leita lengi í París sjálfri þar til maður finnur jafn hreina fána og þar. Og þarna eru ekki aðeins franskir fánar, heldur einnig belg- iskir, hollenzkir og þýzkir. Á þilj- um bátanna er verið að hreinsa til og fága. Konur þvo og gljáfægja látúnið, sem alls staðar glóir mót sól, börn leika sér þar sem helzt er svigrúm og hundar gelta. Og einhvers staðar heyrist í grammo- fón. Vér förum um borð í fyrsta pramman, sem fyrir oss verður. — Formaðurinn er ungur en undar- lega svifaseinn. Hann er hreikinn af prammanum — þeir eiga hann tveir bræður- Kona hans tekur barn af brjóti og fer að hita kaffi í svolitlu eldhúsi, þar sem öllu er svo haganlega fyrir komið að hver teningsþumlungur er notaður. Rétt við eldhúsið er stærri vistarvera með lokrekkjum, borðplötu sem leggja má niður, saumavél, sem hægt er að hvolfa niður í kassann o. s. frv., allt gert til þess að spara húsrúmið. Hinum megin er stýris- húsið og þar er ekkert inni nema stórt stýrishjól. Allt er þrifalegt og gljáandi af lakki og nýfægðum kopar. Formaður skýrir svo frá að hann sé nú á förum til Belgíu með 300 smál. af möl. Skipshöfnin er aðeins þau hjónin. — Betra líf er ekki til en á fljóta- pramma, segir hann. Eg fæddist á pramma og faðir minn og afi minn líka. Ekki gæti ég hugsað mér að eiga heima á landi. Hér er maður sinn eigin herra og gerir það sem manni gott þykir. Ef gott er veður dvelst maður nokkra daga á ein- hverjum fögrum stað. Við erum vön því á sumrin að dveljast viku og viku þar sem okkur þykir fal- legt. Hann var meðeigandi bátsins og réði því sjálfur hvaða farma hann tók og hvert hann vildi fara. Og hann réði því sjálfur hve lengi hann tafði á hverjum stað. Hann lifði sannarlega frjálsu og óháðu lífi. Starfið er ekki erfitt, aðeins að þræða fljótin og skurðina svo að ekki strandi- — Sums staðar eru skipastigar og þá verður töf. En það gerir ekkert til, því að þá getur fólkið á prammanum verslað ofur- lítið fyrir sjálft sig. Það hefur með- ferðis ýmsar vörur til þess að selja. Og þegar í höfn er komið heim- sækja þau vini og kunningja, ganga sér til skemmtunar, kaupa sér matarforða og bíða eftir því að fá nýan farm í prammann. Klukkan átta á kvöldin setjast allir prammar að, leggjast við skurðbakkann eða fljótsbakkann, því að þá er vinnudegi Iokið og hreyfillinn er ekki settur í gang fyr en næsta morgun. Er þetta ekki ævintýralegt og skemmtilegt líf, að minnsta kosti frá voru sjónarmiði? En hvernig er þá umhorfs í gömlu bátunum, sem eru eign einhverra félaga? Til þess að ganga úr skugga um það skulum vér halda niður eftir Signubökkum, fram hjá Pont Neuf og Ile St. Louis og niður til hinna skuggalegu hverfa hjá Pont Aust- erlitz, þar sem flækingar og betl- arar sofa um nætur á hafnarbakk- anum. Þarna er allt grátt og dapur- legt og þarna liggja gömlu pramm- arnir, vatnsósa trékláfar eða kol- ryðgaðir járnmeisar. í þeim er enginn hreyfill, þeir eru dregnir margir saman af einum togbáti. En í hverjum pramma býr fólk. Hér er ekki um neinn stýrisklefa að ræða. Aftur í skut er þungur stjórnvölur og yfir hann reist of- urlítið skyggni, svo að sá sem stýr- ir geti haft ofurlítið skjól fyrir regni og brennandi sólskini. Þar er ekkert til skrauts, ekkert eldhús og engin hagkvæm húsgögn. — Skammt er síðan að prammar þess- ir voru dregnir af hestum, sem gengu á bökkunum. Þeir eru lítið fljótari í ferðum nú prammarnir, og um borð er allt óbreytt. Vér göngum um borð í einn af bátum þessum. Það er auðséð að hann hefur verið í kolaflutningum, því að kolasalli er um allt þilfarið. Fjórtán ára drengur, með þykkan hárlubba, er að sópa lestina og læt- ur kol og salla í poka. Það er eng- inn stuldur að hirða slíkt — það er talið sjálfsagt að fólkið á bátn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.